Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 38
62 L Æ K N A B L A Ð I Ð Ur erlendum læknaritum. Erysipeloid og penicillin. Erysipeloid er ekki með öllu sjald- gæfur sjúkdómur hér á landi, að minnsta kosti ekki i sláturtíðinni, og mætti þvi vera, að einhverjir kollegar hefðu gagn af eftirfarandi: í The Lancet frá 26. jan. þ. á. eru tvær greinar um erysipeloid. Niður- stöður þeirra eru i stuttu máli: Venjulega batnar erysipeloid fljót- lega með gömlu lækningaaðferðun- um — 20% ichtyol-smyrslum eða út- fjólubláum geislum — og jafnvel án nokkurrar meðferðar. Einnig minn- ist höf. annarrar greinarinnar á spe- cific og óspecific sera, en litla þýð ingu býst ég við að það hafi fyrir okkur. (Aftur á móti er þarna livergi minnzt á krómsýru-meðferðina, sem mun vera hvað algengust hér). En alltaf koma öðru hvoru fyrir til- felli ,sem erfiðlega gengur að lækna með þessum aðferðum, og er því fróðlegt til þess að vita, að ný lyf hafa verið reynd að nokkru undan- farið. Sulfalyfin virðast engu fá á- orkað, en penicillin vera lireint og beint specificum, enda hefir það sýnt sig, að sýkillinn, Erysipelothrix rhusiopathiae, er álika viðkvæmur fyrir penicillini in vitro og stafylo- kokkar. Gefnar voru 20 þús. Oxford- einingar í vöðva á þriggja stunda fresti, samtals í tvo sólarhringa. Ekkert er þarna minnzt á local meðferð með penicillin-smyrslum. Væri ekki ómaksins vert að reyna slíkt á næsta Iiausti? Ef það skyldi litinn árangur bera, er þá ekki miklu fremur ástæða til að vantreysta local meðferð með öðrum lyfjum? Máske eru ichtyol-smyrslin okkar og króm- sýru-penslanirnar engin lækning á erysipeloid; til þess benda reyndar þrálátustu tilfcllin, sem við höfum séð. Þórarinn Guðnason. telur, að árangurinn sé góður í 80% af tilfellunum, en getur ekki um, hvernig hann liafi komizt að þessari niðurstöðu. Um meðferð á discuspro- lapssjúkl. hefi ég fylgt þeirri reglu, að skera ekki fyrr en augljóst er, að conservativ meðferð l)er ekki árangur. Þeg- ar sjúkdómurinn er búinn að standa nokkra mánuði og hefir ekki batnað, þrátt fyrir venju- lega ischiasmeðferð, ]).e.a.s. hvíld og fysiotherapia, virðist full ástæða til að grípa til skurðaðgerðarinnar. Sama á og við um þá sjúklinga, sem aft- ur og aftur fá verkjaköst, sér- staklega ef köstin eru að fær- ast i aukana. Það er þó mikið álitamál, og allmikið umdeilt, livort ekki muni vera rétt að skera strax og vissa er fengin um það, að um discusprolaps sé að ræða. Við það sparast tími, kostnaður og þjáningar fyrir sjúklinginn, og svo virðist sem hetri árangurs megi vænta, sé ekki beðið alltof lengi með að- gerðina.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.