Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.1946, Qupperneq 12

Læknablaðið - 01.03.1946, Qupperneq 12
36 L Æ K N A B L A Ð I Ð ar kornu í stór-hópum úr þvi að kom fram í marz-mánuð, því að þar byrjar blómgunar- tími grasanna f^'r og sjúkling- arnir þurfa að vera orðnir ó- næmir í maímánuði. £ins og eg sagði áðan, þá hefir öllum þeiin sjúklingum, sem eg ln fi liafl með þennan sjúkdóni, batnað mjög vei. Þr ir sjúkling- ar, sem komu fyrst til min i sumar, hafa ekki fengið svo langa meðferð, að liún hafi get- að talizt fullnægjandi, en iafn- vel þótt þeim væru ekki geí'n- ar nema nokkrar dælingar, þá nægði það til þess að þeim létvi mjög mikið, og hafa allir verið mjög ánægðir með meðferð- ina. Þess er vert að geta, að þótt grösin séu mismunandi og frævlar þeirra mismunandi, þá virðist það vera sama efnið í öllum tegundum, sem veldur ofnæminu. Það er því mikils- vert að vita, að það er nóg að hafa Timotliy gras til þess að gera menn ónæma með, og þurfa menn því ekki að brjóta heilann um það, hvort sjúk- lingurinn sé viðkvæmur fyrir cinni eða annari grastegund. Ekki hefi eg rekið mig á neinn sjúkling hér, sem sé of- næmur fyrir birkifrjódufti, en vel er það mögulegt, því að er- lendis er mikið um það, að nlenn séu næmir fyrir frjó- dufti ýmissa trjátegunda, enþar gildir ekki það sama og um grösin, því að þá þarf að prófa hverja trjátegund fyrir sig og gera menn ónæma fyrir lienni, cn engin ein trjátegund til, sem gildi fyrir allar. En það geta verið til fleiri hlutir í loftinu heldur en frjó- duft, sem menn geta verið of- næmir fyrir. Til min kom 43 ára gömul kona i nóvember s.l., sem kvartaði undan því, að hún hefði þá í rúmt liálft ár átt vanda til að fá nefstiflu, og siðastl. sumar kláðafiðring i augun. Hún fékk allmikinn höfuðverk með nefstífluköst- uniim. Við hörundsprófanir á henni kom í ljós, að hún var viðkvæm fyrir liveiti. Og þeg- ar eg fór að spyrja hana út lir, kom í ljós, að hún liafði gert töluvert mikið að því að haka og hafði hrærivél og þá vitaskuld þyrlaðist hveitið upp í loftið. Var sýnilegt, að það gat verið orsökin til einkennanna frá augum og nefi og þá höf- uðverkjarins jafnframt. Eftir að liún gætli að sér að þessu levti, snar-hættu öll þessi ein- kenni, en þar sem hún var dá- lítið vantrúuð á að þetta gæti verið orsökin, sannfærðist liún um það, þegar hún fór nokkru seinna að hræra köku og fékk þá undir eins slæma nefstíflu og höfuðverkjarkast upp úr því. Síðan hún hætti að útsetja sig fyrir allt hveitiryk, hefir hún ekki kennt neins af sín- um fyrri einkennum.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.