Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 40
64
L Æ K N A B L A í) I f)
þótt þeir séu algerlega lausir viö
syfilis. Um 15% verSa jákvæSir
eftir bólusetningu og kveöur mest
aö þessu eftir 2—3 vikur. Eftir
þennan tíma dregur úr þessu og
að 6 vikum liönum eru flestir orön-
ir neikvæöir á ný. — Þaö er talið
rétt aö láta sjúkl., sem hafa ný-
lega veriö bólusettir eöa legið í
hitasótt, biöa i 3 mánuöi áður en
úrskurður er felldur, en rannsaka
blóö þeirra með 2—4 vikna milli-
bilum, — svo framarlega sem önn-
ur augljós syfiliseinkenni koma
ekki i ljós. Meöan beöiö er skal
ekki nota nein lyf. (JAMA 15. jan.
’44)-
Meðferð á lekanda hefir nú tek-
ið miklum stakkaskiptum. Áður
var handlækning aðalatriöiö, en
nú er sjúkd. talinn til innanmeina
og oftast læknaöur meö lyfjum.
Dæling lyfja í þvagrásina, nudd
á blöðrubotnskirtli, notkun á
könnum eða þvagrásarsjá (úretro-
skóp) er nú talið til ills eins nema
sjúkd. veröi langvinnur.
Reforma faraldur. Amerikskir
læknar kvarta um þaö, að míkill
faraldur sé nú i U. S. aí margskon-
ar tinea trichopbytinea, einkanlega
á fótum, ýmist meö bóluútþotum
eöa hyperkeratosis. Kemur þetta
sér auövitaö illa fyrir hermenn.
Þaö er talið sennilegt aö kvillar
þessir breiðist ví'ðsvegar út mn
lönd meö herjunum. Sumir hyggja
að almenningsböð og sundlaugar
eigi mikinn þátt í þessu, aö sótt-
næmiö berist frá þeim milli manna.
Væri vert aö veita því eftirtekt
hvort vart veröur viö þetta hér,
því líklega er hreinsun vatnsins ó-
fullkomin í mörgum sundlaugun-
um. Sagt er að helzta vörnin sé
strangt hreinlæti meö fætur, tíö
fótaböö meö eöa án desinficientia,
tíð sokkaskipti og helzt aö sjóða
þá i þvotti. Þá má strá talcum í
sokka með 2% af salicylsýrudufti.
Vægur joðáburður getur og komið
aö gagni. Margt fleira er ráðlagt
en annars þekkjast engin örugg og
einhlýt lyf viö þessu fargani.
(JAMA, 18. marz 1944).
G. H.
Rit send Læknablaðinu:
Hjúkrunarkvennablaðið, Current
List of Medical Litterature frá Army
Medical Library, Wasliington, og
British Medical Bulletin, öll í skipt-
um fyrir Læknablaðið.
Þá bafa Lbl. borizt Heilbrigðis-
skýrslur fyrir árin 1941 og 1942
frá Landlæknisskrifstofunni. Lbl.
þakkar sendinguna.
Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.f.,
Reykjavik. Sími 1640. Pósthólf 570.
FélagsprentsmiÖjan h.f.