Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 16
40 LÆKNABLAÐIÐ leiki var svo mikill, að hann þoldi ekki að ganga nálægt stakkstæðum, þar sem fiskur var breiddur, fékk þá stöðugt asthma. Hann mátti aldrei smakka fisk, þvi að hann varð þá fárveikur, og hann þoldi ekki einu sinni að horða kart- öflur, sem höfðu legið upp að fiski, því að þá þrútnuðu strax á honum hæði varir og tunga, hljóp í það ödem. Þessi dreng- ur var annars óvenjulega of- næmur fvrir mörgum hlutum, ekki aðeins fyrir fiski, heldur einnig fyrir lirísgrjónum og fiskilími. Eins og kunnugt er, getur sá næmleiki verið svo mikill, að menn þoli alls ekki að sleikja frimerki, þá bólgnar upp á þeim bæði varir og tunga. En þessi piltur var einnig mjög næmur fyrir ýmsum dýrum, sérstaklega fvrir köttum og hestum, en lika fyrir liundum og einnig fvrir hænsnafiðri. Ennfremur var liann mjög næmur fyrir liúsrjTki, svo að það var margs að gæta i með’- ferðinni á honum. Með þvi að fara gætilega og varast alla þessa hluti, liefir heilsa hans nú verið allt önnur og inikíu hetri heldur en nokkurn tíma áður. Hjá þessum pilti var tillmeig- ing til ofnæmis í báðum ætt- um. Eaðir lians hafði haft ecz- em og einn frændi lians, sem er systkinabarn við möðjr lians liefir astlima, svo að hér er sennilega um erfðir að ra-ða, þar sem tilhneigingin tit of- næmisins kemur saman úr báð- um ættum. Þá er næst að geta um 14 ára stúlku, sem hafði astlima og útbrot. Við prófun kom í ljós, að hún var mjög næm fyr- ir fiski og reyndist það svo, að astlnnað hafði stafað af fiski. Tvo aðra sjúklinga hefi eg haft, sem voru ofnæmir fyrir fiski; kom það fram sem astli- ma hjá öðrum, en hjá hinum sem eczematös útbrot. Þá virðist svo, sem það sé ekki óalgengt, að menn fái asthma við að nevta mjólkur. Eg liefi alls liaft 6 sjúklinga, sem liafa verið ofnæmir fyrir mjólk, og hjá öllum hefir það komið fram sem asthma. Sá galli er á þvi að þekkja af hverju þetta stafar, af það virð- isl ekki óalgengt, að melting- arfæri manna séu ofnæm fyrir mjólk, þannig að þeir geti feng- ið astlima af lienni, án þess að það þurfi að koma fram við húð-prófanir. Þessar prófanir geta því algjörlega svikið mann að þessu leyti, og verður mað- ur því að prófa sjúklingana með því að láta þá sleppa allri mjólk úr fæðunni, til þess a'ð sjá liver áhrif það hefir, og ef það hefir áhrif, þá að láta þá byrja á mjólkinni aftur til þess að sannfærast um að mjólkin sé orsökin til þess arna. Næst mjólkinni virðist hveitið vera

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.