Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 22
46
LÆKNABLAÐIÐ
um tilfellum, þar sem laminec-
tomia var gerð vegna gruns um
caudatumor, en þar leiddi la-
minectomian i Ijós protrusion
á discus. Adson áleit þó, að um
neoplasma væri að ræða.
Lýsing Mixters og Barrs á
discusprolöpsunum vakti mjög
mikla athygli. Síðan liafa Am-
eríkumenn aukið mjög þekk-
inguna á þessum sjúkdómi, og
má þar sérstaklega nefna, auk
Mixters og Barrs, Love og
Walsli, Goldthwait, Adson,
Dandy, Stokey, Bradford og
Spurling o. fl. Þjóðverjarnir
Schmorl og Junghanns liafa og
gert pathologisk anatomiskar
athuganir á discusprolöpsun-
um og nú nýlega hefir Svíinn
Friberg ritað athyglisverða hók
sem aðallega fjallar um rann-
sóknir á gerð heilbrigðs hrvgg-
þófa með tilliti til foramina
intervertebralia og lumbalról-
anna.
Mixter og Barr ásamt Love
o. fl. sýndu fram á, að isehias-
verkirnir hurfu, er discusprol-
apsinn var tekinn burtu, og
þykir sú meðferð nú sjálfsögð
á discusprolaps.
Samkvæmt heimildum Fri-
bergs mun það hafa verið
Olivecrona, er fyrstur gerði
skurðaðgerð við discusprolaps
á Norðurlöndum. í Svíþjóð
hafa langflestir slikir skurðir
verið gerðir á Vanföreanstalten
i Stokkhólmi. Fyrsta aðgerðin
þar var gerð af Amerikumann-
inum Love árið 1938, en liann
var þá staddur i Stokkhólmi
Siðan munu hafa verið gerðar
nær 500 slíkar aðgerðir á Van-
föreanstalten.
Hryggþófinn (Discus inter-
vertebralis) er brjósk-band-
vefspúðinn, sem myndar falska
liðinn á milli liðbolanna. Hann
er gerður úr nucleus pulpos-
us og annulus fibrosum. Nucle-
us pulposus er gerður úr bálf-
hlaupkenndu, tevgjanlegu efni
og mvndar hann miðju discus
ummgirtur af þykkum streng
úr sterkum bandvef annulus
fibrosus, sem tengdir saman
rendur liryggjarliðanna. Nuc-
leus pulposus liggur stöðugt
undir nokkrum þrýstingi.
Hryggþófarnir eru þykkastir á
milli lendaliðanna, eru þar uin
1 cm. á þykkt.
Mænan endar við fyrsta
lendalið og greinist hún þar
i cauda equina, sem myndar
intradurala hlutann af lenda
og spjaldrótunum. Efri lenda-
ræturnar fara i gegnum dura
við efra borð hryggþófans, mið-
lægt við efri takmörk opsins
á foramen intervertebrale. Rót-
in fer ofurlítið skáhallt út á
við og niður á við og mynd-
ar samkvæmt lieimildum Fri-
bergs um 60° horn við dura,
caudalt. (1. mynd).
Neðar í regio lumbalis vfir-
gefa ræturnar dura mun of-
ar, miðað við hryggþófann og
það foramen intervertebrale,