Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 35
L Æ K N A B L A Ð I Ð 59 og gerð á allflestum þeim sjúkl. er grunaðir voru um discuspro- laps á árunum 1940—42. Þessi rannsóknaraðferð virtist gefa mjög áreiðanlegar upplýsing- ar, en þó kom það ósjaldan fyr- ir, að discusprolaps fannst í til- fellum, þar sem mvelographi- an hafði verið neikvæð, en voru skorin þrátt fyrir þetta, vegna jiess, live }rtri einkennin voru greinileg. Var þá um að ræða litla discusprolapsa, er lágu svo utarlega í for. intervertebralis, að aðeins rótin varð fyrir þrýst- ingi, án þess að dura kæmi þar til greina. Hitt kom einnig fyr- ir, að myelographian var já- kvæð, en enginn discusprolaps eða æxli fundust við laminec- tomiuna. Slikt hefir einnig tví- vegis komið fyrir mig hér heima. Lipiodolmyelographia er því langt frá því að vera óskeikul rannsóknaraðferð, Jiegar um discusprolaps er að ræða. Lipiodolið var i byrjun tal- ið algerlega skaðlaust fyrir sjúkl., en brátt komu upp radd- ir um það, að það væri ekki eins saklaust og æskilegt væri. Eftir fordæmi Ameríkumanna var því brátt tekin upp sú regla i Stokkhóhni, að tæma út lipio- dolið eins fljótt eftir myelo- graphiuna og unnt var. í þeim tilfellum, sem skorin voru, var olían tekin út um leið og að- fferðin var gerð, en i hinuin til- fellunum var lipiodolið tæmt út gegnum troicart, sem borað var gegnum sacrum inn í botn- inn á durasekknum. Þetta tókst oftast sæmilega, en oft vildi þó eitthvað verða eftir af olí- unni. Þrátt fyrir þessa vark- árni að tæma út olíuna, koniu þó fyrir á Vfa, á þeim árum, sem ég var þar, þrú tilfelli af arachnoiditis, sem var álitinn liafa orsakazt af lipiodoli. Öll- um þessum sjúklingum leið mjög illa, og voru algerlega örkumla, sennilega til æfiloka. Þessi óhöpp urðu til þess, að dregið var úr notkun myelo- graphiunnar og hún notuð ein- göngu í vafatilfellum. Ekki virtist þetta skipta miklu um greiningu sjúkdóms- ins, því að rangar diagnosus virtust koma álika oft fyrir i þeim lilfellum, þar sem myelo- graphia hafði verið gerð og i hinum, þar sem eingöngu hafði verið stuðzt við ytri skoðun. Þrátt fvrir þetta, væri mjög æskilegt, að hægt væri að gera mvelographia i flestum til- fellum af discusproplaps, sem á að skera burtu, þótt hægt sé að greina sjúkdóminn án henn- ar. Ef aðgerðin er gerð án my- elographiu, verður maður að vera reiðubúinn að kanna tvö, jafnvel þrjú intervertebralbil, en m.eð myelograpliiu er hægt að fá vísbendingu um, hvar prolapsinn er, og gerir það að- gerðina óneitanlega allmikið einfaldari. Það er því mikils

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.