Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 30
54 LÆKNABLAÐIÐ sársaukalausar, þegar hnéð er beygt samtímis því að mjöðm- in er flecteruð. Eitt þýðingarmesta einkenn- ið á rótarkompression er trufl- un á Aclhlles- eða patellarre- flexinum, þó einkum þeim fyrr- nefnda. Truflunin er alltaf i því fólgin, að reflexinn er minnkaður eða horfinn, aldrei aukinn. Til þess að ganga lir skugga um, hvort um truflun á Acliilles-reflexinum sé að ræða, þarf að athuga hann mjög vandlega, og er sjúkl. þá látinn krjúpa á stól eða hekk með fæturna yfir kantinn. Þá og því aðeins er hægt að verða var við vægar breytingar á re- flexinum. Truflun á reflexin- um finnst ekki nærri alltaf, þótt um discusprolaps sé að ræða. Algengust er hún, ef pro- lapsinn er milli fimmta lenda- og fyrsta spjaldliðar, en sjald- gæfari eftir því sem prolapsinn er ofar. Annað mikilvægt einkenni finnst alloft, en þó engan veg- inn alltaf.. Það er truflun á snerti- og. sársaukaskyninu á utanverðum fætinum, sérstak- lega á malleolus lateralis og iarkanum, þ. e. á innervations- svæði nervus suralis, — •" liann á upptök sín í fimmtu lendarótinni og fyrstu spjald- rótinni. Þá er enn eitt einkenni, sem Ameríkumenn telja sér- staklega mikilvægt og álíta vera öruggt einkenni um disc- 6. mynd. (Úr: Craig, W. Mck. and Wals, M. N.:J. Bone Surg., 1941, 23: 417^34). —Myndin sýnir niðurstöður Craig og Walsh á athugunum á tíðni og' tegund reflexbreytinga við discus- prolabps, sem situr á milli L III— L IV, L IV—L V og L V—S I. prolaps, en það er einskonar afbrigði af Queckenstedt prófi. Þetta próf er gert þannig, að þrýst er á hálsvenurnar eins og við Queckenstedt en allt upp i 10 mín. og án þess að lumpalpunctur sé gerð sam- tímis. Ef um discprolaps er að ræða, fær sj. aukinn verk út í mjöðmina og niður í fótinn, þegar þrýst liefir verið á ven- urnar í nokkrar mínútur. Mín reynsla af þessu prófi er sú, að það sé alls ekki jákvætt í öll- um tilfellum discusprolaps. Hinsvegar liefir það ekki verið jákvætt í neinu af þeim tilfell- um, sem ég hefi gert laminec- tomia á án þess að discus- prolaps hafi fundizt. Ég vil ljúka þessum lestri um discusprolapseinkennin með því að skýra frá tveim tilfell-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.