Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 28
52
L.Æ K N A B L A Ð I í)
Jafnframt því, a'ð verkurinn
færist niður í fótinn, fer sjúkl.
að finna til stingandi sársauka
í bakinu eða fætinum, þegar
liann hóstar eða hnerrar, eða
þegar hann rembist, t. d. við
hægðir. Sjúkl. lýsa þessu
stundum mjög átakanlega, t. d.
„eins og stungið væri glóandi
járni i bakið“ eða „eins og risl
væri niður eftir öllum fætin-
um.“
Alloft kvarta sjúklingarnir
um dofa í veika fætinum. Þessi
dofatilfinning, sem stundum er
eins og náladofi, stundum
„eins og fóturinn sofi“ og
stundum einungis minnkuð til-
finning við snertingu, er alla-
jafna hundin við utanverða
ristina, jarkann og malleolus
lateralis. Einstöku sinnum er
dofatilfinning upp eftir öllu ut-
anverðu lærinu. Sjaldan verður
þessarar dofatilfinningar vart
fvrr en á seinni skeiðum sjúk-
dómsins.
Einstöku sinnum kvarta
sjúkl. um óþægindi frá blöðru,
svipuð eins og við væga blöðru-
hólgu.
Eins og áður er sagt, hyrja
discusprolaps-einkennin með
ýmsum hætti. Einstöku sinnum
koma þau í ljós við áverka eða
mikla áreynslu, sem veldur þvi
að liryggurinn verður fyrir
snöggri sveigju eða þrýstingi
cranio-caudalt. T. d. minnist
eg tveggja tilfella, þar sem
2 menn háru þungan planka
á herðum sér. Annar þeirra
missti sinn plankaenda hinum
að óvörum, og kom þá allur
þungi plankans snögglega á
lierðar honum, en við það fékk
hann mjög sáran sting í bakið
og' upp frá því greinileg disc,-
prolaps-einkenni. Alloft hyrj-
ar bakverkurinn skyndilega, er
sjúklingurinn lyftir þungum
Iilut, og stundum nægir það eilt,
að hann beygi sig snögglega.
t. d. til þess að taka eitthvað
upp af gólfinu. Algengast mun
þó vera, að í hyrjun séu óþæsr-
indin smáverkir í mjóhaki, sem
sérstaklega verður vart við
vissar hreyfingar. Verkur þessi
eykst svo smám saman, færisl
út í aðra hvora mjöðmina og
niður eftir fætinum, eins og
áður hefir verið lýst.
Sú sjúkdómsmynd, sem ldas-
ir við, er maður skoðar sjúk-
lingmeð discusprolaps á allháu
stigi, eða — eins og varlegra
er að orða það — með rótar-
kompression í regio lumhalis,
er mjög greinileg og furðu lít-
illar fjölhrevtni gætir frá einu
tilfelli til annars. Að vísu eru
einkenni nokkuð hreytileg eft-
ir því, Iivaða rót hefir orðið
fyrir áverkanum, en þess gætir
þó lítið i aðalatriðum.
Áður en eg lýsi þessum ein-
kennum nánar, mun ég í stuttu
máli rekja venjulega skoðun
á hrygg og ganglimum. Fvrst
er athugað, hvernig sjúkling-
urinn her sig, hvernig hann