Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.03.1946, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 43 næmur fyrir. Ekki fannst mér eg liafa neitt gagn af þessari aðferð og liefi alveg liætt við hana síðan. Iiún er töluvert umstangsmikil, og þótt sjúk- lingarnir vilji allt til vinna, þá þrevtist maður á þvi að halda þessu áfram, þegar maður fær engan tilsvarandi áraugur. Þá er eitt í sambandi við þelta, sem er ástæða til þess að geta um. Sjúklingur, sem er ofnæmur fyrir einum ákveðn- uin hlut, livort heldur er í gegn um öndunarfærin eða melting- arfærin, getur fengið fullan hata, ef liann er ekki lengur útsettur fyrir það efni, sem hann er ofnæmur fyrir. En þess ber að gæta, að ef liann er útsettur fvrir efni, sem eru skyld, liættir lionum til þess að verða ofnæmur fyrir þeim, þótt liann sé það ekki á gefnu timabili. Sem praktiskt dæmi skal eg nefna konuna, sem var svo afskaplega ofnæm fyrir köttum. Þessi kona spurði mig að því, livort lienni væri ekki óliætt að fá sér livolp, því að hún vildi gjarnan hafa eitt- hvert dýr á heimilinu. Eg réð lienni alveg frá þvi. Og það gerði eg áður en eg liafði próf- að liana. En hörundsprófið sýndi að hún var töluvert mik- ið næm fyrir hundum. Það hefði nefnilega fastlega mátt búast við því, að ef þessi kona liefði verið daglega útsett fyrir liund og liundshár, að þá hefði ofnæmið fyrir því aukist stöð- ugt uns hún hefði fengið asthma af því lika. Sama gild- ir um aðra liluti. T. d. getur maður sem er næmur fyrir fiski en ekki fyrir liumar orðið góður með því að hætta að borða fisk, en ef liann borðar krabba rækjur eða slíkt má ganga að því vísu, að hann verði næmur fyrir því líka. Loks skal ég geta þess, fyr- ir þá, sem kynnu að hugsa sér að fást við þessar rann- sóknir, að ástæða er til að liafa fulla varfærni við, þar sem um mjög næma sjúklinga er að ræða. Sjúklingar eins og tveir þeirra, sem eg liefi liaft með að gera, annar sem var mest næmur fyrir fiski og liinn fyrir köttum, eru svo óskap- lega næmir, að það má mjög mikið vara sig á því að gera hörundspróf á þeim. Ef það er gert með þeim vanalegu al- lergenum, sem notuð eru til þess, án þess að nokkur sér- stök varfærni sé höfð við, má búast við að þeir fái svo svæsn- ar reactionir, að þeir geti orð- ið fárveikir og jafnvel dáið af því. Ef maður er viss um að sjúklingurinn sé ofnæmur og afskaplega næmur fyrir ein- hverjum ákveðnum lilut, þyk- ir mörgum læknum vissara að prófa alls ekki fyrir því. En i flestum tilfellum er óhætt að prófa fvrir þvi, með þvi að þynna antigenið svo og svo

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.