Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1954, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.01.1954, Blaðsíða 22
52 LÆKNABLAÐIÐ mikilli orðgnótt og sannfær- ingarkrafti. Geðsmunirnirvoru miklir og lcenndi þar bæði hörku og blíðu. Þegar honum rann í skap, þá gal hann verið hvass í tilsvörum, en fyrirgaf fljótt það sem honum þótii smámunir. Honum var ekki lagið að erfa þótt honum þæífi miður. Hann var mildur i dóm- um um menn og málefni, því hugsunin var í senn hlutlæg og víðsýn. Lundin var viðkvæm og þekktu kunnugir til hliðu og einlægni barnssálarinnar. Hann fann sárt lil með þeim, sem máttu sín miður og voru illa leiknir i lífinu og tók rnál- stað þeirra hvenær sem með þurfti. Afstaða hans til livers máls markaðist af ríkri rétt- lætiskennd og virðingu fyrir persónu einstaklingsins. Þetta setti svij) á alla umgengni lians við náungann, hún var fáguð, hispurslaus og einlæg, en um leið einörð. Honum var rnanna auðveldast að vinna liugi fólks og ná trausti þess við fyrstu kynni. Einstaklingseðlið var ríkt í honum, hann mat mikils atorku og framtakssemi, þegar fylgdi drengskapur i leilc, en fyrirleit liræsni og vfirdreps- skap og hæddist að þeim, sem hreyktu sér á tildri. Persónan var öll aðsópsmikil og fram- koman heillandi. Mönnum leið vel i nærvist Bjarna, því lion- um fylgdi alltaf hressandi blær, gleði og velvilji. Iiann átti þann dásamlega eiginleika að sjá hversdagslega atburði í skemmtilegu ljósi og frásagn- argáfan var þannig, að unun var á að Jilýða. Hann var orð- heppinn, vel fyndinn, humor- inn að visu oft persónulegur, en þó eklci særandi. A mann- fundum var hann lirókur alls fagnaðar og í vina hópi þótti bekkurinn ekki fullsetinn, ef Bjarni var fjarri. Þegar góðir vitsmunir, dreng- lyndi og lieillandi glaðværð fara saman, þá fer ekki hjá þvi, að þeim sem býr yfir þeim eiginleikum verði gott til vina. Bjarni átti þessa kosti í ríkum mæli, enda var liann mjög vin- sæll maður og vinmargur. Hann var trvggur vinum sín- um. Mildi og sanngirni forðuðu bonum frá því að eignast ó- vini. Ég veit ekki til þess að hann hafi átl nokkurn. Það væri háðung við minn- ingu Bjarna ef því væri gleymt, að hann átli sínar geðveilur eins og aðrir dauðlegir menn. Hann gat borið liátt þar eins og á öðrum sviðum, en hann bar manndóm til þess að þekkja og viðurkenna sina eigin bresti og var óspar á sjálfsgagnrýni við vini sína. Þó hann bæri af öðrum mönnum á sviði vits- munalífs og tilfinningalífs, þá skorti tilsvarandi yfirburði á ýmsum sviðum viljalífsins. Við skál var hann allra manna glaðastur, og einmitt frá þeim stundum eigum við samferða- mennirnir einna ógleymanleg-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.