Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1954, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.01.1954, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 55 Þegar Bjarni settist að í Reykjavik haustið 1945, þá lilóðst strax á hann mikil vinna, sem fór jafnt vaxandi. Það var eins og bæði fólkið og kollegar kepptust um að sýna lionum traust. Hann hafði ánægju af almennum praksís, þó að sú vinna yrði honum lielzl lil tímafrek, en praksis var ekki hægt að telja aðalstarf lians. Höfuðverksviðið var St. Jósefs spítali, en þar hóf liann vinnu á öndverðu ári 1946. Það urðu honum nokkur vonbrigði, að engin skilyrði voru hér á landi lil þess að operera sjúklinga með heila- æxli, svo þá varð hann að senda frá sér, en liins vegar gerði liann allar aðgerðir á mænu sem til féllu. Hann varð fyrstur manna liérlendra til þess að gera prefrontal lobo- tomi og aðgerðir á ósjálfráða taugakerfinu við hypertensio arterialis, fyrst ad mod. Pcet, en seinna ad mod. Smithwick. Gynækologi var mikill þáttur i spitalastarfi hans, en auk þess liggur eflir hann fjöldi að- gerða, sem teljast til almennra skurðlækninga. Það gefur nokkra hugmynd um afköst Bjarna á St. Jósefs spítala þeg- ar þess er gætt, að þar vistaði hann árlega nálægt 200 sjúk- linga, og ennfremur, að aulc vinnunnar við eigin sjúklinga, þá aðstoðaði hann nærri dag- lega einhvern starfshræðra sinna á spítalanum við skurð- aðgerðir. Með þeim læknum, sem vinna á St. Jósefs spítala er góð samvinna, þannig, að hver leitar til annars, þegar úr vöndu er að ráða. Það var mik- ið leitað lil Bjarna, þvi alltaf var góðrar úrlausnar von af lians ráðum. í þeim samtölum, sem þessu fylgdu, kom í ljós lækniseðli lians, kunnátla, heil- brigð dómgreind og hyggjuvit. Menn þurftu ekki að þekkja Bjarna Oddsson mikið til að verða þess varir, að hann var hamingjusamur maður. Lifs- hamingju sina fann hann í einkalífi sínu, i lífsstarfinu og i liópi góðra vina. Það bezta, sem lífið gaf honum, fullyrti liann oftsinnis, var Asta, kon- an hans. Þau bundust heitum á síðasta háskólaári hans og giftust er hann hafði lokið prófi. Þau eignuðust 4 syni. það var alltaf gestkvæmt á heiinili Bjarna og Áslu, því þangað lágu gagnvegir margra vina. Hlýjan og velvildin í handartaki þeirra beggja, hið létta og brosandi viðmót, gerði það að verkum, að gesturinn fann að hann var velkominn, þótt liann hæri að garði óboð- inn. Iivort sem talið barst að alvarlegum efnum eða léttvæg- um, þá brást ekki, að maður kvaddi í l)etra skapi og með heilbrigðari viðhorf gagnvart lifinu en þegar maður kom. Hinir mörgu vinir þeirra eru

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.