Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1954, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.01.1954, Blaðsíða 29
L Æ K N A B L A Ð I Ð 59 beðið við það verulegt tjón. Síðastliðið haust lét stjórn L.í. fjölrita úrskurð félagsdóms og sendi hann til þeirra, sem ekki höfðu orðið orlofsréttinda að- njótandi. Munu þeir nú vera að semja við Tryggingarstofnun- ina um þetta mál. Fyrirsvars- menn trygginganna vefengja ekki orlofsréttinn, en telja að sjúkrasamlögunum sé með úr- skurðinum í sjálfsvald sett, hvort þau greiða læknum or- lofsfé eða sjá samlagsmönnum þeirra fyrir læknishjálp meðan á orlofi stendur, læknunum að kostnaðarlausu. Nokkrir lækuar hafa vakið máls á því, að þeir eigi rétt til orlofsbóta fvrir liðin ár allt frá þeim tíma er úr- skurður lelagsdóms var upp- kveðinn. d'ryggingarstofnunin neitar með öllu að fallast á þennan skilning. Formaður L.í. hefur leitað álits þekkts lög- fræðings í þessu efni og taldi hann málarekstur vegna orlofs- fjár langt aftur í tímann von- lítinn enda munu kaupkröfur firnast á 4 árum. Kröfur um or- lofsfé fyrir hin síðari árin taldi hann og vonlitlar nema fyrir árið 1952 þegar krafan var bor- inn fram. Gat hann um hæsta- réttardóm í áþekku máli skoð- un sinni til stuðnings. I október sl. ræddi formaður L.I. við landlækui um það hvorí ekki væri ástæða til að flytja i hærri launaflokk nokkur lækn- ishéruð, einkum þar sem heilsu- gæzlustöðvar væru eða ættu að taka til starfa og þar sem auk héraðslæknisins væru prakti- seraudi læknar. Mun og tekið fram í launalögunum að skipt- ing héraðanna í flokka sé end- urskoðuð á nokkurra ára fresli. Landlæknir tók þessari mála- leitan mjög vel og lagði til við ráðuneytið að nokkur héruð vrðu færð í hærri launaflokk. Stjórn L. I. lýsti sig samþykka tillögum landlæknis. Nýlega var mér tjáð að búið væri að ganga frá þessu endanlega. 13. maí 1952 var gefin út reglugerð um sölu áfengis til lækninga. Munu allir læknar nú orðið kannast við það plagg og fáir að góðu. Ekki fékk stjórn L. 1. vitneskju um reglugerðina fyrr en liðið var fram á haust og óskaði þá formaður þess að hún yrði tekin til umræðu i Læknafélagi Reykjavíkur. Var l>að gert á nóvemberfundi fé- lagsins. Var óánægja mjög al- menn yfir reglugjörðinni og mælti enginn henni bót utan lyfsölustjóri, sem einn kvaðst bera ábyrgð á henni. Var kosin þriggja manna nefnd á fundin- um til þess að ræða við lyfsölu- stjóra og leita lagfæringa á verstu annmörkunum. Þær um- ræður háru lítinn sem engan árangur. Eins og þeir muna, sem lesið hafa fundarboðið, er Lækna- blaðið á dagskrá aðalfundar. Þarl' L. I. mjög á aðstoð Lækna- blaðsins að halda, til þess að koma tilkynningum til félags-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.