Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1954, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.01.1954, Blaðsíða 28
58 LÆKNABLAÐ IÐ að t. d. með kvittun frá bifreið- arstjóra fyrir greiðslu á að- keyptum akstri. Taldi félagið nokkur vandkvæði á að semja um fasta dagpeninga vegna þess að bifreiða þörf lækna væri svo misjöfn og þyrfti því að flokka lækna eftir því. Mér er kunnugí um að læknum hefur oft láðst að leita til tryggingarfélaganna og fara fram á bætur, en slíkl getur verið varbugavert og skapað þá hefð að tjón sé ekki bótaskylt. Ég geri ráð fyrir að aðalfund- ur skipi nefnd til þess að semja við tryggingarfélögin og sýnd- ist mér það góð lausn á málinu ef læknar fengju greiddan að- keyptan akstur meðan stendur á viðgerð liifrciðar vcgna ölui- slyss. 1 apríl 1952 vakti stjórnin máls á því við beilzugæzlu- stjóra að læknum utan Reykja- víkur, sem samið befðu um fastagjald við Tryggingastofn- unina, yrði á því ári greiddar vísitöluuppbætur umfram 23 stig. Rökin fyrir þessari mála- leitan voru fyrst og fremst stór- lega aukinn tilkostnaður lækna og svo bitt að Sjúkrasamlag Reykjavíkur hafði fallizt á verulega hækkun. Rað stjórnin lieilsugæzlustjóra að atbuga málið og ræða síðan við fulltrúa félagsins. S.l. haust bauðst Tryggingarstofnunin lil þess að mæla með því að sjúkrasamlög- in á Sauðárkróki, Rlönduósi, Bolungarvik, Stykkishólmi og Patreksfirði greiddu læknum vísitöluuppbót er næmi 20% af gildandi kaupgjaldsvísitölu um- fram 23 stig. Stjórn L. 1. fór fram á hærri uppbætur en ár- angurslaust. Sögðu forráða menn Tryggingarstofnunarinn- ar, að þeim læknum sem ekki vildu ganga að þessu stæði su leið opin að segja upp gildandi samningum og taka greiðslu samkvæmt gjaldskrá héraðs- lækna. Hins vegar bauðst Trygging- arstofnunin til þess að greiða læknum í Hafnarfirði og á Ak- ureyri vísitöluuppbót er næmi 50% af vísitölu umfram 23 stig og læknum i Vestmannaeyjum, Isafirði, Keflavík, og Akranesi 30%. Hálft vísitölustig eða meira skyldi hækkað í lieilt en minna falla niður. Þyrfti að vinda bráðan bug að því að samræma samninga lækna utan Reykjavíkur viö Tryggingarstofnunina. Við þá sanminga þyrftu að mæla full- tniar frá svæðafélögunum. Arið 1944 var borið undii félagsdóm deilumál L.R. og S.R. um það, hvort læknar ættu réti á orlofi. Hafði Læknafélagið krafizt orlofsf jár en Sjúkrasam- lagið synjað. Crskurður lelags- dóms gekk læknum i vil og hal'a Reykjavíkurlæknar auk nokk- urra annara síðan notið góðs ai úrskurði þessum. Nokkrir lækn- ar, sem vir.tust hafa ótvíræð orlofsréttindi hafa þó farið a mis við orlofsfé í öll þess ár og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.