Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1954, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.01.1954, Blaðsíða 30
60 LÆKNABLAÐIÐ manna og mikilsvert verður það að teljast fyrir stéttina í heild að blaðið sé sem bezt úr garði gert. Stjórnin samþykkti að mæla með því að gengið yrði til sanminga við L. R. um að L. I. stæði framvegis að útgáfu Læknablaðsins, annað bvort eitt sér eða í íelagi við L. R. og hallast flestir að síðari lausn- inni. Leggur stjórn L. 1. til að félagið greiði liluta af skuld ldaðsins við Félagsprentsmiðj- una, el' samningar takast við L. R. Þá kem ég að Ekknasjóðnum. Hann hefur aidcizt verulega að krónutali, mest fyrir framíög og minningargjafir lækna i Reykjavík, en stéttin í lieild hefur ekki unnið að eflingu hans sem skyldi. Sjóðurinn er því enn næsta lítils megnugur og er það ekki vansalaust fyrir stétt- ina. Má geta þess að ekkjur hér- aðslækna hafa ekki síður en aðrar orðið styrkja aðnjótandi úr sjóðnum, þó að upphæðirnai hafi verið minni en skyldi vegna getuleysis sjóðsins. Stjórn L. I. vill því leggja til að framvegis greiði allir gjaldskyldir félagar kr. 100.00 í ekknasjóð á ári. Ár- gjald félagsmanna verði kr. Ö00.00: kr. 100.00 til sjóðsins kr. 100.00 fyrir Læknablaðið, en það mun vera kostnaðarverð þess, og loks kr. 100.00 til fé- lagsþarfa. Á aðalfundi skal kjósa full- trúa á þing R.S.R.R. Undan far- in ár hafa allir félagar L. I. tal- izt aðilar að þeim samtökum og tala fulltrúa við það miðuð. Þessu fylgja nokkur útgjöld fyr- ir félagið, sem ekki bæri að horfa í, ef hagur væri að sam- tökunum fyrir stéttina i heild. Stjórn félagsins lítur svo á að praktiserandi læknar hafi sára- lítinn hagnað af aðild að banda- laginu, og vill stjórnin því leggja til að aðeins þeir læknar, sem eru fastir starfsmenn hjá ríki eða hæjarfélögum teljist að- iljar handalagsins. Eðlilegt va;n að L. R. léti í ljós álit sitt á þessu máli, en svar hefur ekki borist frá félaginu þó að þess væri óskað. Nýlega hefur stjórn L.I. borizl frumvarp til sóttvarnarlaga, sem landlæknir hefur samið og' lagt mun verða fyrir næsta al- þingi. Er þar gert ráð fyrir að ríkissjóður heri kostnað af sótt- varnareftirlitimeðflugförum og millilandaskipum, öðrum en fiskiskipum. Islenzk skip og flugför munu þá að sjálfsögðu njóta sams konar fríðinda er- lendis. Tekið er fram að greiðsla til héraðslækna og horgarlækn- is í Reykjavík vegna sóttvarna þeirra, sem ríkið stendur straum af verði samkvæmt gjaldskrá héraðslækna, en aðrir Iæknar, sem kynni að verða falið að annast sóttvarnir, fái greitt eftir öðrum taxta, sem þó er ekki nánar skilgreindur. Stjórn L. I. hefur senl rétta boðleið athuga- semdir varðandi þóknun fyrir starfið, sem henni þótti alltof

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.