Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1954, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.01.1954, Blaðsíða 33
LÆKN AtíLAÐlÐ 03 Ræddu nefndarmenn verk- efnið allítarlega og komust að eftirfarandi niðurstöðu. Eins og nú til hagar, þá hefur viss verkaskipting þegar átt sér stað og þykir nefndinni í alla staði heppilegt og sjálfsagt, ao sú verkaskipting haldi áfram.á sama hátt og hingað til. Það, sem hér cr átt við er: 1) Skurðaðgerðir í brjóstholi eða í gegnum það fara nú þegar eingöngu fram í Landsspítal- anum, er einn hefur aðstöðu til slíkra aðgerða, þar eð hann er eini spítalinn, sem hefur á að skipa svæfingalækni. 2) Meiri háttar plastiskar að- gerðir á brjóstvegg vegna lungnaherkla hafa nú um langt árabil aðeins verið framkvæmd- 'ar á Akureyrarspitala og því meiri reynsla þar í þess háttar aðgerðum en nokkurs staðar annars á landinu. 3) Aðgerðir á heila og mænu hafa hérlendis sem næst ein- göngu verið gerðar á St. Jósefs- spítala í Reykjavík undanfarin ár, er einn hefur sérfræðing á því sviði. Að öðru leyti l'innst nefndar- mönnum, að æskilegt væri að beina í sem fæsta staði cancer í rectum og neðsta hluta colons. Aðgerðir héraðlútandi eru með stærstu aðgerðum og krefjast mjög góðra skilyrða með tilliti til svæfingar, blóðgjafa og ann- arar aðstoðar. Þó telur nefndin einnig æski- legt, að höfuðslysum, þar sein um er að ræða sköddun á heila eða heilalnii, sé beint eftir því, sem áslæður leyfa til þcss eina sérfræðings í taugahandlækn- ingum, sem völ er á, þ. e. í St. Jósepsspítala í Reykjavík. — Að öðru leyti en sem hér hefur verið talið, finnst nefnd- inni ekki ástæða til að svo stöddu að ráða til frekari af- skiptá af verkefnaskiptingu meðal handlækna. Til máls tóku auk frumæl- anda: Guðm. K. Pétursson og Kristinn Stefánsson. Erindi: Virussjúkdómar hér- lendis. Þá flutti Björn Sigurðsson, forstöðumaður Tilraunastöðv- ar Háskólans í meinafræði, er- indi um virussjúkdóma hér- lendis. Að erindinu loknu tóku til máls: Baldur Johnsen og Jóhann Sæmundsson og báru fram nokkrar fyrirspurnir, ei frummælandi svaraði. Fundi var síðan frestað td kl. 20,30. Erindi: „Blodets koagulasjon og- antikoagulasjonsbehandl- ingen.“ Erindi þetta flutti dr. P. A. Owren, prófessor í Osló, sem kom í boði félagsins til að flytja erindi á þinginu. I umræðum tóku síðan þátt: Óskar Þ. Þórðarson, Bjarni Konráðsson, Jóhann Sæmundsson, Kristinn Stefánsson, Torlæn Geill og Valtýr Albertsson auk frum-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.