Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1954, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.01.1954, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 61 lág fyrir svo ábyrgðarmikið starf sem sóttvarnir (6 eða 12 kr. fyrir ferð út í skip), en hafði að öðru leyti ekkert við frum- varpið að atliuga enda mun læknadeild einnig hafa verið því samþykk. Stjórn L. í. lekk þekktan mál- fræðing til þess að yfirlíta lög félagsins og voru að lians ráði gerðar á því nokkrar orðalags, en engar efnisbreytingar. Með þeim leiðréttingum voru lögin síðan fjölrituð og geta læknar fengið eintak af lögun- um til athugunar. Annars mun ritari félagsins gera nánari grein fyrir þessum lagfæringum. A síðasta læknaþingi var kosin nefnd þriggja lækna til þess að yfirlíta og ef með þyrfti gera breytingartillögur á codex ethicus til samræmingar við „Internátional Code of Medical Etics“, sem félagið er aðili að. Mun sú nefnd gera grein fyrir störfum sínum. Þá er gert ráð fyrir að skurð- læknanefndin geri grein fyrir störfum sínum. Undanfarin ár hafa læknar að jafnaði sloppið við að greiða ferðaskatt af farareyri þcim, sem fjárhagsráð hefur veitt þeim leyfi fyrir, ef yfirlýsing kom frá L. I. um að tilgangurinn væri frekari menntun í lækn- isfræði. Einstaka sinnum fór þó fjárhagsráð ekki eftir til- lögum félagsins og varð af þvi nokkur rekistefna, sem endaði með því, að einum lækni mun liafa verið endurgreiddur ferða- skatturinn. Kom það mál til kasta fjármálaráðuneytisins. Þar var sú ákvörðun tekin, að hér eftir skyldu læknar greiða til bráðabyrgða ferðaskatt af gjaldeyrisleyfum, cn fá hann endurgreiddan við heimkomu, cf þeir sendu heilbrigðisstjórn- inni skýrslu um ferðina og til- gang hennar. Þó fékkst vilyrði fyrir því að læknar slyppu al- veg við að greiða skattinn, ef þeir færu utan til lengri dvalar, svo að umverulega fjárhæðværi að ræða, en umsókn um þá undanþágu skyldi sendast fjár- málaráðuneytinu. Kom á dag- inn að til þess hafði verið ætlast frá byrjun þó að annaðyrðiofan á í framkvæmd. Stjórn L. 1. gat eftir atvikum sætt sig við þessi málalok, enda árangurslaust að deila um það við dómarann. Frá sjónarmiði ráðuneytisins er líka eðlilegt, að þeir sem gjald- eyrisfríðinda njóta geri nokkra grein fyrir ferðum sínum. Félaginu hafa borizt allmarg- ar tilkynningar um læknamót erlendis og hefur þess jafnan verið getið í Læknablaðinu. A vegum alþjóðalæknafélagsins verður nú í sumar haldin i London „World Conference on Medical Education.“ Stjórn L. I. hafði hug á því, að fulltrúi frá félaginu mætti þar. Af þessu verður þó líklega ekki, en dr. Helgi Tómasson mun mæta þar á vegum Háskóla Islands og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.