Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 15
I L /E K N A B L A Ð I Ð 87 reserpin. Það var á síðari hluta 1(5. aldar, að þýzkur læknir og grasafræðingur, Leonard Rau- wolff gerði athuganir á lækn- % ingajurtum á Indlandi. Þar fann hann m. a. þá jurt, sem nefnd hefir verið eftir honum Rauwolffi/a serpentina. Þessi jurt hefir v.erið notuð til lækn- inga á Indlandi í margar ald- ir af alþýðu manna og einnig í Evrópu, að því er sagt er, en það er ekki fvrr en á þessari öld, að gildi hennar var rann- sakað vísindalega og farið var að nota hana sem viðurkennt læknislyf. í Indlandi hefir hún verið notuð þannig siðan 1940 og í U.S.A. síðan 1950. Við rannsókn á hinu virka efni jurtarinnar, sem unnið ,er úr rótuni hennar, kom í Ijós, að í jurtinni er um mörg alkaloid að ræða, en það, sem máli skiptir, hefur verið nefnt re- serpin. Það var einangrað og kom á markaðinn 1952.. Verk- anir reserpins eru róandi, minnkuð „emotional reactio“. bradvcardia og lækkuð tensio arterialis. Við stóra doses, og þá einkum, ef þeir eru notaðir til lengdar, koma fram auka- verkanir: nefstífla, örar hægð- ir, stundum diarrhoe, martröð, fótaverkir, dyspnoe og jafnvel lethargia og depressio. Séu doses minnkaðir eða liætt um stund, hverfa aukaverkanirn- ar. Menn liafa komizt að raun um, að róandi verkun reser- pins er annars eðlis en ph,ene- mals og annarra barbitursýru- lvfja og vitanlega hefir verið reynt að finna og skýra verk- unarmáta þess. Það þykir sannað, að reserjjin verkar á autonoma taugakerfið, en verkunin er ekki i ganglia, heldur central, og það kem- ur heim við þá staðreynd, að reserpin veldur ekki stellingar hypotensio eins og methoni- umsamböndin. Eftir því sem næst verður komizt enn s,em komið er og tilraunir benda lil, er aðsetur verkunarinnar í hypothalanius, en þar eru centra fyrir sympatliicus og parasympathicus. Sú kenning hefir komið fram, að svefninn orsakist af starf'i parasym- pathici, þannig að liann stöðvi starf sympatici og þetta fer fram í centra þeirra í hypotha- lamus. Það virðist þá koma h,eim og saman, að reserpin, sem einnig virðist draga úr starfsemi sympathici, verkar róandi og styður að svefni. Eo það verkar ekki narkotiskt, jafnvel í stórum skömmtum. Það verkar liæði oralt og paren teralt. Það veldur ekki aukinni tolerantia og ekki ávana, að því er sagt ,er. Það hefir áhrif bæði við renal og genuin hvp- ertensio, en ekki eins öflug og methoniumsamböndin.Þessber sérstaklega að geta, að reserpin verkar seint. Bati kemur ekki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.