Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 24
96 L Æ K X ABLAÐIÐ með langvarandi sár og fram- leiða penisillínase sjálfum sér og öðrum sýklum til varnar. Sýklar geta orðið ónæmir fyr- ir penisillíni a. m. k. með þrennu móti: Þeir taka að mynda enzym, penisillínase, sem klýf-- ur penisillín í óvirk efni. Þeir útiloka þau enzym, sem penis- illín bindur, frá efnaskiptum sínum og verða þannig óháðir verkunum þess. Báðir þessir eiginleikar geta komið fram hjá sama stofni. Loks geta þeir vanizt á penisillín, þannig að það örvi vöxt þeirra. Sýnt hefur verið, að slíkt getur átt sér stað um staphylokokka. Penisillín með geislavirkum brennisteini hefir verið notað til ]æss að rannsaka áhrif á staphylokka. Með því að mæla geislaverkun penisillínnæmra staphylokka el'tir að slíkt penisillín hefir verkað á þá, hefir komið í ljós að 10 molekul af penisillíni er nægilegt til að drepa cina hakteriu. Enda þótt penisillín sé svo mjög sýkla- eyðandi, þá er það minnst eitr- að fyrir menn af öllum þeim antibiotíka, sem nú eru þekkt. Áður var tekið fram, að penisillín verkaði aðallega á gram -f- sýkla, en nýlega hefir tekizt að framleiða sérstaka tegund af penisillíni, sem verk- ar líka á gram, h- stafi. Það væri mikill fengur að fá nýja tegund af penisillíni, sem héldi öllum gömlu kostum þess efnis, og hefði auk þcss vítt verkunar svið, en eftir er að vita, livort aukin eituráhrif fylgja þessum nýja eiginleika. Stireptomycín: Streptomycín verkar á sömu tegundir sýkla og penisillín, en auk þess á marga gram h- stafi, en fræg- ast er það fyrir verkanir sínar á M.tuberculosis. Næmi sýkla fyrir streptomycíni er óháð næmi þeirra fyrir penisillíni. Allir sýklar geta auðveldlega orðið ónæmir fyrir strcpto- mycíni bæði in vitro og in vivo. T.d. getur B. coli og aðrir gram -f- stal'ir orðið ónæmir fyrir streptomycíni eftir að sjúklingur hefir fengið lyfin í aðeins 1- 2 daga. Ónæmi þetta virðist geta breytzt þannig, að sami stofninn verði á ný næm- ur fyrir lyfinu síðar. Stundum vill svo vel til, að sýklar missa virlulens um leið og þcir verða ónæmir fyrir streptomycíni. Sýklar geta vanizt á strepto- mycín og orðið háðir því, þannig að þeir vaxi alls ekki nema það sé fyrir hendi. Ef meningokokkum, sem algerlega eru háðir streptomycíni in vitro, er sprautað í hvítar mýs, hverfa sýklarnir fljótt og mýsnar veikjast ekki. Sé hins vegar dælt í mýsnar strepta- mysíni samtímis meningo- kokkunum eða rétt á eftir, þá fá mýsnar sepsis og drepast. Fyrir slíka meningokokka er streptomycín ekki skaðlegt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.