Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 29
t. Æ K N A B L A Ö I Ö 101 nokkrar hættur. Sýklar geta orðið ónæmir fyrir þeim þann- ig, að meðferð síðar beri ekki árangur, máske þegar meira liggur við. Sjúklingar geta orðið ofnæmir fyrir antibiotika eða verið það áður og fengið mismunandi alvarlegar ofnæm- issvaranir. í slíkum tilfellum geta hin skaðlegu áhrif lyfjanna verið mun verri viðfangs og jafnvel miklu hættulegri en sjúkdómur sá, sem þeim var ætlað að lækna. Þess ber einnig að gæta, að varanlegur bati eftir flestar smitsóttir þarf að byggj- ast á mótefnamyndun í líkam- anum sjálfnm, en slík mótefna- myndun getur hindrast að miklu eða jafnvel öllu leyti, þegar antibiotika eru notuð. 2. Þegar ákveðið er, að antibiotika skuli nota, þá vakn- ar spurningin um það, hvort unnt muni að lækna sjúkdóm- inn með antibiotika eingöngu eða hvort annarra aðgerða þurfi við. Nauðsynlegt er, að gera sér grein fyrir, hvar infect- ionin er staðsett, og hvernig hinum sjúklegu breyting\un er háttað, en þá má oftast segja fyrir um, liversu greiðan að- gang lyfin hafa að hinu sýkta svæði. Við ]>neumokka lungnabólgu er blóðrás greið til hins sýkta svæðis og notast því fullkom- lcga það magn af antibiotika, sem er í blóðinu. Svipað er að segja um bólgur í lausum band- vef, sogæðum og víðar. Við staph.ylokokka infectionir aftur á móti er ol't um drep í vefnum að ræða, t.d. kýli, djúpar ígerðir, osteomyelitis o. fl. Þá nær blóð- rásin aðeins til ytri marka bólgunnar, en lvfið dreifist hægt um hinn dauða vef. Svipað gildir um infectionir í lokuðum holrúmum t. d. brjóstholi, lið- um, heilahimnum og víðar. 3. Nauðsynlegt er að gera sér ljóst, fyrir hvaða antibiotika sýklarnir eru næmir, og hvort þeir séu líklegir til þess að halda áfram að vera það. Sýklarækt- anir og prófun á næmi fyrir lyfjunum gefur örugg- asta svarið, en oft er ókleift að koma slíkum rannsóknum við af ýmsum ástæðum. T. d. er sjúkdómsgreining ol't óákveðin, svo enginn veit hvar taka ætti sýni til rannsóknar, sýklarnir geta verið þar, sem ekki er unnt að ná til þeirra, meðferð þarl' oft að byrja stx-ax, svo ekki er tími til að bíða eftir sýkla- rannsókn. Næmisprófun á sýklum fyrir antibiotika ber venjulega saman við kliniskan árangur, einkum þegar sýklar eru í hreingróðri eða því sem næst. Sé flóra mjög blönduð, t. d. við þarma infection, koma næmispróf að minna gagni. 4. Þá kemur sú spurningin, hvort sjúklingur sé ofnæmur fyrir antibiotika eða líklegur til að verða það síðar. Til jjess að fá upplýsingar um þetta at-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.