Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 28
100 L Æ K N ÁBLAÐIÐ ig eyðilagt frumur dýra. Meiri þýðingu hafa bacitracín og polymyxín. Bacitracín er polypeptid, hyggt úr 8 aminosýrum. Það verkar aðallega á gram + sýkla. Það resorberast ekki, gefið sem inntaka, en er stundum notað þannig til undirbúnings skurð- aðgerða eða við colitis, en aðal- lcga er efnið notað í smyrsl í sárameðferð. Pclymyxín aerosporin) var fyrst lýst 1949. Það verkar aðal- lega á gram -r- stafi, þar á meðal ps.pyocyanea. Til eru 4 teg- undir af þessu efni„ en poly- myxín B og E eru minnst eitruð fyrir nýru og hafa verið gefin í vöðva í skömmtum 1.5—2,5 mg. pr. kg. Stundum befur Jjað verið gefið sem inntaka til þess að minnka þarmaflöru, en re- sorberast ekki frá þörmum. Aðallega hefur polymyxín þýð- ingu í sárameðferð með baci- tracíni eða neomycíni. Unnið er að rannsóknum á mörgum nýjum antibiotika, og niörg þeirra munu koma á markaðinn sem lyf á næstu ár- um. Þar á meðal eru nokkur, sem verka á patbogen sveppi. Er það vel farið, því infectionir af þeirra völdum bafa færst í aukana við notkun antibiotika gegn sýklum. Hér að framan hefur verið minnst á helztu eiginleika hinna algengustu antibiotika. Þá kem- ur næst til athugunar, hvenær og hvernig beri að nota þessi efni. Þetta eru hin þýðingar- mestu atriði, spurningar, sem allir vilja fá svarað skýrt og greinilega, en því miður éru ekki til nein einföld né algild svör og ber margt til að svo er. Nokkrar grundvallarreglur gilda ])ó um notkun þessara lyfja og má setja þær fram í formi íarra spurninga, sem læknar þurfa að gera sér grein fyrir áður en notkun antibiotika befst hverju sinni. 1. Er nauðsynlegt að nota antibiotika? 2. Er líklegt, að unnt sé að lækna sjúkdóminn með antibiotika eingöngu eða þarf annarra aðgerða við jafnframt? 3. Eru þeir sýklar, sem sjúkdómnum valda næm- ir fyrir antibiotika og er líklegt að þeir haldist næmir á meðan meðferð stendur yfir? 4. Er .sjúklingur ofnæmur fyrir antibiotika? 5. Hvaða lyf eða lyfjasam- stæður er heppilegast að nota, og hvað á að gera ef árangur af fyrstu með- l'erð bregzt? 1. Fyrst er að gera sér grein fyrir, bvort nauðsynlegt eða rættmætt sé að nota antibiotika. Notkun lyfjanna felur í sér

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.