Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 19
Læknabláðíð 91 iskt spektrum) í hæfilegum þynningum, en í meira magni er það protoplasma eitur. Þannig var kemotherapia fyrst heitt gegn protozoa sjúk- dómum, en langur tími leið, þar til röðin kom að sýklunum. — Engin þróun varð í þessari grein um margar aldir, enda skorti grundvallar skilning á slíkri lyfjanotkun. Þegar Ehr- •iclnippgötvaði salvarsanið 1909 hófst kemotherapia, sem hyggð- ist á vísindalegri vinnu og vax- andi skilningi á gildi slíkra lyfja. Eins og kunnugt er, verk- ar salvarsan fyrst og fremst á gormsýkla, en einnig á aðrar tegundir sýkla. Kemotherapia gegn bakteríum hófst fyrir al- vöru, þegar sulfonamidlyfin komu til sögunnar, 1932. A næstu árum komu smám sam- an ný og betri sulfasambönd fram og 1940 tókst að fram- leiða penisillín í nothæfu formi sem lyf, en flest antihiotika hafa komið fram síðustu 10 árin. Eftir því sem hezt er vitað, verka lyf þessi beint á sýklana, en hafa ekki áhrif á varnarkerfi líkamans. Þau örva ekki mót- efnamyndun líkamans né pha- gocytosis eiginleika livítu blóð- kornanna. Lyfin hindra vöxt sýklanna eða jafnvel drepa þá með öllu. Þekking er mjög takmöi’kuð á þeim lífefnahreytingum, sem liggja til grundvallar áhrifum þessum. En sennilegast þykir, að efnin hindri eðlileg enzym- störf sýklanna. Þessi kenning gerir ráð fyrir, að sýklarnir hafi lifsnauðsynleg enzym-kerfi, sem séu frábrugðin því, er ger- ist í líkamsfrumum, en þegar slík enzym bindist antibiotika verði þau óvirk. Sýklarnir hætta að vaxa og drepast en líkams- frumur sakar ekki. Verki efnið jafnt á líkamsfrumur sem sýkla, þá er um að ræða proto- plasma eitur, en þannig er verk- unum flestra sótthreinsandi efna háttað. Penisillín : Alexander Flemm- ing lýsti áhrifum penisillíns á bakteríur 1929, en ekki fyrr en 11 árum seinna tókst að fram- leiða penisillín í nothæfu formi sem lyf, og var það þó langt frá því að vera hreint efni. Það var blanda af ýmsum penisillín teg- undum, ásamt aukaefnum, sem gáfu því gulan lit. Eftir kem- iskri byggingu er penisillíni skipt i 4 aðalflokka, sem auð- kenndir eru með bókstöfum og nefnast: penisillín F, G, K og X. Sú tegund, sem langbezt hefur reynzt sem lyf, er penisillín G eða benzylpenisillín, en af því eru til mismunandi sambönd, eins og vikið verður að síðar. Penisillín er veik sýra, sem myndar sölt með Na, K. og Ca. Tvö fjTst nefndu söltin af pen- isillín G eru auðleyst sambönd og notuð til innspýtinga. Styrk- leiki penisillíns er mældur í ein-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.