Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.09.1955, Blaðsíða 25
LÆKXABL AÐIÐ 97 heldur þvert á móti nauðsyn- lcgt vexti þeirra txeði in vitro og in vivo. Streptomycín og penisillín eru samverkandi (synergisk) in vitro. Sýnt hefur verið, að með því að sameina þessi efni iná stundum fá penisillín til þess að verka á gram h- stafi, sem það að jafnaði. hefir engin áhrif á. Þar sem aldrei er unnt að segja fyrir um þol sýkla gegn streptomycíni, ætti ætíð að gera næmispróf á sýklunum sé þess kostur, áður en lyfið er notað. Sumir álíta, að streptomycín eigi eingöngu að nota gegn berklum. Stre])to- mycín verkar ljezt í alkaliskri upplausn, ])H 7.8. Sé pH () er aðeins 5% af verkuninni el'tir. Þetta hefir sérlega mikla þýð- ingu við þvagfærainfectionir. Þá er ekki nóg að tryggja sér vitineskju um að sýklar séu næmir fyrir streptomycini, heldur verður þess vandlega að gæta, að þvagið sé alkaliskt. Aureomycín (chlor-tetracycl- in) fannst árið 1948. Það er framleitt scm hydrochlorid og er gult duft, uppleysanlegt í vatni og geymist upplausnin vel við pH 4.5, en sé reaktion neutral eða alkalisk klofnar cfnið fljótlega. Aureomycín tilheyrir tetra- cyclin flokknum ásamt terra- mycín (oxy-tetracylín) og achromycín (tetracylín). Þessi efni eru kemiskt náskyld og hafa öll sitt verkanasvið. Nokkur munur er þó á lækn- ingaeiginleikum og aukaverk- ununi þessara efna. Aureomycín verkar á flesta kokka, einnig marga stafi, hæði gram -f og gram +, auk þess á rickettsia og stærri virus t. d. psittacosis. En aurcomycín verkar ekki eingöngu á sýkla, heldur einnig á ýmsar bakt- eríur, sem eru gagnlegar líkam- anum og nauðsynlegar til þess að viðhalda eðlilegu jafnvægi milli þeirra mikroorganisma, sem ætíð liljóta að vera fyrir liendi. Aureomycín verkar ekki á sveppi og getur stundum greitt götu þeirra ásamt öðrum sýklum, sem ónæmir hafa orðið fyrir því. Aureomycín resorberast sæmilega vel frá canalis intestinalis, en þó mcð nokkr- um takmörkunum. Ef aureo- niycín inntaka er aukin fram vfir ákveðinn skammt, eykst magn í blóði ekki í hlutfalli við aukna inntöku. Talið er, að 1,0—1,5 g. á sólarhring resor- berist vel hjá fullorðnum. Það sem gefið er fram yfir ])ctta magn, verkar aðallega á þarmaflóruna, eykur aukaverk- anir, en hefir lítið lækninga- gildi. Aðalgallar aureomycíns eru ertandi áhrif á þarmana og ó- heppilegar breytingar á þarma- flórunni. Þar eyðast ýmsar gagnlegar bakteríur, sem fram-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.