Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1956, Síða 14

Læknablaðið - 01.04.1956, Síða 14
4 LÆKNABLAÐIÐ vegna þess, að eitt eða þá fá gen hafa skaddast. Augað er sérstaklega vel lagað til þess að rannsaka erfðasjúkdóma, því að vegna sinnar fíngerðu byggingar þarf aðeins smá- vægilegar breytingar í erfða- stofni til þess að sjóntruflanir, sem mælanlegar ,eru, komi fram. Þar sem ekki er liægt að gera tilraunir á mönnum eins og á jurtum og dýrum verðum við aðallega að halda okkur að ættfræðinni, þegar við viljum fá upplýsingar um erfðir eða erfðasjúkdóma. Ætlum við að rannsaka arfgengan sjúkdóm hjá einhvei'jum manni, þurf- um við að fá upplýsingar um forfeður hans og afkomendur eftir því, sem mögulegt er, og aðra nákomna ættmenn. Hver likamsfruma er tví- litna (frá föður og móður), og hefur tvo samstæða erfða- stofna, sem ýmist geta verið sama ,eðlis, arfhrein (homo- zygot) eða haft misjafna erfða- stofna, verið arfblendin (het- erozygot). Sé erfðastofninn arfblendinn er oftast svo, að hinn rétti erfðastofn verður yf- irsterkari í myndun eiginleik- ans, er hann þá nefndur ríkj- andi erfðastofn en hinn víkj- andi. Ríkjandi sjúklegl arfgengi. Við ríkjandi sjúklegt arf- gengi er erfðastofn hins sjúka eiginleika ríkjandi yfir erfða- stofni hins heilbrigða. Merkj- um við hinn sjúka eiginleika með K = sjúkur en hinn heil- brigða með k = heilbrigður, þá befði arfblendinn maður formúluna Klc og þar sem K er ríkjandi vfir k væri þessi mað- ur sjúkur. Kvænist þessi mað- ur heilbrigðri konu, sem hefði þá formúluna kk, myndu af- kvæmi þeirra hafa formúluna: Kk X kk Kk 50% kk 50%. Af börnum þeirra eru þá 50% arblendin, veik og 50% arf- hrein, heilbrigð eða hlutföllin milli heilbrigðra og sjúlcra 1 : 1. Af þessu tilfelli getum við ráðið: helmingur barnanna ,er heilbrigður, hefur hinn sjúka erfðastofn ekki í sér og getur því ekki borið sjúkdóm- inn lengra. Hinn helmingurinn er sjúkur (leynt) og ber því sjúkdóminn til næstu kynslóð- ar. Séu báðir foreldrarnir sjúk- ir verða öll börnin sjúk. Vikjandi arfgengi. Við ríkjandi arfgengi nægir einn sjúkur .erfðastofn til þess að valda sjúkdómnum, aftur á móti þarf við vikjandi arf- gengi bæði föður- og móður- stofninn að vera sjúkur til þess að sjúkdómurinn komi fram. Við merkjum hinn heil- brigða, ríkjandi arfstofn með G en hinn víkjandi með g.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.