Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1957, Page 15

Læknablaðið - 01.09.1957, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 71 sjónhimnan veikist og önnur líffæri sleppa eða gefa svo lítil einkenni, að sjúkdómurinn þekkist ekki. Angiomatosis retinae er fá- gætur sjúkdómur. Ekki hefur verið biii; s j úkdómslýsing á nema rúmlega 150 tilfellum í augn- læknatímaritum heimsins. 1 hér um bil 40% tilfellanna kemur sjúkdómurinn fyrir í báðum augum, oftast á aldrinum 20— 40 ára. Karlmenn veikjast held- ur oftar en konur. Um ríkjandi arfgengi virðist helzt vera að ræða. Talið er, að í 20—80% tilfellanna komi sjúkdómurinn samtímis fyrir í sjónhimnu og heila. Sjúkdómnum er skipt í 4 stig: 1. Útvíkkun á æðum og angiomamyndun. 2. Byrjandi blæðingar og exsudöt. 3. Mikil exsudatmyndun ogsjónhimnulos og 4. Glaucoma absolutum og eyðilegging á auganu. 1 byrjun gefur sjúkdómur þessi lítil ein- kenni, þar sem æðaæxlin liggja oft í útjöðrum sjónhimnunnar. Venjulega sjást þó æðarnar nokkru víðari og hlykkjóttari á því svæði, sem angiomið mynd- ast. Tíminn er mjög mismun- andi langur frá því að fyrstu æðabreytingar sjást og þar til að komið er á lokastígið (glau- coma absolut.). Menn hafa séð tilfelli, sem haldast óbreytt í mörg ár, en 'byrja svo skyndilega að vaxa af óþekktum ástæðum. Hin ein- kennandi hlykkjótta æðaútvíkk- un er þegar á byrjunarstíginu svo mikil, að erfitt getur verið að greina sjónhimnuslagæðar og bláæðar í sundur, báðar sam- einast í útjaðri sjónhimnunnar eða annars staðar í henni eins og í æðahnyklum. Þeir geta ver- ið einstakir eða fleiri með lengra eða styttra millibili og verið mismunandi að stærð. Æðahnyklar þessir eru oftast rauðir eða gulgráir að lit, kringl óttir eða óreglulegir að lögun. Fyrstu breytingar, sem menn hafa séð við sjúkdóm þennan er sambandsmyndun (anastomos- is) á milli einhverra greina slagæða og bláæða sjónhimn- unnar. Síðan kemur í Ijós ljós- rauður upphækkaður blettur, sem smá stækkar. Að honum liggur alltaf slagæð og frá hon- um bláæð, sem smámsaman víkka og verða hlykkjóttar, geta víkkað mjög mikið. Stundum sjást á köflum eins og þrengsli í æðunum, geta líkzt perlubandi á stærra eða minna svæði. (Æðaæxlin koma ekki ávallt fram á sama tíma, getur liðið langur tími á milli). Aðrar breytingar, sem sjást í sjónhimnunni eru stærri og minni blæðingar. Einnig getur blætt út í glervökvann. Áber- andi skemmd kemur í sjón- himnuvefinn, ekki eingöngu í kringum æðaæxlin og æðar þeirra, heldur einnig í fjær- liggjandi sjónhimnuvef. —

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.