Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1957, Page 29

Læknablaðið - 01.09.1957, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ 81 ins, en byggingarkostnaður reiknist sem húsaleiga greidd fyrirfram. Hvatti að lokum lækna til að standa vel saman um framkvæmd þessa máls og sigrast á öllum erfiðleikum. Dr. med. Helgi Tómasson lét í ljós aðdáun sína á dugnaði nefndarmanna og bjartsýni og árangri er þeir hefðu náð á stuttum tíma. Var nú rabbað fram og aftur um uppdrátt og fyrirkomulag hússins. Var að lokum eftirfar- andi tillaga samþykkt: Lækna- þing 1957 lýsir ánægju sinni yfir störfum húsbyggingar- nefndar og treystir þeirri nefnd, sem kosin verður á aðalfundi, til þess að vinna jafnötullega að framgangi málsins. Bjarni Snæbjörnsson gaf nú skýrslu um störf samninga- nefndar pralctiserandi lækna. Árangur flókinna umræðna nefndarinnar við Trygginga- stofnun ríkisins varð sá, að all- ir praktiserandi læknar utan Reykjavíkur hafa sama grunn- kaup, með fullri vísitölu hjá læknum á Akureyri og Hafnar- firði, en fimm vísitölustig yrðu dregin frá hjá læknum utan þessara staða. Valtýr Albertsson ræddi mál- ið, og taldi vísitöluskerðinguna mjög óæskilega og ættu læknar ekki að samþykkja hana nema þeir væru tilneyddir. Guðm. Karl Pétursson tók í sama streng og hvatti til hins sama. Bjarni Snæbjörnsson skýrði ennfremur frá þeim hagsbótum praktiserandi lækna, að nú væri dagvinnutími styttur frá kl. 8 að morgni til kl. 19, eftir það væri reiknuð næturvinna. Enn- fremur greiddust vitjanir að nóttu og á helgidögum nú með kr. 20 frá sjúkl. og sömu upp- hæð frá Tryggingastofnun (sjúkrasamlagi). Júlíus Sigurjónsson gerði þar næst grein fyrir störfum nefnd- ar, er gera skyldi tillögur um tilhögun skýrslna og vottoröa, þannig að þagnarskyldu lækna verði sem bezt gætt. Rakti hann ákvæði um þagnarskyldu lækna og breytingar þær, er á hafa orðið við tilkomu almannatrygg- inga. Nefndi dæmi um nokkrar tegundir vottorðaeyðublaða, er krefðust það náinna upplýsinga um ástand og sjúkdóm hlutað- eigandi, að þagnarskyldu væri ekki unnt að gæta, ef vottorð- in væru útfyllt á þann hátt, er ætlazt væri til. Benti á ýmsar leiðir til úrbóta, bjóst þó ekki við því, að hægt væri að setja undir allan leka um þetta mál. Var málið rætt um stund og vís- að til aðalfundar L. 1. Eftirtalin nefndaráiit voru einnig tekin út af dagski’á læknaþings, en sett á dagskrá aðalfundar. Álit nefndar til að gera tillögur um bætt samstarf lækna, sérfræðinga og sjúkra- húslækna. Álit deyfilyfjanefnd- ar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.