Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1957, Side 30

Læknablaðið - 01.09.1957, Side 30
82 LÆKNABLAÐIÐ Aðalfimdnr Læknafélags íslands 1957 var settur í háskólanum 20. júní kl. 10. Formaður, Valtýr Albei*tsson, bauð fulltrúa velkomna og stjórnaði fundinum. Mættir voru þessir fulltrúar (og samþykktir af kjörbréfa- nefnd): Frá Læknafélagi Reykjavíkur: Vaitýr Albertsson, Júlíus Sigurjóns- son, Jón Sigurðsson, Arinbjörn Kol- beinsson, Ólafur Geirsson, Berg- sveinn Ólafsson, Bjarni Bjarnason. Frá Læknafélagi Suðurlands: Bjarni Guðmundsson. Frá Læknafélagi Miðvesturlands: Eggert Einarsson. Frá Læknafél. Vestfjarða: Þor- geir Jónsson. Frá Læknafél. Akureyrar: Guð- mundur Karl Pétursson. Frá Læknafél. Norð-Austurlands: Baldur Jónsson. Frá Læknafél. Norðvesturlands: Páll Kolka. Þar sem læknafélag Austur- lands hefur ekki enn verið stofn- að, eru fulltrúar utan af landi aðeins sex talsins, og því vafa- mál um réttindi sjöunda fulltrúa Læknafélags Reykjavíkur. Var hann þó samþykktur af öllum viðstöddum, utan Júlíusi Sigur- jónssyni, er sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Samþykkt var að skrifa Elíasi Eyvindssyni, spítalalækni á Norðfirði, og skora á hann að gangast fyrir félagsstofnun austanlands. Þessi mál voru rædd á fund- inum: Lán úr lífeyrissjóði. Taxtamál héraðslækna og reikningar til Tryggingastofn- unar ríkisins.Var lesin upp sam- þykkt Læknafélags Vestfjarða þar um. Gjaldkeri las upp reikninga félagsins, og voru þeir sam- þykktir. Bókfærðir voru á árinu 224 meðlimir. Næst voru ræddar breytingar á félagsgjöldum með tilliti til aukins kostnaðar vegna húsnæð- is til félagsstarfa og skrifstofu- aðstoðar o. fl. Að umræðum loknum var samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga frá Júlíusi Að kvöldi sama dags (20. júní) flutti próf. René Schubert frá Túbingen erindi um „Alte und neue Probleme beim Asth- ma bronchia'le'. Hinn 21. júní hófst fundur aftur kl. 20,45. Flutti Kristinn Stefánsson, lyfsölustjóri, erindi um deyfilyf. Var erindið mjög ýtarlegt, og góður rómur að því gerður. Að því loknu töluðu eftirtaldir læknar: Valtýr Albertsson, Guðm. Karl Pétursson, Tómas Helgason og Oskar Þ. Þórðar- son. Að lokum talaði lyfsölu- stjóri aftur. Læknaþingi 1957 slitið.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.