Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.09.1957, Blaðsíða 32
84 LÆKN ABLAÐIÐ nefndar þeirrar, er kosin var á síðasta aðalfundi L. I. til að at- huga ýmis atriði í sambandi við þagnarskylduna, beinir aðal- fundur L. 1. því til stjórnar fé- lagsins og stjórnar L. R. að hlut- ast til um endurskoðun á eyðu- blöðum, sem læknum er gert að útfylla vegna sjúkrasamlaga, Tryggingastofnunar ríkisins og annarra hliðstæðra aðila.“ Framsögumaður samninga- nefndar praktiserandi lækna (Bj. Snæbj.) lagði fram eftir- farandi tillögu, sem var sam- þykkt: „Fundurinn felur stjórn L. I. að skipa 5 manna nefnd úr hópi sjúJcrasamlagslækna frá stöðum, þar sem a.m.k. 2 lækn- ar eru starfandi. 1 nefndinni skal vera 1 embættislæknir rík- isins, 1 embættislæknir bæjar- félags, 1 sérfræðingur, sem ekki er embættislæknir og 2 almenn- ir læknar. Nefndin skal gera til- lögur um réttindi (þ. á m. launa- greiðslutilhögun) og skyldur sjúkrasamlagslækna innbyrðis og gagnvart sjúkrasamlög- um, eftir að hafa kynnt sér hvernig slíkum málum er háttað í nágrannalöndum okkar. — Skal hún hafa lokið starfi og skilað nefndar- áliti a.m.k. mánuði fyrir næsta aðalfund og formaður læknafé- lagsins sent það viðkomandi sj úkrasamlagslæknum." Kosið var í samninganefnd praktiserandi lækna og urðu þessir læknar fyrir valinu: Bjarni Snæbjörnsson, Jón Gunn- laugsson, Páll Gíslason og Guð- jón Klemenzson. Formaður nefndar til úrhóta á skorti rúma fyrir geðveika, fávita og flogaveika, vísaði til skýrslu fluttrar á læknaþingi nú, en bar þar næst fram eftir- farandi tillögu, sem nokkrar um- ræður urðu um: „Aðalfundur L. 1. haldinn í Reykjavík í júní 1957, beinir þeim eindregnu til- mælum til hæstvirts heilbrigðis- málaráðherra, að hann geri nú þegar raunhæfar ráðstafnir til að bæta úr þeim alvarlega skorti, sem hér er á sjúkrarúm- um fyrir fávita, geðveika og flogaveika. Jafnframt áréttar fundurinn það, sem nefnd, er kosin var á síðasta aðalfundi læknafélagsins flutti ráðherra um þetta efni í janúar síðastliðnum, og i bréfi, dagsettu hinn 28. febrúar 1957.“ Var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Júlíus Sigurjónsson las upp bréf frá International Union of Associations of Doctor Motor- vsts, þar sem boðin var þátttaka í félagsskapnum. Skýrði hann tilgang og starf- semi samtakanna og bað um ein- hverja afstöðu fundarmanna. Samþykkt var að vísa til stjórn- arinnar athugun á því, hvort heppilegt væri að stofna slíkan félagsskap hér á landi. Ræddur var sá alvarlegi skorfur hjúkrunarkvenna, er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.