Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1957, Qupperneq 36

Læknablaðið - 01.09.1957, Qupperneq 36
88 LÆKN ABLAÐIÐ með ákveðnum hraða. Raf- straumarnir hafa auk hraðans ákveðinn styrkleika og ákveðna stefnu á hverjum tíma. Raf- spenna þessi er mæld í millivolt- um og hjartaritið er því fall af spennu og tíma, þar sem á ordinatinn ritast spenna í milli- voltum en á abskissu tími í sek- úndum. Við hjartaritun er ávinningur að taka margar leiðslur frá mis- munandi stöðum til að fá sem gleggsta vitneskju um hið el- ektrofysiska ástand hjartans, al- veg á sama hátt og nauðsynlegt er að virða hlut fyrir sér frá ýmsum hliðum til að kynnast út- fUCMT VCMTRKUIAK SICMIMT UFT VTNTWCUIAA SCCHCNT 2. mynd. Myndin sýnir áhrif raf- kraftanna, stærð þeirra og stefnu, á hjartaritið. (Eftir Wolff). liti hans til hlýtar. Víðast hvar eru nú teknar 12 leiðslur í stað þriggja eða fjögurra áður. Auk þess hefur sú breyt- ing orðið á, að í stað tví- pólaleiðsla, sem áður voru ein- göngu notaðar, er nú meir og meir byggt á einpólaleiðslum, sem eru taldar taka hinum fyrr- nefndu fram á ýmsan hátt, og skal nú nánar vikið að því. Einpólaleiðslur. Hjartarit tekin með tvípóla elektróðum sýnaspennumismun- inn milli elektróðanna á hverj- um tíma en um spennu hvorrar elektróðu fyrir sig er ekki vitað. Þessu er öðruvísi farið, þegar hjartaritið byggist á einpóla- leiðslum, þá er eingöngu mæld spenna könnunarelektróðu, því að hin elektróðan er 0 elektróða, eða því sem næst, hún er því hlutlaus. — Einpólaleiðslurnar túlka því betur spennubreyting- ar þær, sem eiga sér stað undir könnunarelektróðunni og hefur nytsemi þessa komið glöggt í ljós við greiningu hjartasjúk- dóma. — Þótt einpólaleiðslurn- ar sýni gleggst spennubreyting- ar í þeim hluta hjartans, sem næst liggur könnunarelektróð- unni, þá er þó einpólahjartarit- ið til orðið fyrir áhrif frá raf- straumum frá öllum svæðum hjartans. Útlit hjartaritsins frá hverj- um stað fer hins vegar eftir stærð og stefnu rafkraftanna

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.