Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Síða 38

Læknablaðið - 01.09.1957, Síða 38
90 LÆKNABLAÐIÐ á leiðslum, sem teknar eru lengi-a til hægri, allt að miðkla- vikularlínu og eru þá nefndar VR-leiðslur — V3R svarar t. d. til V3 0. s. frv. Stundum eru þessar leiðslur (V3r, V4r) gagnlegar til að greina fram- veggsinfarkta. Hástæðir fram- veggsinfarktar koma stundum betur fram, ef leiðslurnar eru teknar ofar á brjósti, t. d. í 2. eða 3. rifjabili. Viðbótar vinstri leiðslur eru einkum gagnlegar við greiningu á hliðar- og afturveggs införkt- um í vinstri hjartahelmingi. Ymsar aðrar einpólaleiðslur eru stundum notaðar, t. d. vélinda- leiðslur. Fást með þessu greini- legri P-takkar, sem auðvelda greiningu á hjartsláttartruflun og sjúklegum breytingum í framhólfum. Gildi V-brjóstleiðslanna er fyrst og fremst að leiða í ljós stækkun á hjarta, greiningu infarkta, einkum smárra fram- veggsinfarkta og subendokardial infarkta. Við greiningu á myo- carditis og pericarditis. Merki um sjúklegar breytingar við coronarsclerosis koma stundum fyrst fram í V-leiðslum. Auk hinna framangreindu einpóla brjóstleiðsla eru notað- ar þrjár einpóla útlimaleiðslur aVR, aVL og aVF. Þessar leiðsl- ur gefa upplýsingar frá þeim svæðum hjartans, sem vita að samsvarandi elektróðum. aVR elektróðan veit að því svæði 4. mynd. Myndin sýnir innbyrðis af- stöðu hjartaleiðslanna 12. hjartans, sem snýr að hægri öxl, aVL að svæði því, sem snýr að vinstri öxl og aVF að þeim hluta hjartans, sem snýr að vinstri mjöðm. Einpólaútlimaleiðslurnar eru taldar hafa eftirfarandi gildi: 1. Við að greina á milli of- reynslu (strain) eða stækk- unar á hægri hjartahelmingi og stöðubreytinga á hjarta. Oft er erfitt að greina hægri raun og stækkun á hægra afturhólfi. Einpóla útlima- leiðslurnar, einkum aVR auðvelda þessa greiningu. 2. Erfitt er að greina tvíraun (combined strain) og alhliða hjartastækkun með hjarta- riti. aV-leiðslurnar auðvelda stundum þá greiningu. 3. Merki um vinstri raun sjást

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.