Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1957, Síða 41

Læknablaðið - 01.09.1957, Síða 41
LÆKN ABLAÐIÐ 93 sjúkdóma í hjartavöðvanum, er valda a-v leiðslutruflunum (block). QRS-komplexið svarar til af- hleðslu afturhólfanna. 1 stað QRS er stundum QS- Alloft vantar Q-takka, S-takka eða Q- og S-takka í QRS komplexið. QRS er mjög breytilegt að lög- un í hinum ýmsu leiðslum. Q-takkarnir myndast við af- hleðslu í septum interventricul- orum, sem afhleðst frá vinstri til hægri. Q-takkarnir (negativ- ir takkar) koma því eingöngu fram í leiðslum, sem hafa könn- unarelektróðu vinstra megin við septum, svo sem V4—V(i, aVL eða aVF, eftir legu hjartans. 1 leiðslum, sem eru hægra megin við septum, svo sem Vx—V3 (venjulega), aVR og ýmist aVL eða aVF (eftir legu hjartans) byrjarQRS komplexið venjulega á R-takka. Við legubreytingar á hjarta raskast því mjög skipan Q, R og S-takkanna og má oft af því ráða stöðu hjartans, t. d. er hjartað snúið til hægri um lengdaröxul ef Q-takki er í Vj eða V2, sé ekki um hjartasjúk- dóm að ræða. 1 börnum eru Q-takkarnir t.t. 1. dýpri en hjá fullorðnum. Varla er til áreiðanlegur mælikvarði á dýpt Q-takka, en þeir eru sjald- an meir en % af stærð R-takka í sömu leiðslu og vart breiðari en 0,04 sek. Breiðari Q-takkar koma fram við infarctus myo- cardii. QRS komplexið er venjulega 0,06—0,08 sek. á breidd. Getur orðið allt að 0,12 sek. hjá heil- brigðum, þó er venjulega gert ráð fyrir leiðslutruflun á aftur- hólfunum, sé það lengra en 0,10 sek. QRS er styttra í börnum (0,04—0,08 í börnum undir 5 ára). QRS styttist lítið eitt við aukinn hjartsláttarhraða. R-takka vantar oft í aVR, stundum í aVL, alloft í Vx og V2, þá er QS-form í stað QRS. Stærstir R-takkar koma fyrir í V4, V5, VG, og geta orðið allt að 50 mm hjá heilbrigðum. 1 ein- pólaútlimaleiðslum allt að 20 mm. Lágspennt er hjai'taritið kallað, þegar stærsta útslagið í brjóstleiðslunum er minna en 10 mm og minna en 5 mm i útlima- leiðslunum. Lágspennt hjartarit sést bæði við sjúkdóma í hjarta, svo sem myocarditis og peri- carditis, einnig við sjúkdóma ut- an hjartans, emphysema pulm, myxoedema, o. fl. Háspennt hjartarit með stórum útslögum sjást við hypertrofi á hjarta. S-takkar eru oft djúpir í brjóstleiðslum frá hægri hjarta- helming, Vj—V3,en styttast eft- ir því sem lengra dregur til vinstri. Svæðið þar sem R- og S-takkar eru jafnstórir í brjóst- leiðslunum, venjul. V3—V4, er kallað „transitional zone“, og er einskonar elektrisk landa- merki milli hægri og vinstri hjartahelmings, og segir því nokkuð um legu hjartans.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.