Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 20136 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.900 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.450. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 – Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Árið 2013 hefur um margt verið athyglisvert ár þó að átök um íslenskan landbúnað hafi verið með nokkuð hefðbundnum og fyrirsjáanlegum hætti. Þar hafa ákveðin hagsmuna öfl gengið grímu laust fram í því að tala niður íslenskan land búnað og halda þeirri iðju eflaust áfram á nýju ári. Bændur þurfa samt ekki að láta það á sig fá, því þeir hafa víðtækan stuðning þjóðarinnar til góðra verka og tæki færin til að gera enn betur eru óþrjótandi. Bændablaðið hefur á liðnum misserum og árum reynt að endur- spegla sjónarmið íslenskra bænda í fjölmörgum málum sem varða þjóðina alla. Matvælaöryggi, heilbrigði dýra- stofnanna sem Íslendingar bera ábyrgð á, aukin gæði í matvæla framleiðslu, minni notkun lyfja og aukaefna og aukin sjálf bærni í íslenskum land- búnaði eru meðal þessara mála. Þá hefur Bændablaðið reynt af fremsta megni að benda á þá ótal möguleika sem Íslendingar eiga í frekari þróun landbúnaðar. Bændablaðið hefur líka reynt að sýna alla þá orku sem verið er að leysa úr læðingi í landbúnaði og tengdum greinum um allt land. Sýna mannlífið í sveitum landsins og allt það jákvæða og skemmtilega sem fólk um allt land er að fást við í vinnu sinni og tómstundum. Fyrir þetta hafa starfsmenn blaðsins fengið mikið klapp á bakið frá lesendum og erum við afar þakklát fyrir þær frábæru móttökur. Jákvæðni af þessum toga getur ekki annað en verið okkur hvatning til að gera enn betur. Það eru forréttindi að fá að vaða inn á gafl hjá bændum og búaliði um allt land og sjá allan þann kraft sem býr í fólkinu til að byggja upp og ná betri árangri. Þekking á öllum sviðum land- búnaðar hefur farið vaxandi og ánægjulegt er hversu mikill áhugi virðist vera hjá ungu fólki að taka við. Afar ánægjulegt er að hugsa til þeirra gríðarlegu möguleika sem íslenskir bændur eiga til eflingar í öllum greinum landbúnaðar. Skógrækt er ein þeirra nýju greina sem eru ört vaxandi og í loðdýrarækt hafa menn náð ótrú- legum árangri, sem og í alifugla- og svínarækt. Sauðfjárrækt virðist vera að ná skriði á nýjan leik og sívaxandi eftir- spurn eftir nautakjöti og mjólkurvörum kallar á stóraukna framleiðslu í þeim geira. Ferðaþjónustan hefur líka átt afar góða samleið með bændum. Allt bendir því til að mjög bjart sé framundan í íslenskum landbúnaði. Með það í huga og með þakklæti fyrir ánægjuleg sam- skipti við fólk um allt land árinu sem er að líða, óskum við gleðilegra jóla, Hörður Kristjánsson. Leiðari síðasta Bændablaðs var með óhefð- bundnu sniði. Þar voru lesendur hvattir til að setja saman hugleiðingar sínar og senda til blaðsins. Þakkir eru færðar þeim sem sendu okkur leiðara og deildu sinni sýn á það sem hæst ber í landbúnaðinum. Eins og lofað var hefur einn heppinn leiðararitari verið dreginn út og hlýtur að launum gistingu á Hótel Sögu ásamt kvöldverði á Grillinu. Sá heppni heitir Stefán Eggertsson, bóndi í Laxárdal í Þistilfirði. Margt kom áhugavert fram í innsendum leiðurum. Verðlagning afurða, flokkun á ull og mikilvægi þess að vanda til verka við meðhöndlun hennar bar á góma. Einnig hugleiðingar um mikilvægi bænda við landgræðslu og notkun lúpínu til uppgræðslu, sem mjög eru skiptar skoðanir um. Enn fremur var fjallað um kvótakaup í nautgripa- og sauðfjárrækt og ásetningsskyldu í sauðfjárrækt. Greina má samhljóm í mörgu því sem fram kom hjá lesendum með því sem kom fram í máli bænda á bændafundum BÍ síðustu vikna. Eins og jafnan á þeim fundum voru þar fjörugar umræður um málefni landbúnaðarins. Kjaramál og afkoma skipa þar fastan sess. Þá hafa bændur ólíkar skoðanir á fyrirkomulagi ríkisstuðnings og fjármögnunar í landbúnaði. Talsvert var einnig rætt um endurskoðun á félagskerfi greinarinnar og búnaðargjaldinu, auk þess sem margir ræddu reynsluna af stofnun Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Almenn hagsmunamál dreifbýlisins koma gjarnan upp á bændafundum, þá oft í tengslum við grunnþjónustu íbúanna, svo sem póstþjónustu, viðhald vega, fjarskipti og heilbrigðisþjónustu. Áhyggjur af lítilli nýliðun í landbúnaði koma oft fram en segja má að viðhorf til hennar sé misjafnt eftir héruðum, enda er þróunin ekki alls staðar sú sama. Fram komu áhugaverðar tillögur um frekari nýtingu ríkisjarða til að efla nýliðun. Áform menntamálaráðherra um að sameina Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands voru harðlega gagnrýnd á bændafundum og áhersla lögð á að varðveita sjálfstæði skólans. Einkum höfðu bændur áhyggjur af framtíð starfsmennta- námsins, enda er bændadeildin kjarninn sem skólinn á Hvanneyri var byggður upp í kringum. Hávær umræða um kvótakerfi í landbúnaði Ef nefna á það atriði sem hæst stendur eftir bændafundi síðustu vikna er það án nokkurs vafa umræða um kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt. Á öllum fundum veltu menn fyrir sér aukinni eftirspurn eftir mjólkurvörum og hvernig henni yrði best svarað. Framleiðslustýringu í mjólk var á sínum tíma komið á til að sporna við offramleiðslu. Eðlilega velta því margir fyrir sér hvernig slíkt kerfi eigi að geta virkað við þær gjörólíku aðstæður sem uppi eru í dag. Margir undrast að verð á greiðslumarki í mjólk hefur ekki lækkað þó svo að búið hafi verið að tilkynna um að greitt verði fullt verð fyrir umframmjólk til áramóta og margt benti til að svo yrði einnig allt næsta ár. Í ljósi mikils kostnaðar við kaup á framleiðslurétti á undanförnum árum má segja að bændur vilji nú staldra við og ræða hvort ekki sé rétt að endurskoða kvótakerfið. Svipuð umræða var einnig um kaup og sölu á greiðslumarki fyrir sauðfé. Þar þykir verðið líka vera orðið hátt þó kerfið sé ekki byggt upp sem réttur til framleiðslu eins og í mjólkinni. Tímar offramleiðslu eru hins vegar líka liðnir í þeirri grein. Viljinn til að huga að breytingum er mjög skýr, enda langt um liðið síðan núverandi samningar tóku gildi. Jákvætt er að sá vilji er drifinn áfram vegna mikillar eftirspurnar eftir innlendum bú vörum. Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra hefur lýst yfir áhuga sínum á því að taka þessi mál til skoðunar og sagði m.a. á Alþingi fyrir skemmstu orðrétt: „Í þeirri endurskoðun hlýtur að koma til greina að velta fyrir sér hvort kvótakerfið eins og það er nú eigi rétt á sér til framtíðar.“ Við framlengingu á mjólkursamningi haustið 2012 var einnig sett inn ákvæði þess efnis að meta ætti reynsluna af framkvæmd samningsins þar með talið kvótakerfinu til að efla samkeppnishæfni greinarinnar og treysta afkomu hennar til lengri tíma. Mikilvægt er að hraða þeirri vinnu. Umfangsmikið verk að móta stefnu um matvælaframleiðslu á Íslandi Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er vikið að mikilvægi landbúnaðar, sóknarfærum greinarinnar og tækifærum hennar. Þar er meðal annars áformað að „móta tillögur um hvernig auka megi matvælaframleiðslu á Íslandi og tryggja að ávinningur af aukinni eftirspurn og sókn á nýja markaði skili sér í bættum kjörum bænda.“ Fara á yfir alla lagaumgjörð landbúnaðar, vinnslu matvæla og nýtingar lands og stefnt að endurskoðun búvörusamninga með tilliti til fóður- og fæðuframleiðslu. Þarna er um mjög umfangsmikið verkefni að ræða og rétt að hvetja til þess að vinnan hefjist við fyrsta tækifæri. Skynsamlegast er, eins og segir í stjórnarsáttmálanum, að skoða málið í heild fremur en einstaka þætti. Með því nýtum við tækifæri okkar best. Við eigum mikið landrými, gnægð af vatni og búfjárstofna sem henta vel okkar aðstæðum. Þessa möguleika eigum við enn talsvert í land með að kortleggja en við getum og eigum að nýta þá á enn fjölbreyttari hátt. Við eigum að horfa til þess að nýta tækifæri okkar á sjálfbæran hátt til að framleiða fyrir innanlandsmarkað og erlenda hágæðamarkaði. Við þurfum að styrkja hlutdeild innlendra matvæla í neyslu hér heima, en hún er bara helmingur í dag. Jólahátíðin fram undan Bændur eru þakklátir neytendum fyrir tryggð við innlendar búvörur og jákvæðan stuðning við landbúnaðinn í heild. Það er ekki síst gott að hafa það í huga nú þegar hátíðir ganga í garð með sínum ríku hefðum, ekki síst matarhefðum. Margar innlendar búvörur tengjast hátíðunum sterkum böndum og eru ómissandi hluti þeirra. Stjórn og starfsfólk Bændasamtakanna senda lesendum Bændablaðsins sem og landsmönnum öllum bestu kveðjur með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. /SSS Bjart fram undan Það var mér mikið ánægjuefni að fá tækifæri til að afhenda landgræðsluverðlaunin sem veitt voru í Gunnarsholti hinn 29. nóvember síðastliðinn. Landgræðslu verðlaunin hlutu að þessu sinni Hafnarfjarðarbær og bændurnir Árni Þorvaldsson og Sigrún Hlöðversdóttir, Bíldsfelli III, Grímsnes- og Grafningshreppi, og Guðmundur Þorvaldsson og Kristín Guðrún Gísladóttir, Bíldsfelli II, Grímsnes- og Grafningshreppi. Landgræðsluverðlaunin eru bæði viður kenning fyrir frábært starf í þágu landgræðslu og hvatning til að halda áfram á sömu braut. Verð launin hafa líka hvetjandi áhrif á okkur hin, og þau vekja jafnframt athygli á viðfangs efnum landgræðslu starfsins. Land græðsla er margþætt verkefni og ýmsar leiðir færar. Landgræðslu- verðlaunin eru sannarlega ein leið og góð leið til að hvetja fólk til góðra verka. Verðlaunin voru veitt í Sagna- garði, fræðslu- og kynningarmiðstöð Landgræðslunnar, sem ber vitni um ótrúlega elju og eldmóð þeirra sem hafa starfað að vernd jarðvegs og gróðurs á Íslandi í meira en 100 ár. Þetta er saga sem við megum ekki gleyma heldur læra af henni. Við þurfum að kunna að nýta landið á sjálfbæran hátt og að leita leiða til að laga og græða það sem aflaga kann að fara. Við mannfólkið erum auðvitað ekki fullkomin og víða sér þess dæmi að við höfum ekki þekkt okkar takmörk í umgengni við landið, og þekkjum kannski enn ekki nægjanlega vel. Aukin þekking og reynsla hefur hins vegar með tímanum gert okkur kleift að takast betur á við þessi mál, að laga land sem hefur skemmst og endurheimta með þolinmæði vistkerfi sem hafa glatast. Þolinmæði er kannski eitt það mikilvægasta sem maður lærir og þarf að læra í landgræðslustarfinu. Vissulega getum við flýtt fyrir bata landsins en eins og hjá sjúklingi tekur bati tíma og oft þarf landið á hvíld að halda til að ná aftur heilsu. Ég hef einmitt heyrt starfsmenn Landgræðslunnar kalla sig „land-lækna“, sem er ágæt myndlíking yfir það sem þeir fást við! Nýjar áskoranir Landgræðslustarfið á Íslandi er með miklum blóma. Mikill fjöldi fólks kemur að því um allt land. Landgræðslan hvetur fólk áfram, miðlar og aflar þekkingar. Samstarf við bændur hefur skilað miklum árangri í uppgræðslu og hvernig það samstarf hefur verið skipulagt í gegnum Verkefnið Bændur græða landið er sennilega eitthvert mesta heilla spor sem stigið hefur verið í samskiptum bænda og Land- græðslunnar, eins og þeir bændur á Bíldsfelli eru vitnisburður um. Þau tengsl og það traust sem þetta samstarf hefur skapað er verðmætt og þarf að viðhalda og efla. Reynsla og þekking bænda á landinu og vinnubrögðum við landgræðslu eru ómetanleg og með því að styðja við þeirra uppgræðslustarf hagnast allir. Sveitarfélög eins og Hafnar- fjarðar bær eru einnig lykil- aðilar í landgræðslustarfi. Þau geta, ekki síst í gegnum sitt skipulags vald, sett land græðslu og sjálfbæra landnýtingu á dagskrá í sínu sveitarfélagi. Samskipti Landgræðslu ríkisins og sveitarfélaga eru afar mikilvæg. Landgræðslan getur þannig miðlað þekkingu og veitt faglegan stuðning við stefnumótun og framkvæmdir sveitarfélaga á sviði gróður- og jarðvegsverndar. Einnig er mikilvægt að fylgjast með nýjum áskorunum. Við megum ekki gleyma því að nýting lands breytist með tímanum og í dag stöndum við frammi fyrir nýjum áskorunum á þessu sviði. Stóraukinn straumur ferðamanna um landið skapar nýtt og áður óþekkt álag á landið. Þar þurfum við að bregðast við. Þar er samstarf sveitarfélaga og Landgræðslunnar mikilvægt. Ég vil óska verðlaunahöfunum til hamingju. Þeir eru verðugir handhafar landgræðsluverðlaunanna og okkur hinum hvatning til að feta sömu braut í þágu landsins okkar. Megi sem flestir feta þeirra slóð. Sigurður Ingi Jóhannsson Sjávar útvegs- og landbúnaðar- ráðherra og umhverfis- og auðlinda ráðherra. Landgræðsluverðlaun, viðurkenning og hvatning til starfa í þágu lands og þjóðar LOKAORÐIN Tími tækifæra og breytinga Sigurður Ingi Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.