Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 Í haust var smíðuð og sett upp aðstaða fyrir ferðamenn við Fjaðrárgljúfur í Skaftárhreppi. Allt ytra byrði hússins er gert úr íslenskum trjáviði, sitkagreni sem gróðursett var um 1950 á Tumastöðum í Fljótshlíð. Framboð á íslenskum trjáviði á eftir að aukast mjög á næstu árum og áratugum, segir skógarvörðurinn á Suðurlandi. Á vef Skógræktar ríkisins segir að frá sjónarhorni skógræktarfólks sé einna merkilegast við þetta hús að allt ytra byrði þess er gert úr íslenskum trjáviði, sitkagreni úr Fljótshlíð. „Líklega eru í húsinu sverustu viðir sem hingað til hafa verið sagaðir úr íslenskum trjám. Sum borðin voru 25 sm breið,“ segir á vefnum. Starfsmenn Suðurlandsdeildar Skógræktar ríkisins öfluðu efnisins með því að grisja sitkagrenireiti á Tumastöðum. Trén voru gróðursett í kringum 1950. Heldur þröngt var orðið um þau í skóginum og því nauðsynlegt að grisja til að skapa vaxtarrými. Yfirhæð reitanna var um 20 m og sverustu trjábolirnir rúmlega 50 cm sverir í brjósthæð. Ryðja brautina fyrir nýtingu innlends timburs Efnið var flett bæði með bandsög sem og með svokallaðri rammasög. Rammasögin var keypt til landsins í fyrra og er þeim kostum gædd að hægt er að saga með henni nokkur borð í einu úr trjábolunum. Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, segir fagnaðar efni þegar íslenskir hönnuðir og arkitektar nýta sér innlendan efnivið í nýjar byggingar og ryðji þannig brautina fyrir nýtingu inn- lends timburs. Fram boð á slíkum efniviði eigi eftir að aukast mjög á næstu árum og áratugum. Að verkefninu stóðu Katla jarð- vangur, Skaftárhreppur, Vatnajökuls- þjóðgarður, Kirkjubæjarstofa, Friður og Frumkraftar og Ferðamálafélag Skaftárhrepps. Hönnuður byggingar- innar er Birgir Teitsson hjá Arkís ehf, sá hinn sami og sigraði í samkeppni Skógræktarinnar um áningarstaði í Þjóðskógum í vor. Smiðir frá RR Tréverki á Kirkjubæjarklaustri byggðu húsið. /MÞÞ Hús fyrir ferðamenn við Fjaðrárgljúfur smíðað úr íslensku greni – Líklega sverustu viðir sem sagaðir hafa verið úr íslenskum trjám Í haust var smíðuð og sett upp aðstaða fyrir ferðamenn við Fjaðrárgljúfur í Skaftárhreppi. Allt ytra byrði hússins er gert úr íslenskum trjáviði, sitkagreni sem gróðursett var um 1950 á Tumastöðum í Fljótshlíð. Myndir / Hrafn Óskarsson Til að jólin geti komið þarf ég að gera eftirfarandi: Hlusta á Skrám skrifa jólasveininum. Lesa Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson. Bugast yfir jólagjöfinni handa konunni. Sjá jólaauglýsinguna frá Coca-Cola (hallærislegt, ég veit). Klára heila sort af smákökum svo ég neyðist til að baka aftur. Borða skötu. Fara með börnin á Árbæjarsafn. Kaupa eitt nýtt jólaskraut á jólatréð. Vola smá yfir „Do They Know It's Christmas“ þó að ég viti að það sé mesta fyrstaheimskapítalistalag allra tíma. Strauja skyrtuna mína. Hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu (vona að það verði ekki búið skera þær niður líka). Fá gjöf í skóinn. Koma jólakortunum í póst korteri áður en síðasti skilafrestur rennur út. Rífast við konuna og börnin um kaup á jóla- tré þar sem þau vilja kaupa tré sem færi vel í félagsheimili úti á landi en ég vil kaupa eitthvað lítið og nett. Láta undan konunni og börnunum og kaupa risajólatréð. Horfa á Jólaævintýri Charles Dickens í útfærslu Prúðuleikaranna. Blanda malt og appelsín (muna að appelsínið á að fara fyrst). Lesa kvæðið Jól eftir Stein Steinarr, og það ættuð þið líka að gera. Til þess að auðvelda ykkur lífið fylgir það hér að neðan. „Sjá, ennþá rís stjarnan, sem brennur björtust og mildust á bládjúpum miðsvetrarhimni hins snæþakta lands. Sjá, ennþá nálgast sú hátíð, sem hjartanu er skyldust og huggar með fagnaðarsöngvum hvert angur manns. Og innan skamms byrjar kappát í koti og höllu, og klukknahringing og messur og bænargjörð. Það er kannski heimskast og and styggilegast af öllu, sem upp var fundið á þessari voluðu jörð. Og ger þú nú snjallræði nokkurt, svo fólkið finni í fordæmi þínu hygginn og slóttugan mann: Með kurteisum svip skaltu kveikja í stofunni þinni, og kauptu svo sóknarprestinn og éttu hann.“ Og þá mega jólin koma. Gleðilega hátíð. /fr STEKKUR Jólagátlisti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.