Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 42
43Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 en áhugi þeirra á stuttrófukynjunum virtist liggja mest í gegnum prjónana sem þær munduðu í tíma og ótíma. Það var raunar ekki séríslenskt fyrirbrigði því að konur voru í meirihluta þátttakenda og karlarnir, ekki bara þeir íslensku, virtust fremur vera hlutlaus viðhengi. Heimamenn áttu náttúrulega vænan hóp. Svo var þarna slæðingur úr ýmsum áttum, myndarhjón frá Noregi og hjón frá Ástralíu. Fyrsti fyrirlesarinn var dr. Carol Christiansen, en hún hefur gert rannsóknir á sögu sauðfjárræktar á Hjaltlandseyjum að ævistarfi sínu með áherslu á ullarnýtingu og breytingar á henni. Kom hún víða við, mjög fróðlegt. Næst kom June Hall frá Norður- Englandi en hún hefur lengi rannsakað hinn forna og heimsþekkta sauðfjárstofn á St. Kilda, Soay, en sú eyja er í Suðureyjaklasanum (Hebrides) og fór í eyði árið 1930. Þangað er talið að féð hafi komið með bronsaldarfólki og hjarað þar við þröngan kost og litla innblöndun síðan og að sjálfsögðu þar með orðinn mjög merkilegur stofn af stuttrófukyni. Stofnverndarsjóður sjaldgæfra búfjárkynja á Bretlandseyjum (Rare Breeds Survival Trust) hefur umsjón með Soay-fénu á St. Kilda. Féð er smávaxið og grófgert, mest hyrnt og botnótt, minnir nokkuð á forystufé. Talið er að á aðaleynni séu um 2.000 kindur en afföll eru töluverð, einkum því að féð gengur þarna sjálfala. Finnst sumum sem þarna stangist á stofnverndarsjónarmið og velferðarsjónarmið. Eftir kaffihlé talaði Deborah Robson frá Bandaríkjunum og fjallaði um ull sem einn nauðsynlega kubbinn í sjálfbæra púslið. Megininntakið var þetta: 1. vers: Ull er ekki alltaf eins. 2. vers: Mismunandi ull hentar mismunandi tilgangi. 3. vers: Lífið er betra með meiri þekkingu og notkun á sérhæfðri ull. Dr. Ólafur Dýrmundsson talaði um íslenskt sauðfé og sauðfjárbúskap á Íslandi með tilliti til sjálfbærni. Hann fjallaði um uppruna og ræktun íslenska fjárkynsins sem er stærsti stofn hins norður-evrópska stuttrófufjár í heiminum. Síðan vakti hann sérstaka athygli á mikilli litafjölbreytni og öðrum sérstæðum eiginleikum, svo sem í forystufé og ferhyrndu fé. Gæðastýringarkerfinu var lýst, vikið að lífrænum sauðfjárbúskap, og taldi Ólafur framtíðarhorfur sjálfbærrar þróunar í þessari búgrein góðar. Eftir hádegismatinn talaði Dana MacPhee frá Uist á Suðureyjum. Þar eru veiðar og smábúskapur aðalframfærslan en ullin illa nýtt og verðlítil. Því var sameinast um að koma á fót lítilli spunaverksmiðju í Grímsey. Hún rakti þá sögu, með máli og myndum. Endalausar styrkumsóknir – ein af hverjum tíu skilaði einhverju. Síðan var fólk sent til þjálfunar því að vélar og hús duga ekki ef enginn kann neitt. Stefnan er að búa til band sem hægt er að nota til vefnaðar og listaverka. Dana sagði Ólafi í tölvupósti nýlega að verksmiðjan hafi verið gangsett í nóvember og lofaði góðu. Í dagslok fóru fyrirlesarar í panel og sátu fyrir svörum. Stóð Ólafur, okkar maður, sig með mikilli prýði og svaraði mörgum spurningum um íslenska sauðfjárstofninn ásamt ýmsu öðru sem bar á góma. Ronnie Eunson, fjárbóndi og sláturhússtjóri, dró helstu niðurstöðurnar saman og hafði síðasta orðið en Jim Nicolson, fjárbóndi og áður kennari, sleit ráðstefnunni. Samsæti á Þingvöllum Enn var stigið upp í rútu því að á sunnudagskvöldið var efnt til hátíðlegs samsætis á Þingvöllum, skammt norðan Leirvíkur. Þar var þríréttað og í aðalrétt soðinn lambaskanki sem var ágætur. Til borðs sat með okkur glaðbeittur bóndi úr nágrenninu sem átti 1.200 fjár með lömbum, þó ekki allt stuttrófur. Þeir fá styrki eins og fleiri góðir bændur en þetta heita fremur búsetustyrkir og sumir fá styrki bara til að búa einhvers staðar en þurfa ekki að gera neitt sérstakt og þykja það vondir styrkir enda er verið að minnka slíkt. Hann slátrar minnstu lömbunum heima og þau kaupa húsmæðurnar í nágrenninu, mest fer á fæti til Skotlands þar sem það er alið upp í vissa stærð. Verðið rokkar talsvert til og fyrir u.þ.b. 21 kg lamb á fæti fékk hann 60 pund (um 12.000 kr.) en fyrir önnur sínu minna og hann sagðist ekki alltaf sáttur við verðið. Geldingar á hrútum tíðkast talsvert en fara þó minnkandi. Eitthvað var hann viðkomandi rekstur sláturhússins og lofaði að vera Borgfirðingunum Árna og Gunnari innanhandar við uppsetningu slíks húss heima á Íslandi. Þátttakendur blönduðust vel undir borðhaldinu og voru jafnan fjörugar umræður um allt mögulegt sem við kemur sauðfjárrækt, búskap og ekki síst menningu okkar allra. Eftir borðhaldið upphófust skemmtiatriði sem fólust aðallega í fiðluleik og þjóðdönsum. Þau enduðu á því að gestir tóku þátt og fremstir í flokknum fóru Borgfirðingurinn Gunnar og Húnvetningurinn Gunnar. Þeir stóðu sig ágætlega og fleiri reyndust efnilegir. Lokadagur fróðlegrar heimsóknar Að morgni þriðjudagsins 15. október var komið að lokum þessarar ánægju- legu kynnisferðar til Hjaltlandseyja. Jan Hicks sagði frá uppbyggingu Ullarselsins í Cumbria í Norður- Englandi sem svipar mjög til og er sambærilegur hópur og stendur fyrir Ullarselinu á Hvanneyri. Þær bjuggu til litla hópa með mismunandi áherslur eftir áhuga hvers og eins til að reyna að verða sér úti um aukatekjur með búskapnum eða utanbúsvinnunni. Ullarhópurinn reyndist sterkastur og síðan eru 13 ár, mikil reynsla og stöðug aukning og fólk sækir að um langan veg því að verslunin er með vandaðar vörur og þær brýna fyrir sínu fólki að passa vel upp á demantana sem finn- ast hjá hópnum. Þær selja ekki mikið annars staðar því að framleiðslugetan er ekki til staðar þar sem þær eru líka í annarri vinnu. Ullarhátíð er nokkuð sem þær standa fyrir einu sinni á ári og nýtur vinsælda en í fyrra komu 6000 manns. Í lok dagskrár fór Karin Flatöy Svarstad yfir efni ráðstefnunnar, tiltók hvers hún saknaði og hvað hún var einkum ánægð með. Hefði viljað fá erindi frá fleiri fjárbændum og fleiri ráðstefnugesti en fékk þær skýringar að ráðstefnan var seint auglýst og lokað snemma fyrir skráningar. Nauðsynlegt er að selja inn á hvern dag fyrir sig og taka á móti áhugasömum meðan nokkurt sæti er til. Fyrir okkur Íslendingana var ferðin til Unst hápunkturinn að öllu öðru ólöstuðu. Jóhanna Pálmadóttir kynnti fyrirhugaða ráðstefnu NANSWC 2014 á Blönduósi snemma í september næstkomandi. Að lokum var ráðstefnunni slitið og skipuleggjendur fengu gott klapp. Við Íslendingar fórum strax út í rútu og ókum út á flugvöll með viðkomu í Sumburgh-hóteli við Jarlshof til að seðja sárasta hungrið. Flugið tókum við síðan til Edinborgar og var nú heldur friðsamara en þegar við komum tæpri viku áður. Kristín Gunnarsdóttir Jón Gíslason Jóhanna E. Pálmadóttir Ólafur R. Dýrmundsson Fjölbreyttar afurðir eru unnar úr ull Hjaltlendinga. Mynd / KG Þessi bóndi lék af mikilli innlifun á Mynd / KGá Hjaltlandseyjum. Mynd / KG Hér er á ferðinni ein besta varmadæla sem komið hefur. Þessi verðlaunaða varmadæla hitar t.d. ofnakerfi, gólfhita, neysluvatn o.fl. Allt að 70°C framrásarhiti, þú getur valið neysluvatnshitastig o.fl. NIBE F1245 getur notað vatn, jörð og sjó til orkuöflunar. Allur búnaður innandyra. NIBE frá Svíþjóð, aðeins það besta. Stærstir í Evrópu í 60 ár. W NIBE™ F2040 | Loft í vatn Ný kynslóð af varmadælum Nýtt Ánægðustu varmadælu-eigendurnir eru með NIBE, engin furða! Loft í vatn með öllu á sérstöku tilboði í desember. Er rafmagnsreikningurinn of hár? Er þá ekki kominn tími til að við tölum saman? Nýtt NIBE™ F1255 4 til16kW í einni og sömu jarðvarmadælunni. FFriorka www.friorka.is 571 4774 NIBE™ F1245 Jarðvarmadæla NIBE F1245-10kW SCOP 5.15 friorka@friorka.is Flestir Íslendingar sem kaupa jarðvarmadælu velja NIBE F1245 NIBE F1255-4 til16kW SCOP 5.5 Uppsetningaraðilar óskast um land allt. Frí NIBE námskeið með Diploma. Heyrúllukerrur Við erum að selja heyrúllukerrur sem auðvelda fólki að taka upp eða ferðast með eina heyrúllu í einu. Kerran er mjög þægileg í notkun og fyrirferðarlítil. Með hjálp rúllukerrunnar getur þú gert þetta sjálf/ur. Nánari uppl. fást í síma 869-5731 eða í gegnum netfangið heyrullukerra@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.