Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 1
24. tölublað 2013 l Fimmtudagur 12. desember l Blað nr. 409 l 19. árg. l Upplag 31.000 Verulegar breytingar hafa orðið á neyslumynstri Íslendinga á kjöti á árunum frá 1983 til ársloka 2012 samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Á þessum tíma hefur fólki fjölgað úr tæplega 236 þúsundum í ársbyrjun 1983 í nær 322 þúsund í árslok 2012. Samkvæmt þessum tölum var neyslan á kindakjöti í árslok 2012 innan við helmingur þess sem hún var í árslok 1983. Neyslan á alifuglakjöti hefur aftur á móti sexfaldast á sama tímabili og neyslan á svínakjöti hefur nær fjórfaldast. Kindakjöt var langvinsælast Á árinu 1983 var kindakjöt uppistaðan í kjötneyslu Íslendinga, eða 68% heildarkjötneyslunnar. Það ár neyttu Íslendingar að meðaltali 45,3 kg af kindakjöti á mann. Þar á eftir kom nautakjöt með 8,8 kg, svínakjöt 4,9 kg, alifuglakjöt 4,3 kg og hrossakjöt 3,2 kg. Neysla á kindakjöti minnkaði síðan jafnt og þétt þar til hún náði lágmarki árið 2011 í 18,8 kg á mann, eða 24% af heildar kjötneyslunni. Frá þeim tímapunkti hefur neysla á kindakjöti aftur verið að aukast. Þegar litið er á þróunina í neyslu á alifuglakjöti er allt annað uppi á teningnum og hefur neyslan sexfaldast frá 1983. Það ár nam hún 4,3 kg á mann á ári, eða um 7% af heildarkjötneyslunni. Neysla alifuglakjöts fór fram úr kindakjötsneyslunni árið 2007 og var komin í 26 kg á mann í árslok 2012, eða um 32% af heildarkjötneyslunni. /HKr. Neysla Íslendinga á kjöti hefur gjörbreyst síðan 1983 samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands: Alifuglakjötið náði forystusætinu af kindakjötinu 2007 og hækkar flugið – Kindakjötsneyslan hefur þó sótt í sig veðrið með verulegri aukningu á síðustu mánuðum Mikil söluaukning á síðustu árum 68% 13% 5% 7% 7% Neysla Íslendinga á kjöti árið 1983 n Kindakjöt n Nautakjöt n Hrossakjöt n Svínakjöt n Alifuglakjöt 26% 17% 2% 23% 32% Neysla Íslendinga á kjöti árið 2012 n Kindakjöt n Nautakjöt n Hrossakjöt n Svínakjöt n Alifuglakjöt 22 Kærleiksríkir kjötiðnaðarmeistarar úrbeinuðu fyrir MæðrastyrksnefndStarfið leggst vel í mig 184 Teikning / Þorsteinn Davíðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.