Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 Jólatré tilheyra jólunum og víða um heim eru jól haldin með tré, eða eftirlíkingu af tré, sem er komið fyrir inni í stofu, það skreytt og myndar oftast miðpunkt fyrir jólahaldið. Þegar kemur að útliti jólatrjáa eru möguleikarnir nánast óendanlegir hvað varðar t.d. stærð, áferð, lit og tegund. Notkun jólatrjáa á Íslandi hófst um aldamótin 1900; fyrst hjá velefnuðum dönskum kaupmönnum en síðan dreifðist hefðin út um allt land. Í kringum aldamótin voru barrtré ekki til á Íslandi og kaupmennirnir byrjuðu að selja rauðgreni frá Danmörku. Margir Íslendingar höfðu ekki efni á svona „fíneríi“ og bjuggu til gervijólatré úr spýtum sem síðan voru skreytt með lyngi, kertum og öðru skrauti. Þegar jólin nálgast vaknar spurningin hjá flestum Íslendingum: Hvernig jólatré eigum við að velja í ár? Margt er í boði og valkvíði getur myndast áður en að ákvörðun er tekin. Á jólatré ársins að vera lif- andi tré, íslensk eða innflutt tré eða gervitré? Ef íslenskt jólatré verður fyrir valinu eru mismunandi tegundir í boði en bara norðmannsþinur ef erlent er valið. Og ef menn eru að hugsa um gervijólatré tegundavalið fjölskrúðugt. Gervijólatré Gervitré hafa notið vaxandi vinsælda hérlendis eins og erlendis og salan fyrir löngu farin fram úr sölu lif- andi trjáa. Gervijólatré hefur marga kosti miðað við lifandi tré. Það er öruggara, laust við skordýr og sveppi og því ákjósanlegt fyrir fólk með ofnæmisvandamál. Gervijólatré er hægt að endurnota, það heldur plast- barrinu og sumir halda því fram að það sé betra fyrir umhverfið. Ef gervijólatré úr plasti er valið er framboðið mikið og þess háttar tré fást í öllum helstu verslanakeðjum í landinu. Gervitré eru aðallega fram- leidd í Kína úr lituðu plastefni (PVS) og fást í öllum stærðum og gerðum með eða án skrauts og ljósa. Jólatré með innbyggðum MP3- spilara eru líka framleidd en eru ekki enn komin á markað á Íslandi. Fyrir 2007 var blý (Pb) algengt bætiefni í plastefnið til að halda ákveðnum stífleika en það var bannað vegna mengunaráhrifa; frum- efnið tin (Sn) er nú notað í staðinn. Gervijólatré eldra en 6 ára innihalda því líklega eitthvert magn af blýi en tré yngri en 6 ára eiga ekki að innihalda efni sem hafa heilsu- eða umhverfisspillandi áhrif. Norðmannsþinur frá Danmörku Norðmannsþinur getur ekki vaxið á Íslandi nema í mjög vernduðu umhverfi og er því fluttur til lands- ins frá Danmörku. Norðmannsþinur kemur af fræi trjáa sem vaxa í Kákasusfjöllunum í Georgíu. Norðmannsþinurinn er mjög vin- sæll víða um heim vegna góðrar barrheldni, fallegs forms og litar. Norðmannsþinur er seldur hjá flest- um verslanakeðjum og frá ýmsum hjálparsamtökum eins og Sjálfsbjörg, Kiwanis og fleirum. Trén fást á mis- munandi verði eftir stærð og gæðum. Trén sem fara til Íslands eru með heil- brigðisvottorð frá dönsku umhverfis- stofnuninni sem á að tryggja að trén séu heilbrigð og lausa við sjúkdóma. Því á ekki að vera nein áhætta við kaup á innfluttu tré. Íslensk jólatré Jólatrjáaræktun á Íslandi hefur verið stunduð í mörg ár en í takmörkuðu mæli og aðallega hjá Skógrækt ríkisins og skógræktarfélögum víða um land. Framboð íslenska jólatrjáa er því ekki mikið; aðeins um 20% af lifandi jólatrjám sem seljast á Íslandi eru heimaræktuð. Algengt hefur verið að nota tré sem falla til við grisjun úr ungskógi sem jólatré en það er í fyrstu lagi tímafrekt að rölta um í skóginum í leit af jólatrjám í skammdeginu og í öðru lagi óhagstætt fyrir gæði skógarins að höggva fallegustu trén. Markviss jólatrjáaræktun á Íslandi er rétt að byrja og skógarbændur ásamt öðru áhugafólki eru farnir að afla sér reynslu og þekkingu á þessu sérsviði í samvinnu með öðrum samstarfsaðilum (Landssamtökum skógaeiganda, Landbúnaðarháskóla Íslands og Skógrækt ríkisins). Stafafura er orðin vinsælasta íslenska jólatréð. Hún er frekar auðveld í ræktun; harðgerð og nægjusöm og getur vaxið nánast um allt land. Stafafuran er aðallega seld frá skógræktarfélögum og frá íslenskum skógarbændum. Hún myndar köngla snemma. Þá má lita og þannig ná fram sérstökum „sjarma“ af ókeypis jólaskrauti. Rauðgreni var lengi „hið eina sanna“ jólatré en sala rauðgrenis hefur dregist saman síðan 2005 og er nú í öðru sæti á eftir stafafuru. Rauðgrenið er fallega grænt, fíngert og ilmar vel. Það hefur stuttar og hvassar nálar sem hafa tilhneigingu til að detta af ef tréð hefur verið vannært á ræktunarsvæðinu, höggvið of snemma eða ekki fengið vatn eftir það kom inn í stofu. Léleg barrheldni hefur minnkað vinsældir rauðgrenis. Rauðgreni þrífst ágætlega á Íslandi, best inn til landsins fjarri sjó, í skjóli og í frjósömum, rökum jarðvegi. Blágreni er í uppáhaldi hjá sumum notendum en selst bara í litlu magni. Blágreni hefur sérstakan fallegan bláan blæ, barrið er lengra og mýkra en hjá rauðgreni og barrheldni aðeins betri. Blágreni er harðgerðara en rauðgreni en þrífst við svipuð vaxtarskilyrði. Ef blágreni gefur frá sér lykt eins og sólberjarunni er það sökum þess að tréð er blendingur af blágreni og hvítgreni. Sitkagreni er harðgerðasta grenitegundin á Íslandi og sú eina sem þolir særok og seltu. Sitkagreni er fallega grænt en nálarnar eru hvassar, staðsettar allt í kringum greinina og stingandi. Mörgum finnst ókostur að tré sem er ætlað sem innitré stingi, en þá er sitkagrenið kjörið sem útijólatré. Og þess verður að geta að sumum finnst sitkagreni góð lausn ef ætlunin er að venja börnin af því að fikta í jólatrénu. Sitkagreni hefur í eðli sínu gott vaxtarlag og myndar oft þríhyrningslögun án formunar eða klippingar. Fjallaþinur er er skyldur norðmanns þininum. Hann hefur sömu eiginleika og norðmannsþinur en getur vaxið á Íslandi. Hann er barrheldinn, fallegur á litinn og ilmar vel. Fjallaþinur er þó erfiður í ræktun og viðkvæmur fyrir umhverfisáhrifum. Því er lítið framboð á fjallaþin og verðið hátt miðað við hinar tegundirnar. Sameiginlegt fyrir öll lifandi jólatré er að þau bæta jóla- stemninguna með ilmi sínum og einstökum sérkennum. Til að jólatréð endist lengur þegar það er komið heim eru nokkur atriði sem skipta máli. Best er að geyma tréð úti í skjóli eða í svalri geymslu í vatnsfötu þangað til það fer inn. Síðan er sagað (2-3 cm) að neðan til að auðvelda trénu að taka upp vatn. Að lokum er tréð sett í sérstakan jólatrjáafót sem bæði á að veita trénu stuðning og innihalda vatn. Lykilatriði er síðan að vökva tréð á hverjum degi, jafnvel allt að nokkra lítra á dag, sérstaklega fyrstu dagana eftir að tréð er tekið inn. Nokkur öryggisatriði Á hverju ári verða slys og óhöpp vegna íkveikju í jólatrjám og skreytingum. Skaðvaldurinn er oftast kerti sem var skilið eftir eftirlitslaust. Íkveikju- og brunahætta minnkar ef tréð er vel vökvað og ferskt. Ef jólatréð er skreytt með kertum sem kveikt er á er mikilvægt að hafa vatnsfötu með tusku nálægt eða slökkvitæki eða brunateppi rétt hjá sem auðvelt er að grípa til ef slys hendir. Enn fremur er mikilvægt að skilja jólatréð eða jólaskreytingar ALDREI eftir án eftirlits og ALLS EKKI að skilja börn eftir ein hjá logandi kertum. Að halda upp á jólahátíðina með lifandi jólatré með angan og ferskri kveðju frá skóginum skapar sérstaka jólastemningu. Ef rétt er farið að þessu og maður gefur sér smá tíma til að dunda sér við undirbúning, vökvun og eftirlit er ánægjan af lifandi jólatré góð viðbót við jólagleðina. Stundum lifna smá skordýr á trjánum þegar þau koma inn í hitann en á Íslandi eru ekki til nein hættuleg skordýr og engin þarf að vera hrædd við þau. Skemmtilegt getur verið að horfa á þau undir stækkunargleri og síðan er best að skila þeim til baka í náttúruna þar sem þau eiga heima. /Else Möller, skógfræðingur Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 480 0400 Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.is Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610 í dekk og skó Maxigrip ísnaglar Vertu stöðugur um jólin Hvernig jólatré eigum við að velja í ár – hvað er í boði? Else Möller skógfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.