Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 37
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 Öndunarfærasýkingar valda talsverðum búsifjum í sauðfjár- búskap hér á landi. Kregða er sjúkdómur af völdum Mycoplasma-baktería. Kregðan veldur sumarhósta í lömbum en dregur fé sjaldnast til dauða. Lungnapest af völdum Pasteurella- baktería kemur oft í kjölfarið eftir að fé er komið á hús. Hún getur leitt fé til dauða. Ekki er hægt að horfa framhjá þætti ormasýkinga í sjúkdómsmyndinni. Enn ein birtingarmynd öndunarfæra sýkinga er barkakýlisbólga, sem greinist alloft sem dánarorsök þó svo að menn hafi haldið að um hefðbundna lungnapest væri að ræða. Nýlega hófust á Keldum í samstarfi við Matvælastofnun rannsóknir á lungnasjúkdómum í sauðfé. Þorbjörg Einarsdóttir, líffræðingur , doktor í örveru- og ónæmisfræði, hefur verið ráðinn að Keldum til þess að sinna þessum rannsóknum í samvinnu við sérfræðinga stofnunarinnar. Megin markmiðið er þróun bóluefnis gegn kregðu og endurbætur á lungnapestar bóluefninu. Fyrsti áfangi verkefnisins var könnun á útbreiðslu kregðubreytinga í sláturlömbum í slátur húsinu á Selfossi og söfnun á efnivið til áframhaldandi rannsókna og ræktunartilrauna á kregðubakteríunni. Ég vil nota tækifærið og þakka forsvarsmönnum sláturhússins á Selfossi fyrir að greiða götu þessara athugana. Rannsókn á útbreiðslu kregðu- breytinga í sláturlömbum er loka verkefni Guðríðar Evu Þórarinsdóttur í dýralækningum frá Dýralæknaháskólanum í Kaupmanna- höfn. Guðríður skoðaði lungu úr um 25 þúsund fjár frá 232 bæjum, vestan úr Dölum og allt austur í Hornafjörð. Kregðubreytingar voru útbreiddari en reiknað hafði verið með en þær fundust á um 60 % allra búa. Tíðnin á einstökum búum var hins vegar frekar lág, yfirleitt aðeins nokkur prósent. Á Keldum hefur tekist að einangra kregðubakteríur og er unnið að samanburði á stofnum frá mismunandi stöðum á landinu. Fyrstu niðurstöður voru kynntar á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands í byrjun nóvember. Í ljós hefur komið mikill erfðabreytileiki þessara baktería. Vonir standa til að hægt verði að einangra sýkiþætti sem eru sameiginlegir öllum stofnum með framleiðslu bóluefnis í huga. Ef dæmigerðar lungnapestar- breytingar sáust við slátrun var einnig safnað efnivið til einangrunar á lungnapestar bakteríum. Jafnframt hefur dýralæknum verið skrifað og þeir beðnir um að hafa vakandi auga með ódöngun af völdum öndunarfæra- sýkinga og senda okkur til rannsókna lungnakelsi ásamt barkakýli úr fé sem drepst eða er lógað af þessum sökum. Hér með er þeim tilmælum einnig beint til bænda að leggja okkur lið í þessum rannsóknum og hafa samband við sinn dýralækni ef öndunarfærasýkingar í sauðfé eru vandamál á búum þeirra. Dýralæknir mun þá leiðbeina varðandi sýnatöku, frágang sýna og sendingu. Einnig má hafa samband við undirritaðan á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum (s. 585-5100 eða 861-3817) eða Þorstein Ólafsson, dýralækni sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun (s. 530-4800). Mikilvægt er að öllum sýnum fylgi sem gleggstar upplýsingar, m.a. nafn eiganda, heimilisfang, bústofn (fjöldi sauðfjár), hversu stórt vandamálið er, sjúkdómseinkenni, meðhöndlun (bólusetning/lyfjameðferð) og árangur hennar. Á heimasíðu Keldna (www.keldur.is) er að finna eyðublað (rannsóknarbeiðni) og leiðbeiningar varðandi frágang sýna til rannsókna. Verkefnið er styrkt af Bænda- samtökum Íslands og Framleiðnisjóði landbúnaðarins og eru því allar rannsóknir bændum að kostnaðarlausu. Eggert Gunnarsson, dýralæknir Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Keldnavegi 3, 112 Reykjavík s. 585-5199, GSM 861-3817, netfang: eggun@hi.is. Rannsóknir á lungnasjúkdómum í sauðfé – ákall til bænda og dýralækna Skoðun á lungum í sláturhúsinu á Selfossi. Lungnapest Stinn bólga í framblöðum vinstra megin auk brjósthimnubólgu og gollurshúsbólgu. Kreðka Framblöð lungna rauðbrún og föst viðkomu. Þorbjörg Einarsdóttir og Sigríður Hjartardóttir líffræðingar kynntu fyrstu niðurstöður rannsókna á kregðubakteríunni á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands í byrjun nóvember. Barkakýlisbólga Mikill bjúgur í barkakýlisopi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.