Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 Bændur í Lóni í Kelduhverfi fagna nýjum fjárhúsum: „Ef menn hugsa bara um peninga þá fara þeir í annað en sauðfjárbúskap“ „Við hófum framkvæmdir 22. júní og við settum fyrstu kindurnar inn í nýju fjárhúsin 14. nóvember,“ segir Einar Ófeigur Björnsson, bóndi í Lóni í Kelduhverfi. Einar hefur í sumar og haust unnið hörðum höndum ásamt konu sinni, Guðríði Baldursdóttur, og fjölskyldu að byggingu nýs og myndarlegs fjárhúss. Nú er framkvæmdum lokið og ekki seinna vænna svo hægt sé að nýta húsin í vetur, ekki síst nú á fengitímanum. Jafnframt er um nokkur tíðindi að ræða í búskap Einars Ófeigs því hann byggði síðast upp á jörðinni hlöðu árið 1982, þá 21 árs og nýlega tekin við búskap í Lóni. Með nýju húsunum koma þau hjón öllum fjárstofninum undir eitt þak en hafa fram að þessu verið með kindur í tveimur til þremur húsum. „Við rifum bragga sem þarna var fyrir og nýttum hluta af undirlaginu í nýju húsin. Það var steyptur grunnur og steyptur kjallari sem var um meters- djúpur. Við löguðum það og hækk- uðum kjallarann um 70 cm og svo var breikkað og lengt. Bragginn var um 200 fermetrar en nýja húsið er um 500 fermetrar. Bragginn þjónaði sem 200 kinda fjárhús og var orðinn 40 ára. Í nýja húsinu getum við hýst um 550 fjár. Það leysir líka af hólmi eldri fjárhús sem voru byggð árið 1956 sem við hyggjumst nota sem vorhús eftirleiðis. Þá er við þau hlaða sem ég mun áfram nota að einhverju leyti fyrir fé. Þetta er hins vegar orðin allt önnur aðstaða og ekki síst er mjög mikill munur að vera kominn með allt féð undir eitt þak.“ Enn félagsleg samstaða í sveitum Einar Ófeigur segir að með nýju húsunum verði hægt að fjölga eitthvað fénu en það eigi eftir að koma í ljós hvað verði í þeim efnum. Spurður um kostnaðinn segir hann að það hafi komið honum á óvart að hann hafi verið minni en hann hafi gert ráð fyrir. „Áætlunin hljóðaði upp á um 25 milljónir króna. Ég hef reyndar ekki komist mikið í að liggja yfir pappírum síðustu vikur en staðan á peningamálunum sýnist mér vera að framkvæmdin sé vel innan áætlunar. Sumt var verulega ódýrara en ég reiknaði með, til dæmis reisingin á húsinu. Ég reikna reyndar ekki inn mína eigin vinnu eða okkar, en hún er orðin verulega mikil. Svo hafa sveitungar komið að og gripið í verk og það verður kannski ekki gert upp í krónum og aurum.“ Það er því augljóst að enn er til staðar félagsleg samstaða í sveitum og greiðvikni við nágranna. „Það voru nokkrir sem ég fékk til þess að hjálpa mér við þessar framkvæmdir og sagði þeim að senda svo reikning. Svarið sem ég fékk var: „Ja, hann kemur nú seint“.“ Bylting í vinnuaðstöðu Húsið er stálgrindarhús frá fyrirtækinu ÞGT á Akureyri og stálgrindin sjálf er smíðuð hjá fyrirtækinu Útrás á sama stað. Einar Ófeigur segir að allt ofan steypu, án innréttinga þó, hafi verið keypt í einum pakka. Þar sé um að ræða grind, hurðir, glugga og annað. Grindagólf er í húsinu yfir dælukjallara. Vélgengur gangur er í gegnum allt húsið og eru gjafagrindur við hann. Hægt er að gefa allt upp í sex daga skammt í einu og er vitanlega mikið vinnuhagræði að því. „Þetta er mikill munur á vinnuaðstöðu. Húsin er hlýrri og betri, það eru gangar meðfram veggjum og auðveldara að fara um húsið þess vegna.“ Einar Ófeigur segist hafa verið býsna hissa á því hversu erfiðlega honum gekk að fá smiði í vinnu. „Það virðist vera nóg að gera á Húsavík og í nágrenni. Það er dálítið um útihúsabyggingar veit ég, til að mynda er líka verið að byggja fjárhús í næsta nágrenni við mig.“ Snýst líka um hvernig menn vilja skilja við Lengi hefur verið talað um að sauðfjárbændur berið lítið úr býtum í sínum rekstri og þröngt sé um fjárfestingar. Einar Ófeigur segir að þau bændur í Lóni hafi ekki hlaupið til í framkvæmdirnar í neinu bráðræði. „Ég var nú búinn að hugsa þessa framkvæmd í nokkur ár. Þegar ég reiknaði dæmið út með einhverjum skynsamlegum forsendum var auðvitað varla nokkur vitglóra í þessu. En stundum er bara langbest að hafa ekki skynsamlegar forsendur. Þetta snerist líka um það hvernig maður vildi skilja við búskapinn, þó að við séum nú ekkert að fara að hætta. Við hefðum svo sem getað verið áfram í þessum húsum sem við vorum með en þrjátíu árum héðan í frá hefði allt verið orðið ónýtt. Það eru nú heldur meiri líkur á að einhver vilji taka við þessu ef þetta er í þokkalega góðu standi. Við vitum það auðvitað að sauðfjárræktin ber ekki miklar skuldir eða fjárfestingar. Það er þó meira um fjárfestingu núna en maður skyldi ætla miðað við hvernig talað er. Þetta er í raun sama umræða og var þegar ég var að byrja að búa fyrir tæpum 35 árum. Þá var líka talað um að ekkert væri út úr þessum búskap að hafa. Eftir því sem ég eldist og hugsa meira um þetta þá held ég nú að það sé þannig að sauðfjárbændum sé eiginlega alveg skítsama um peninga, þetta snýst um eitthvað annað. Fólk verður auðvitað að eiga í sig og á en ef menn hugsa bara um peninga þá fara þeir í annað en sauðfjárbúskap.“ /fr Það þurfti að velta fyrir sér hvernig best væri að rífa gamla braggann niður áður en farið var af stað í verkið. Myndir / Guðríður Baldursdóttir Búið að reisa grindina þar sem gamli bragginn stóð áður. Einnig búið að klæða veggi og unnið við að koma þakplötum á sinn stað. Fé rekið inn í nýju húsin. Gott verður að koma inn í hlýjuna. Bóndinn að setja inn rúllur í gjafa- grindur. Aðstaða til mikillar fyrir- myndar. Ytra byrði orðið tilbúið. Ekki er seinna vænna þar sem farið er að grána.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.