Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 39
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 JÓLAMATURINN K alkúnn er veislumatur. Það er dásamlegt þegar kalkúnn er eldaður, ég fyllist þá alltaf hátíð- legri tilfinningu. Og það er í sjálfu sér ekkert skrítið því að allt frá því ég var um tíu ára gamall hefur verið hefð fyrir því að móðurættin komi saman á jóladag heima hjá mér og hafi kalkún á borðum með öllu tilheyrandi. En kalkún má ekki bara elda á jólunum. Ég hef prófað að elda einvörðungu kalkúnabringu, sem og að grilla kalkún, sem er líka stórkostleg leið til að elda þennan stóra og bragðmikla fugl. Kalkúnn er mun bragðmeiri en kjúklingur. Fullkominn jólakalkúnn Þar sem kalkúnn þarf langan eldunartíma hafa margir brennt sig á því að elda hann of lengi og þá er hætta á að hann verði of þurr. Ég er þó með nokkrar ábendingar um hvernig unnt er að forðast þetta. Í fyrsta lagi má baka hann undir viskastykki sem hefur verið bleytt upp í smjöri og olíu þannig að það er alveg gegnsósa. Í öðru lagi þarf að gæta þess að ausa því sem rennur af fuglinum yfir hann aftur. Í þriðja lagi má grípa til þess ráðs að sprauta vöðvana með bræddu smjöri og hefur þessi aðferð reynst mér sérstaklega vel. Einnig er hægt að setja kalkúninn í pækil í 2-3 daga áður en hann er eldaður. Ég er vanur að nota fyrstu þrjár aðferðirnar og hef alltaf verið sáttur við niðurstöðuna. Hún er fullkomlega eldaður og lungamjúkur kalkúnn. Pækill fyrir kalkún Þetta er ein leið til að tryggja að jólakalkúnninn heppnist vel. Það eru til fleiri en stundum tjaldar maður öllu til! Setjið vatnið yfir hlóðir og leysið upp saltið og sykurinn. Bætið kryddinu við. Látið suðuna koma upp og kælið. Þegar pækillinn hefur kólnað setjið þið kalkúninn út í og sjáið til þess að hann sé alveg hulinn. Stundum þarf að nota lóð til að halda fuglinum undir yfirborðinu. Pæklið í 8-16 tíma. Fyrir kalkúninn Bræðið smjörið í potti og hrærið olíuna saman við. Skerið grænmetið niður í grófa bita og setjið í botninn á ofnskúffunni ásamt lárviðar- laufunum. Skolið kalkúninn með vatni, þerrið og setjið í ofnskúffu. Skerið hálsinn, sem og innmatinn, og leggið til hliðar. Bræðið smjörið og blandið með jómfrúarolíunni. Dragið upp í sprautuna og sprautið í stærstu vöðvana. Skiljið helminginn eftir til að nudda kalkúninn að utan. Saltið vel og piprið. Vætið nú viskastykki upp úr smjöri og olíu (nóg til að það verði gegndrepa) og leggið ofan á fuglinn. Hitið ofninn að 170 gráðum og bakið kalkúninn í hálftíma fyrir hvert kíló. Á 30 mínútna fresti þarf að hella vökvanum sem verður til við eldunina yfir fuglinn. Síðasta hálftímann er viskastykkið fjarlægt svo að kalkúnn- inn fái sinn fallega lit. Takið fuglinn úr ofninum og úr ofnskúffunni og látið standa í 30 mínútur til að jafna sig. Á meðan hugið þið að sósunni. Athugið að geyma grænmetið og allt sem til fellur af fuglinum. Hellið mestu af fitunni frá en geymið afganginn fyrir sósuna. Berið fram með kalkúnsfyllingu og sósu. Kalkúnsfylling Þetta er besta fylling sem ég hef bragðað. Og hún er svo góð að ég þori varla að breyta til vegna hættu á að ég muni eyðileggja hátíðirnar fullkomlega. Þessi uppskrift er að miklu leyti fengin úr bókinni The Silver Palate eftir Julee Rosso og Sheilu Lukins. Ég hef þó breytt henni lítillega, minnkað brauðmagnið, aukið við kjötið og sett inn örlítið hlynsíróp. Fyrstu árin tróð ég alltaf fuglinn. Síðar gerði ég hvort tveggja, að fylla fuglinn og setja líka í eldfast mót, en nú set ég fyllingu eingöngu í eldfast mót þar sem karamellíseringin ofan á verður svo góð, nokkuð sem maður nær ekki fram með því að troða henni inn í kalkúninn! Saxið laukinn og hvítlaukinn smátt og steikið í helmingnum af smjörinu við lágan hita í tæpan hálf- tíma. Gætið þess að brenna ekki laukinn. Hann á að karamellíserast. Setjið til hliðar. Setjið afganginn af smjörinu á pönnuna og steikið niður- skorin eplin þangað til þau fara að taka lit. Setjið í skál með lauknum. Steikið grísahakkið, saltið og piprið, og setjið saman við laukinn og eplin. Bætið nú við því sem eftir er af hráefnunum og blandið vel saman. Nú er tvennt í stöðunni: Fylla fuglinn eða baka fyllinguna í eldföstu móti í 30–40 mínútur. Kalkúnssósa Veltið kalkúnahálsinum/hjartanu upp úr olíu, saltið og piprið, setjið í lítið eldfast mót og laumið inn í ofninn til að brúna það. Setjið til hliðar. Skerið grænmetið í bita og steikið í smjöri þar til mjúkt. Bætið svo kalkúnahálsinum/hjartanu við og steikið saman í nokkrar mínútur. Setjið svo lárviðarlaufið út á. Hellið nú vatninu yfir. Setjið lokið á og látið sjóða í 1–2 klukkustundir. Stundum þarf að bæta vatni í pottinn ef lokið er ekki nógu þétt. Þegar kalkúnninn er tilbúinn er vökvinn af fuglinum tekinn til hliðar og nýttur í sósuna. Fleytið fituna ofan af í skál og setjið til hliðar. Bætið 200 ml af vatni í skúffuna og hitið þannig að allur krafturinn náist upp og nýtist í sósuna. Hellið svo öllu nema því brennda út í pottinn. Sjóðið í nokkrar mínútur. Síið soðið í gegnum sigti. Setjið 4 msk. af kalkúnafitunni í pott og hitið. Hrærið 40 g af hveiti saman við til að búa til smjörbollu. Hellið nú soðinu yfir – hægt og rólega – og hrærið í á meðan. Sósuna þarf að léttsjóða í nokkrar mínútur til þess að sjóða hveitibragðið burt. Nú þarf að smakka til og meta hvort sósan þurfi salt, pipar, sultu eða jafnvel rjómaskvettu. En það er mat hvers og eins. Hátíðarkalkúnn að hætti læknisins Gott er að setja kalkúninn í pækil til að varna því að fuglinn þorni í eldun. Myndir | Ragnar Freyr Ingvarsson „ Ragnar Freyr Ingvarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.