Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 48
49Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 Uppgjör lambadóma 2013: Framkvæmdin gekk vel hans eru gríðarmiklar mjólkurkýr en hlutföll verðefna eru heldur undir meðallagi. Styrkleikar hans liggja að öðru leyti í mjög góðri júgur- og spenagerð og afbragðsgóðum mjöltum. Veiki hlekkurinn er hins vegar lágt mat fyrir skap en Þollur, faðir hans, dregur hann verulega niður. Þrátt fyrir það raðast dætur hans hátt í gæðaröð sem segir að bændum líkar almennt vel við þessa gripi. Dúllari 07024 lækkar í heildareinkunn um eitt stig og stendur nú í 107. Styrkur hans felst í mjólkurlagni dætra sem og afbragðsgóðum mjöltum. Hins vegar er fituhlutfall í mjólk of lágt og skapmat hans er á sama veg. Að gildir hins vegar það sama um hann og hálfbróður hans, Rjóma 07017, að föðurarfurinn er slakur en þessar kýr koma vel út í gæðaröð. Húni 07041 styrkir sína stöðu verulega, hækkar um tvö stig í heildareinkunn eða upp í 113. Húni gefur mjólkurlagnar kýr með úrvalsgóða júgurgerð og skap og góðar mjaltir. Fituhlutfall í mjólk er í tæpu meðallagi. Toppur 07046 hækkar um tvö stig í heildareinkunn og stendur nú í 112. Styrkur Topps felst í mjólkurlagni dætra og mjög háum veðefnahlutföllum í mjólk þeirra. Þær eru jafnframt mjög skapgóðar og júgurhreystin mikil en mjaltir eru í tæpu meðallagi og kippir þeim þar í kynið, sonardætur Hersis. Lögur 07047 stendur í stað í mati, með 112 í heildareinkunn. Styrkur Lagar liggur í byggingunni þar sem hann gefur kýr með afbragðsgóða júgur- og spenagerð auk mjög góðra mjalta og frábærs skaps. Hvað varðar mjólkurafköst dætra þá hafa þær sótt sig og mat hans hækkað hvað þann þátt varðar. Nautsfeður Nautsfeður til notkunar næstu mánuði verða Hjarði 06029, Sandur 07014, Húni 07041, Toppur 07046 og Blámi 07058. Áfram er óskað eftir að látið verði vita um nautkálfa undan nautsmæðrum og efnilegum kvígum sem fengu við Balda 06010, Kambi 06022, Víðkunni 06034 eða Legi 07047. Væntanleg naut Við næstu keyrslu kynbótamats verða vonandi fleiri naut úr árgangi 2008 komin með nægilegan fjölda dætra með afurðaupplýsingar þannig að hægt verði að taka naut til notkunar úr þeim hópi. Á þessum tímapunkti hefði það verið hægt ef burðaraldur 1. kálfs kvígna væri ekki jafn hár að meðaltali og raun ber vitni. Þannig seinkar hár burðaraldur í raun erfðaframförum í kúastofninum. Ef við víkjum að þeim nautum sem vonandi koma úr afkvæmaprófun við næstu keyrslu kynbótamats þá eru það naut fædd 2008. Feður þessara nauta eru einkum Laski 00010, Náttfari 00035 og Spotti 01028. Þá eiga Gosi 00032, Þrasi 98052 og Snotri 01027 einn son hver í þessum árgangi. Reynslan hingað til hefur verið best af sonum Laska en frá honum erfist greinilega sterk og góð júgur- og spenagerð ásamt góðum mjólkurafköstum. Í þessum hópi eru naut eins og Þáttur 08021, Klettur 08030 og Bambi 08049 sem þegar er ljóst að gefur frábærar mjaltir. Búast má við að afurðageta Náttfarasona verði mikil en hlutföll verðefna í mjólk verði þeim nokkur fjötur um fót. Þá eru mjaltir breytilegar í dætrahópi Náttfarasona eins og hjá frænkum þeirra, Náttfaradætrum. Synir Náttfara í þessum hópi eru Sámur 08009, Skúmur 08011, Krúsi 08014, Flekkur 08029, Sigurfari 08041, Hosi 08062, Teningur 08068 og Leikur 08069. Spotti 01028 hefur sjálfur fallið í mati frá því hann var valinn sem nautsfaðir sem gerir sonum hans erfiðara fyrir. Í hópi hans er þrátt fyrir það vonarneistar sem tíminn mun leiða í ljós hvernig reynast. Synir hans í 2008 árgangi eru Bliki 08047, Stapi 08051, Pollur 08054 og Vegbúi 08058. Það er erfitt að tjá sig um Höld 08010 Gosason 00032 þar sem enginn reynsla er fengin af hálfbræðrum hans en Gosi átti aðeins tvo syni sem komu til notkunar. Ef að líkum lætur mun Gói 08037 erfa frá sér sterka júgurgerð eins og hálfbræður hans, synir Þrasa 98052, en Snúður 08048, sonur Snotra 01027, er óskrifað blað. Þó er ljóst að Snotri hefur í tímans rás fallið í mati líkt og Spotti og það verður Snúði ekki til framdráttar. K Ä R C H E R S Ö L U M E N N Iðnaðarryksugur Uppruni Lambsnr. Þu ng i Ó m vö ðv i Ó m fit a La g Fó tle gg ur H au s H ál s& he rð ar Br in ga & út l. Ba k M al ir Læ ri U ll Fæ tu r Sa m r. St ig a lls Tæ ki Gullbringu- og Kjósasýsla Iðavellir 6 67 08-838 Borði 49 32 3,5 5,0 112 8,0 8,5 8,5 9,5 9,0 18,0 7,5 8,0 9,0 86,0 2 Morastaðir 160 10-033 Skógur 53 29 4,3 4,0 110 8,0 8,5 9,0 8,5 9,0 18,5 8,0 8,0 8,0 85,5 2 Iðavellir 6 36 08-838 Borði 44 29 2,9 4,5 113 8,0 9,0 8,5 8,5 9,0 18,0 7,5 8,0 9,0 85,5 2 Kiðafell 221 11-003 Laufi 52 33 2,3 4,0 112 8,0 8,5 8,0 9,0 9,0 18,0 8,5 8,0 8,5 85,5 2 Iðavellir 6 5 10-893 Birkir 51 28 2,7 4,5 114 8,0 8,5 9,0 8,5 8,5 18,0 8,0 8,0 8,5 85,0 2 Borgarfjarðarsýsla Múlakot 18 11-910 Þorsti 48 38 3,5 4,5 108 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 18,5 7,5 8,0 8,5 87,5 2 Oddsstaðir 1 232 11-145 Hnykill 43 35 1,6 5,0 105 8,0 8,5 9,0 9,5 9,0 18,0 9,0 8,0 8,5 87,5 2 Múlakot 11 11-910 Þorsti 56 37 4,1 4,5 107 8,0 9,0 9,5 9,0 9,0 18,0 8,0 8,0 8,0 86,5 2 Oddsstaðir 1 253 12-147 Sómi 46 35 1,5 5,0 109 8,0 9,0 9,0 9,5 8,5 18,5 8,0 8,0 8,0 86,5 2 Innri-Skeljabrekka 50 12-217 Þykkur 51 36 2,6 4,5 108 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 18,0 8,0 8,0 8,5 86,5 2 Mýrasýsla Bakkakot 496 11-910 Þorsti 52 31 3,2 4,5 109 8,0 8,5 8,5 9,0 9,5 18,5 8,0 8,0 8,5 86,5 2 Sigmundarstaðir 3139 12-088 48 35 2,4 3,5 112 8,0 9,0 8,5 9,0 9,0 18,0 8,5 8,0 8,5 86,5 2 Sigmundarstaðir 3163 09-881 Rafall 49 34 2,7 4,0 110 8,0 8,5 9,0 9,0 9,0 18,0 8,5 8,0 8,5 86,5 2 Rauðanes 3 151 12-444 Jaki 49 34 2,6 4,5 107 8,0 8,5 8,5 9,5 9,0 18,5 8,0 8,0 8,0 86,0 2 Hvammur 135 12-428 Herkúles 54 32 2,6 4,5 113 8,0 8,5 9,0 9,0 9,0 18,0 8,0 8,0 8,5 86,0 2 Snæfells- og Hnappadalssýsla Hjarðarfell 430 11-772 Klaki 62 35 2,2 4,5 109 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 18,5 7,5 8,0 9,0 88,0 2 Máfahlíð 383 11-002 Brimill 52 36 3,6 4,5 105 8,0 8,5 9,0 9,5 9,0 18,5 8,5 8,0 9,0 88,0 2 Fáskrúðarbakki 14 12-015 Glæsir 52 35 3,7 4,5 114 8,0 8,5 9,0 9,0 9,5 18,0 9,0 8,0 9,0 88,0 2 Berg 171 12-200 Silfri 47 33 4,4 5,0 112 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,5 7,5 8,0 9,0 87,5 2 Máfahlíð 865 12-001 Bliki 56 34 3,2 5,0 114 8,0 9,0 9,0 9,0 9,5 18,0 8,5 8,0 8,5 87,5 2 Dalasýsla Hallsstaðir 3088 12-205 Sólbjartur 47 32 3,7 5,0 109 8,0 8,5 9,0 9,5 9,0 19,0 7,5 8,0 8,0 86,5 2 Bær 34 09-879 Gaur 49 31 4,7 4,5 109 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 18,0 8,0 8,0 8,5 86,5 2 Geirmundarstaðir 160 09-207 Dagur 50 36 3,1 4,5 110 8,0 8,0 9,0 9,5 9,0 18,0 8,0 8,0 9,0 86,5 2 Geirmundarstaðir 554 10-903 Hængur 39 33 2,2 4,5 110 8,0 8,5 8,5 9,5 9,0 18,0 9,0 8,0 8,0 86,5 2 Rauðbarðaholt 2281 11-533 Safír 50 32 3,1 4,5 108 8,0 8,5 9,0 9,0 9,0 18,0 8,5 8,0 8,5 86,5 2 Barðastrandarsýslur Árbær 35 07-855 Steri 53 34 3,6 5,0 107 8,0 8,5 8,5 10,0 9,0 19,0 9,0 8,0 8,0 88,0 2 Árbær 270 11-034 Dagur 54 35 2,5 5,0 111 8,0 8,5 8,5 10,0 9,0 18,0 9,0 8,0 8,5 87,5 2 Árbær 36 07-855 Steri 61 34 4,5 4,5 108 8,0 8,5 8,5 9,5 9,0 19,0 8,0 8,0 8,5 87,0 2 Árbær 41 12-047 Hnokki 50 31 4,6 4,0 111 8,0 8,5 8,5 9,0 9,0 18,5 9,0 8,0 8,5 87,0 2 Árbær 34 12-043 Eitill 53 30 4,6 4,0 111 8,0 8,5 9,0 9,0 9,0 18,0 9,0 8,0 8,5 87,0 2 Vestur- og Norður-Ísafjarðarsýsla Ketilseyri 188 11-055 Bolli 55 31 3,7 4,0 102 8,0 8,5 8,5 9,0 9,0 18,5 8,5 8,0 8,5 86,5 1 Minni-Hlíð 206 08-217 Laukur 55 34 3,1 4,5 107 8,0 8,5 9,0 9,0 9,0 18,5 7,5 8,0 8,5 86,0 1 Birkihlíð 377 10-754 Doðri 57 35 3,7 4,0 113 8,0 8,5 8,5 9,5 9,0 18,0 8,0 8,0 8,5 86,0 2 Botn 2 14 09-881 Rafall 58 32 4,0 5,0 107 8,0 8,5 9,0 9,0 9,0 18,0 8,0 8,0 8,5 86,0 1 Hólar 527 09-103 Katt 54 32 4,0 4,5 107 8,0 8,5 9,0 9,0 9,0 18,0 8,0 8,0 8,5 86,0 2 Strandasýsla Laxárdalur 3 21 09-861 Dalur 63 39 3,4 4,0 110 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 18,5 9,0 8,0 9,0 89,5 2 Broddanes 1 191 10-160 Krapi 52 34 4,4 4,5 106 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,5 8,5 8,0 8,5 88,0 2 Smáhamrar 2 107 12-120 Þokki 59 37 2,9 4,0 104 8,0 9,0 9,5 9,0 9,5 18,5 7,5 8,0 8,5 87,5 2 Miðhús A001 07-866 Kvistur 55 34 2,5 5,0 109 8,0 8,5 9,0 9,5 9,5 18,5 8,0 8,0 8,5 87,5 2 Stóra-Fjarðarhorn 109 10-005 Leggur 53 36 2,3 4,0 110 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 18,5 8,0 8,0 9,0 87,5 2 Vestur-Húnavatnssýsla Efri-Fitjar 69 08-838 Borði 55 38 2,9 5,0 105 8,0 9,0 9,0 10,0 9,5 18,5 8,0 8,0 9,0 89,0 2 Kambhóll 312 09-879 Gaur 59 37 3,8 4,5 112 7,5 9,5 9,5 9,5 9,0 18,5 8,0 8,0 9,0 88,5 2 Bergsstaðir 192 06-864 Prófastur 55 33 3,8 5,0 105 8,0 9,0 9,5 9,0 9,5 18,5 8,0 8,0 9,0 88,5 2 Vatnshóll 197 10-146 Vísir 50 31 3,3 4,5 111 8,0 9,0 9,0 9,0 9,5 18,5 8,5 8,0 9,0 88,5 2 Syðri-Urriðaá 111 11-015 Svali 52 38 4,2 5,0 107 8,0 8,5 9,0 10,0 9,0 18,5 8,0 8,0 9,0 88,0 2 Austur-Húnavatnssýsla Akur 3194 12-452 Víðir 46 41 3,2 5,0 105 8,0 9,0 9,0 10,0 9,5 19,0 8,0 8,0 8,5 89,0 2 Akur 3139 08-466 Blær 54 40 5,2 4,5 108 8,0 9,0 9,5 10,0 9,0 18,5 8,0 8,0 9,0 89,0 2 Akur 3051 12-452 Víðir 47 38 2,7 5,0 106 8,0 9,0 9,0 10,0 9,0 18,5 8,0 8,0 8,5 88,0 2 Hof 23 09-888 Glæsir 61 37 2,7 5,0 110 8,0 8,5 9,0 10,0 9,0 18,0 8,5 8,0 9,0 88,0 2 Litla-Giljá 172 11-503 Gárungi 60 34 4,9 4,5 114 8,0 9,0 9,0 9,5 9,0 18,0 8,5 8,0 9,0 88,0 2 Skagafjarðarsýsla Melstaður 250 12-333 29 32 4,0 5,0 110 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 18,5 9,0 8,0 9,0 88,5 1 Djúpidalur 1227 11-639 Klettur 57 33 4,0 4,5 110 8,0 8,5 9,0 9,5 9,0 18,0 9,0 8,0 9,0 88,0 1 Brúnastaðir 9156 12-028 Gutti 45 35 1,1 5,0 110 8,0 8,5 9,0 9,5 9,0 18,5 9,0 8,0 8,0 87,5 1 Ytri-Hofdalir 151 10-875 Snævar 48 35 3,2 4,5 112 8,0 8,5 9,0 9,5 9,0 18,5 7,5 8,0 9,0 87,0 1 Syðra-Skörðugil 20 08-840 Kjarkur 49 34 2,7 4,0 109 8,0 8,5 9,0 9,0 9,0 18,5 8,0 8,0 9,0 87,0 1 Eyjafjarðarsýsla Syðri-Bægisá 202 10-893 Birkir 54 35 3,8 4,5 106 8,0 9,0 9,0 9,5 9,5 18,5 8,0 8,0 9,0 88,5 1 Finnastaðir 112 12-125 Valur 44 37 3,0 4,5 111 8,0 8,5 9,0 9,5 9,5 18,0 9,0 8,0 8,0 87,5 1 Hvammur 271 10-150 Bjarni 50 35 5,4 4,0 110 8,0 9,0 9,0 9,0 9,0 18,5 9,0 8,0 8,0 87,5 1 Faðir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Sauðfjárskoðunin er eitt umfangsmesta verkefni RML. Að dómum, mælingum og skipulagningu komu 38 starfs- menn. Vertíðin hófst með því að hópurinn var hristur saman á tveggja daga samræmingar- námskeiði á Hesti í Borgarfirði. Þar sem nú er allt landið undir er ekki síður mikilvægt en áður að efla samhæfingu dómarahópsins. Við tók þétt dagskrá lambadóma og hrútasýninga. Framkvæmdin tókst í megin atriðum vel þó ýmislegt megi læra af þessari frumraun RML. Dæmdir voru 15.115 lambhrútar og 70.509 gimbrar sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári, hrútarnir heldur fleiri í ár, ef miðað er við skráða dóma í Fjárvís.is. Í heildina voru lömbin léttari og fituminni í haust miðað við haustið 2012 og munar þar um kíló á fæti bæði hjá hrútum og gimbrum. Meðalþykkt bakvöðva hjá hrútum í ár var 28,8 mm en var 29,2 mm árið áður og fituþykktin var 2,9 mm í ár en 3,1 mm árið áður. Nánara yfirlit yfir meðaltöl dóma á hrútum og gimbrum er að finna á vef RML. Dómaniðurstöður eru í samræmi við niðurstöður úr kjötmati en meðalfallþungi lamba lækkaði úr 16,3 kg í 16,0 kg á milli ára. Engu að síður er þetta næstmesti þungi dilka á landsvísu á seinni árum. Aukið vægi á framparti í kjötmati hefur ekki haft afdrifaríkar afleiðingar á holdfyllingarmatið en meðaleinkunn fyrir gerð er nánast sú sama á milli ára eða 8,51 í ár miðað við 8,59 árið áður. Engu að síður er full ástæða fyrir marga sauðfjárbændur að horfa meira á þennan skrokkhluta í ræktunarstarfi sínu. Fituflokkun var hagstæðari í ár en meðaleinkunn fyrir fitu var 6,44 á móti 6,62. Áfram eru töluverð sóknarfæri í því að bæta gerð og þunga sláturdilka. Trúlega er fita lamba víða orðin mun minna áhyggjuefni en áður hjá mörgum bændum og rétt að skoða hvort breyta megi vægi milli fitu og vöðva í ræktunarstarfinu. Þó er rétt að minna á, að það er í höndum hvers og eins bónda að ákveða ræktunaráherslur á sínu búi útfrá stöðu þess. Efstu lambhrútarnir Í meðfylgjandi töflu eru taldir upp 5 efstu lambhrútar í hverju héraði samkvæmt Fjárvís.is. Hrútunum er raðað eftir stigum alls, samanlögðum stigum fyrir frampart, bak, malir og læri, síðan eftir bakvöðvaþykkt, síðan fituþykkt og þá eftir lögun bakvöðva ef enn þarf að greina milli hrúta með jafn mörg stig. Sé öllum lambhrútum landsins raðað eftir þessari forskrift stendur efstur hrútur úr Austur-Skaftafellssýslu frá Fornustekkum, sonur Baugs 10-889 frá Efstu-Grund. Hann hlaut 89,5 stig. Með jafn mörg stig en raðast í annað sætið á landsvísu er hrútur frá Hemlu 2 í Rangárvallasýslu, undan Ás 09-877 frá Skriðu. Þriðji í röðinni yfir landið er síðan hrútur frá Laxárdal 3 í Strandasýslu undan Dal 09-861 frá Hjarðarfelli. Þykkasti bakvöðvinn sem mældist í hrútlambi í haust var í lambi nr. 92 frá Fjósatungu í S-Þingeyjarsýslu, en þar mældist sonur Bassa 09-878 með 43 mm þykkan bakvöðva og raðast sá hrútur sem fjórði efsti yfir landið. Á heimasíðu RML (www.rml.is) er yfirlit yfir alla lambhrúta landsins sem náð hafa 86 stigum. Gimbraskoðun Á 517 búum á landinu voru skoðaðar 50 gimbrar eða fleiri. Víða er að finna ótrúlega öfluga gimbrahópa og hefur vöðvaþykkt lamba aukist töluvert á síðustu árum. Meðalbakvöðvaþykkt gimbra í ár er t.d. 0,8 mm meiri hedur en fyrir fimm árum. Á vef RML má finna lista yfir þau bú hafa hæst meðaltöl fyrir bakvöðvaþykkt gimbra. Afkvæmarannsóknir 2013-2014 Besta leiðin til að fá góðan kynbóta dóm á lambhrútana er að afkvæmaprófa þá á skipulagðan hátt. Vakin er athygli á því að reglum um styrki til afkvæmarannsókna hefur verið breytt. Næsta haust mun styrkhæf afkvæmarannsókn byggja á því, að í samanburði séu að lágmarki fimm veturgamlir hrútar (lambhrútar núna) og að þeir séu notaðir í ær sem eru sem jafnastar að aldri og gæðum. /Eyþór Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.