Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 55
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 hlj@bondi.is Vélabásinn Hjörtur L. Jónsson Í þessum pistlum mínum hér í blaðinu hef ég prófað töluvert marga smábíla sem eru almennt frekar ódýrir í rekstri og góðir kostir til ferðalaga svo framarlega að ekki sé þörf á miklu rými fyrir farangur og farþega. Askja, sem er umboðsaðili Kia, er eina umboðið býður upp á sjö ára ábyrgð á öllum Kia-bílum. Fyrir skemmstu prófaði ég Kia Picanto, sem er smábíllinn í Kia-fjölskyldunni. Fljótur að hitna og kúplingin óvenju létt Sennilega voru veðuraðstæður þær verstu til prófunar á bíl þennan dag sem ég reynsluók bílnum, mikið rok, ausandi rigning og slydda á köflum. Þegar ég var búinn að gangsetja bílinn og hugðist setja hann í gír hélt ég að eitthvað væri að kúplingunni því að það var svo létt að stíga á hana. Varlega prufaði ég að setja bílinn í fyrsta gír, sem var allt í lagi. Aldrei hef ég keyrt bíl með eins létta kúplingu. Með sætishitarann á og miðstöðina á fullu lagði ég af stað út í borgarumferðina. Eftir u.þ.b. einnar mínútu akstur var komin funhiti inni í bílnum svo að bæði sætishitari og miðstöðin fengu frí. Þegar ég bakkaði í stæði fyrir utan verslun sem stoppað var í kom það mér á óvart að svona lítill bíll væri með hindrunarvara að aftan, en oftast er þetta bara í stórum og dýrum bílum. Þegar ég opnaði farangursrýmið fannst mér það lítið en þegar ég raðaði vörunum sem ég var með þar hefði mátt koma töluvert meiru fyrir (sem sagt lítið, en stórt). Í farangursrýminu rak ég augun í neyðarpakka í plasti með tveim öryggisvestum. Fyrir það að setja tvö öryggisvesti í bílinn fær Kia auka stjörnu frá mér, en tvö öryggisvesti í bíl hef ég ekki rekið augun í áður. Góður og lipur innanbæjarbíll Baksýnisspeglar á hliðum eru góðir og spegillinn inni í bílnum er stór og góður. Innanbæjar er Kia Picanto lipur og þægilegur í alla staði og þar sem hann mengar ekki nema 0,99 grömm á km fær bíllinn frítt í bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Hljómtækin eru mjög góð og einnig er hægt að tengja iPad við græjurnar í þar til gerðar innstungur sem ætlaðar eru MP3-spilara, USB-tengi. Einnig fylgir sérstök snúra fyrir iPad. Hátalarakerfið státar af sex hátölurum. Handfrjáls Bluetooth-búnaður er í bílnum. Öllu þessu er hægt að stýra með tökkum sem eru á stýrinu (bæði síma og hljómtækjum). Á milli sætanna fyrir framan gírstöngina er mjög gott hólf sem er hægt að breyta í glasastanda með einum takka (mjög sniðugt og einfalt). Fjöðrun góð en mikið malarhljóð Samkvæmt bæklingi á Kia Picanto að eyða 4,2 í blönduðum akstri, en þegar ég var á bílnum voru aðstæður eins vondar og hugsast getur til sparaksturs. Innanbæjar var ég að eyða 7,4 á hundraðið, meðaleyðslan mín var 6,6 lítrar og í langkeyrslu eyddi ég 5,8 lítrum. Það er einfaldlega ekki hægt að spara eldsneyti við akstursskilyrðin eins og þau voru þegar ég ók bílnum. Einnig prófaði ég bílinn á malarvegi, en þar sem úti var blautt og hann á grófum vetrardekkjum er grjóthljóðið sem heyrðist undir bílnum varla marktækt. Það heyrðist mikið í smágrjótinu undir bílnum, minnti mig óþægilega á Búsáhaldabyltinguna, óttalegt dolluhljóð. Hins vegar var bíllinn mjög stöðugur á mölinni og fjöðrunin tók djúpar og hvassar holurnar og gerði þær að engu. Jákvætt: Mikið af aukabúnaði, bakkskynjari, lítil dekk sem eru ódýr, stöðugleikastýring, Bluetooth, fjöðrun, spólvörn, fljótur að hitna, tvö öryggisvesti í öryggispakka. Neikvætt: Hljóð undir bílnum á möl, vél mætti vera aðeins kraftmeiri. Kia Picanto – álitlegur jólapakki Verð: 1.990.777 Hæð: 1.480 mm Breidd: 1.595 mm Þyngd: 895 kg Vél: 998 cc bensín Lengd: 3.595 mm Hestöfl 68 Kia Picanto Bara að skella silfurborða utan um hann, þá er kominn jólabíll. Kia Picanto. ofan K Ä R C H E R S Ö L U M E N N Teg: Teg: Teg:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.