Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 20132 Fréttir Fallþungi dilka í sláturhúsum landsins á þessu hausti var að meðaltali 15,99 kg, sem er næst- mesta meðalþyngd innvigtaðar dilka síðan 1999. Mestur fall þungi reyndist vera hjá Norðlenska á Húsavík, eða 16,55 kg í meðalvigt samkvæmt gögnum Bændasamtaka Íslands. Fallþungi er æði mismunandi eftir flokkum, eða frá 11 kg upp í 23,7 kg. Alls var slátrað 532.453 fjár á landinu og heildarfallþungi kjötsins var rúm 8.500 tonn, eða 8.515.195 kg. Næst mesti fallþungi síðan 1999 Ef borinn er saman meðalfallþungi yfir landið frá 1999 til og með 2013 kemur í ljós að hann hefur aðeins einu sinni farið yfir 16 kg, en það var árið 2012, þrátt fyrir mikla þurrka og aðra óáran í veðurfari, einkum á Norðurlandi. Meðalþyngd innvigtaðra dilka á landinu öllu hefur heldur aldrei á þessu fimmtán ára tímabili farið undir 15 kg. Mesta sauðfjárslátrun í 15 ár Fjöldi fjár í slátrun hefur aldrei verið meiri frá 1999 en nú í haust. Slátrað var 532.453 dilkum samanborið við 528.500 árið 2012 og 527.874 árið 2011. Árið 1999 var aftur á móti slátrað 468.857 dilkum. Minnstur fjöldi dilka á þessu 15 ára tímabili var 2003 þegar niðurstaðan var 453.110 dilkar. Öll árin frá 2010 hefur fjöldi sláturdilka verið yfir 500 þúsund. /HKr. Fyrsta blað eftir áramót kemur út 9. janúar. Útgáfudagar Bændablaðsins fram í júní verða sem hér segir með fyrir- vara um breytingar: janúar janúar febrúar febrúar mars mars apríl apríl (miðvikudagur) maí maí júní júní Verðbreytingar um áramót Hækkun á verðskrá blaðsins tekur gildi um áramót en ástæða hennar er almennar verðlags hækkanir í landinu og aukin dreifing Bændablaðsins. Verðskrá verður eftirfarandi á nýju ári: Ársáskrift: Kr. 7.200 m. vsk. Ársáskrift fyrir eldri borgara: Kr. 3.600 m. vsk. Smáauglýsing með mynd: Kr. 4.900 m. vsk. Hefðbundin smáauglýsing: Kr. 1.900 m. vsk. Netauglýsing: Kr. 800 m. vsk. Dálksentimetri auglýsinga, litur: Kr. 1.400 án vsk. Dálksentimetri auglýsinga, litur, bls. 3 og baksíða: Kr. 1.600 án vsk. Dálksentimetri auglýsinga, svarthvítt: Kr. 1.100 án vsk. Dálksentimetri auglýsinga á fréttasíðum, litur: Kr. 2.250 án vsk. Niðurfellingargjald, 15% af brúttóverði auglýsingar. Gjald fyrir uppsetningu aug- lýsinga, tímagjald kr. 7.900 án vsk. Allar nánari upplýsingar um útgáfu Bændablaðsins er að finna á vefnum www.bbl.is. Netfang blaðsins er bbl@bondi.is og net- fang auglýsinga augl@bondi.is Í raun er hægt að tala um byltingu í neyslumynstri Íslendinga á kjöti frá árinu 1983 samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Á þessum tíma hefur fólki fjölgað úr tæplega 236 þúsund í ársbyrjun 1983 í nær 322 þúsund í árslok 2012. Neyslan á kindakjöti á hvern Íslending í árslok 2012 var innan við helmingur þess sem hún var í árslok 1983. Neyslan á alifuglakjöti hefur aftur á móti sexfaldast á sama tímabili og neyslan á svínakjöti hefur nær fjórfaldast. Kindakjöt var helsta kjötfæða Íslendinga Á árinu 1983 var kindakjöt uppistaðan í kjötneyslu Íslendinga eða 68% heildarkjötneyslunnar. Það ár neyttu Íslendingar að meðaltali 45,3 kg af kindakjöti á mann. Þar á eftir kom nautakjöt með 8,8 kg, svínakjöt 4,9 kg, alifuglakjöt 4,3 kg og hrossakjöt 3,2 kg. Neysla á kindakjöti minnkaði síðan jafnt og þétt og var komin niður fyrir 40 kg árið 1986 og niður fyrir 30 kg árið 1994. Fram til ársloka 2000 var kindakjöts neyslan nokkuð stöðug í kringum 25 kg á mann á ári. Hún fór síðan heldur lækkandi þar til hún náði lágmarki árið 2011 í 18,8 kg á mann eða 24% heildar kjötneyslunnar. Frá þeim tímapunkti hefur neysla á kindakjöti aftur verið að aukast og var orðin 20,7 kg í árslok 2012, eða um 26% kjötneyslunnar. Virðist sú þróun ætla að halda áfram út þetta ár þó tölur liggi ekki endanlega fyrir, en sem dæmi var mesta kindakjötssala í einum mánuði á þessari öld í októbermánuði síðastliðnum. Alifuglakjötið á miklu flugi Þegar litið er á þróunin í neyslu á alifuglakjöti er allt annað uppi á teningnum og hefur neyslan sexfaldast frá 1983. Það ár nam hún 4,3 kg á mann á ári eða um 7% af heildar kjötneyslunni, en fór í fyrsta skipti yfir 10 kg á mann árið 1999, eða í 10,6 kg á mann. Sala á alifuglakjöti fór svo verulega að taka við sér upp úr aldamótum með sölu á ferskum kjúklingum. Náði forystunni 2007 Neysla alifuglakjöts fór yfir 20 kg markið á mann árið 2005 og fór fram úr kindakjötsneyslunni árið 2007 þegar alifuglakjötsneyslan fór í 24 kg á mann. Þá var hlutfall neyslunnar á alifuglakjöti orðið 16% af heildarneyslunni. Nú nálgast neyslan á alifuglakjöti óðum 30 kg markið en hún var komin í 26 kg á mann í árslok 2012. Það var um 32% af heildar kjötneyslunni, sem er 8 prósentustigum hærra hlutfall en kindakjötsneyslan. Svínakjötið óx fyrr í vinsældum en alifuglakjötið Þróunin í aukinni neyslu á svínakjöti hefur líka verið mjög hröð og hefur hún nær fjórfaldast á 29 árum frá 1983. Það ár nam neyslan 4,9 kg á mann, eða um 7% af heildarkjötneyslunni. Hún fór svo í 10,6 kg árið 1989, eða um 17% af heildarneyslunni á kjöti. Aukningin var síðan hraðari í svínakjötsneyslunni en í neyslu á alifuglakjöti allt til ársloka 2004 þegar neyslan var 18,7 kg á mann. Árið 2005 fór alifuglakjötsneyslan í fyrsta sinn fram úr svínakjötsneyslunni og hefur verið að auka forskot sitt síðan. Mest var svínakjötsneyslan 21,9 kg á mann árið 2008 og náði þá 26% hlutdeild á kjötmarkaðnum. Það ár var alifuglaneyslan 29% og kindakjötsneyslan 28%. Frá 2008 hefur neyslan á svínakjöti heldur verið að dala og var í árslok í fyrra komin í 18,3 kg á mann, eða 23% af heildarkjötneyslunni. Neyslan á svínakjöti hefur tvisvar verið meiri en á kindakjöti eða á árunum 2009 og 2011, þó ekki muni þar miklu. Neysla á nautakjöti eykst líka Neysla á nautakjöti jókst á tímabilinu frá 1983 til 2012 um rúm 52% eða úr 8,8 kg á mann í 13,4 kg. Neyslan á nautakjötinu fór yfir 10 kg markið árið 1985 og varð mest árið 1987, 13,9 kg á mann. Það gerir um 20% markaðshlutdeild í kjötneyslu á meðan lambakjötsneyslan nam 52%. Síðan hefur nautakjötsneyslan oftast verið á bilinu 11 til 13 kg á mann en hún fór þó niður í 10,5 kg árið 2006. Í fyrra var neyslan 13,4 kg á mann, sem er um 17% markaðshlutdeild. Þá var hlutdeild svínakjöts í neyslunni 23%, kindakjöts 26%, alifuglakjöts 32% og hrossakjöts einungis 2%. Minnst er neytt af hrossakjöti Hrossakjöt hefur aldrei skorað hátt á matborði Íslendinga, eða á bilinu 2 til 3 kg á mann undanfarin 29 ár, en neyslan hefur heldur farið minnkandi á síðustu tveim árum. Líklegt er þó að aukin neysla í sumar og haust geti þó aðeins lagað hlut þess á markaðnum. Var álíka vinsælt og alifuglakjöt árið 1984 Árið 1983 nam neyslan á hrossakjöti 3,2 kg á mann en hún fór mest í 3,7 kg á mann árið 1984 og náði þá 6% markaðshlutdeild. Athyglisvert er að þá hafði neysla á alifuglakjöti ekki náð miklum vinsældum og var aðeins einu prósentustigi meiri en neyslan á hrossakjöti. Eftir það fór að draga hressilega í sundur með þessum kjöttegundum. Hefur neysla á hrossakjöti eftir 1984 aðeins tvisvar náð 3 kg á mann, en það var árin 1985 og 1986. Minnst hefur neyslan á hrossakjöti verið 1,6 kg á mann, en það var árin 2002 og 2011 þegar neysla þess nam eins og fyrr segir 2% af heildarneyslu Íslendinga á kjöti. Fjölmargir úr röðum hrossa- ræktenda hafa viðrað þær skoðanir að nauðsynlegt sé að fækka í stofninum. Hugsanlega kann það að leiða til þess að hlutdeild hrossakjöts í kjötneyslu Íslendinga aukist eitthvað á ný. Þess ber að geta varðandi tölur Hagstofunnar um neyslu Íslendinga á kjöti að ekki er getið um neyslu á hvalkjöti, selkjöti, kjöti af villtum fuglum, hreindýrakjöti eða öðrum tegundum, þar sem tölur eru ekki alltaf sérlega áreiðanlegar. Ólíklegt er þó að það skekki heildarmyndina mjög mikið. /HKr. Umbylting í kjötneyslu Íslendinga – kindakjötsneyslan orðin svipuð og á svínakjöti en alifuglakjötið er með vaxandi forystu Jólamarkaður haldinn í Hörpu um helgina Um helgina verður stærsti matar- markaður landsins haldinn í Hörpu. Þetta er í þriðja skipti sem markaður inn er haldinn og það er verslunin Búrið að frumkvæði tveggja kvenna sem stendur að honum. Á boðstólum verður ýmislegt góð- gæti. Meðal annars verður hægt að fá tvíreykt hangikjöt, lífrænt lamba kjöt, grasfóðrað nautakjöt, humarsoð og humar súpu, birki reyktan og bláberja- kryddaðan lambavöðva, appelsínu- grafinn jólalax, jólaglögg og sultur. Framleiðendur koma víða að. Til dæmis frá Hvammstanga, Rifi á Snæfellsnesi, Þykkvabæ, Hallormstað hjá Egilsstöðum, Kjós, Selfossi og Öræfum. Einnig verða Ítali, Þjóðverji og Englendingur í hópnum. Þá verður Matarbúrið í Kjós með Tuddann sinn fyrir utan. Þar verður hægt að fá hamborgara úr grasfóðruðu nautakjöti beint frá bónda. Mesta sauðfjárslátrun í 15 ár – yfir 530 þúsund dilkar og meðalfallþungi á landinu öllu var sá næstmesti síðan 1999 Ár Kindakjöt Nautakjöt Hrossakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Árleg kjötneysla á íbúa frá 1983 Maðalfallþungi allt landið Ár Meðalvigt kg. Fjöldi Eftir 2010 minnkaði sumarslátrun verulega og ágústslátrun hefur að mestu farið fram í seinni hluta mánaðarins. Afurðastöð Meðalvigt SS - Sláturfélag Suðurlands Selfossi 15,68 KVH Hvammstanga 16,03 Sölufélag A-Húnvetninga Blönduósi 15,96 KS Sauðárkróki 15,87 Norðlenska Húsavík 16,55 Fjallalamb Kópaskeri 16,11 Sláturfélag Vopnfirðinga 16,12 Norðlenska Hornafirði 15,77 Meðaltal allt landið 15,99 Heildarþungi allt landið 8.515.195 Fjöldi allt landið 532.453 Sláturtíð 2013 frá 1. ágúst til 31. nóvember Meðalvigt innvigtaðra dilka í kg. 9. 23. 6. 20. 6. 20. 3. 16. 8. 22. 5. 19. Bændablaðið á nýju ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.