Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 12.12.2013, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. desember 2013 Jólaskógur opnaður í Heiðmörk Það var kalt í veðri en glatt á hjalla þegar Jólaskógurinn í Heiðmörk var opnaður formlega síðastliðinn laugardag. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, mætti á svæðið ásamt syni sínum Eggerti til að saga fyrsta tréð. Skógræktarfélag Reykjavíkur bauð upp á kakó og jólasveinn mætti á svæðið með mandarínur. Jólaskógar Skógræktarfélaganna eru opnir um allt land á aðventunni. Íslensk jólatré eru vistvæn og fyrir hvert hoggið tré í jólaskógunum gróðursetja skógræktarfélögin um 30 önnur. Nánari upplýsingar um jólaskógana er að finna á vefslóðinni skog.is. Texti og myndir / smh Þessi strákur hvíldi lúin bein eftir að hafa sótt tré af stærri gerðinni með foreldrum sínum, eins og sjá má hér að neðan. Þegar feðgarnir höfðu sótt tréð fengu þeir sér piparkökur og kakó við eldstæðið. Fallegur fjögurra metra hár fjallaþinur stendur við Elliðavatnsbæinn. Tinna Ottesen hönnuður skreytti tréð, en hún sigraði í jólaskreytingarkeppni árið 2011. Jólamarkaður við Elliðavatn Fallega smíðuð leikföng. Hunang úr Heiðmörk. Ullarvörur – íslenskt handverk. - bænum. Sigríður Þorgrímsdóttir les úr bók sinni Allar mínar stelpur. Í Rjóðrinu við Elliðavatn. Elías Snæ- land Jónsson les úr bók sinni Álfadís og grimmd gullsins. J ólamarkaðurinn vinsæli í Elliðavatnsbænum við Elliðavatn er opinn allar helgar fram að jólum á milli klukkan 11 og 16. Mikið úrval af íslensku handverki er í boði og á hlaðinu eru til sölu nýhoggin jólatré úr Heiðmörk, eldiviður og viðarkyndlar. Notaleg jólastemmning er á kaffihúsinu, sem er í kjallaranum, en þar lesa rithöfundar úr nýútgefnum bókum sínum – auk þess sem þar er að finna spákonu. Texti og myndir / smh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.