Bændablaðið - 12.12.2013, Page 1

Bændablaðið - 12.12.2013, Page 1
24. tölublað 2013 l Fimmtudagur 12. desember l Blað nr. 409 l 19. árg. l Upplag 31.000 Verulegar breytingar hafa orðið á neyslumynstri Íslendinga á kjöti á árunum frá 1983 til ársloka 2012 samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Á þessum tíma hefur fólki fjölgað úr tæplega 236 þúsundum í ársbyrjun 1983 í nær 322 þúsund í árslok 2012. Samkvæmt þessum tölum var neyslan á kindakjöti í árslok 2012 innan við helmingur þess sem hún var í árslok 1983. Neyslan á alifuglakjöti hefur aftur á móti sexfaldast á sama tímabili og neyslan á svínakjöti hefur nær fjórfaldast. Kindakjöt var langvinsælast Á árinu 1983 var kindakjöt uppistaðan í kjötneyslu Íslendinga, eða 68% heildarkjötneyslunnar. Það ár neyttu Íslendingar að meðaltali 45,3 kg af kindakjöti á mann. Þar á eftir kom nautakjöt með 8,8 kg, svínakjöt 4,9 kg, alifuglakjöt 4,3 kg og hrossakjöt 3,2 kg. Neysla á kindakjöti minnkaði síðan jafnt og þétt þar til hún náði lágmarki árið 2011 í 18,8 kg á mann, eða 24% af heildar kjötneyslunni. Frá þeim tímapunkti hefur neysla á kindakjöti aftur verið að aukast. Þegar litið er á þróunina í neyslu á alifuglakjöti er allt annað uppi á teningnum og hefur neyslan sexfaldast frá 1983. Það ár nam hún 4,3 kg á mann á ári, eða um 7% af heildarkjötneyslunni. Neysla alifuglakjöts fór fram úr kindakjötsneyslunni árið 2007 og var komin í 26 kg á mann í árslok 2012, eða um 32% af heildarkjötneyslunni. /HKr. Neysla Íslendinga á kjöti hefur gjörbreyst síðan 1983 samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands: Alifuglakjötið náði forystusætinu af kindakjötinu 2007 og hækkar flugið – Kindakjötsneyslan hefur þó sótt í sig veðrið með verulegri aukningu á síðustu mánuðum Mikil söluaukning á síðustu árum 68% 13% 5% 7% 7% Neysla Íslendinga á kjöti árið 1983 n Kindakjöt n Nautakjöt n Hrossakjöt n Svínakjöt n Alifuglakjöt 26% 17% 2% 23% 32% Neysla Íslendinga á kjöti árið 2012 n Kindakjöt n Nautakjöt n Hrossakjöt n Svínakjöt n Alifuglakjöt 22 Kærleiksríkir kjötiðnaðarmeistarar úrbeinuðu fyrir MæðrastyrksnefndStarfið leggst vel í mig 184 Teikning / Þorsteinn Davíðsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.