Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1958, Page 11

Læknablaðið - 15.11.1958, Page 11
LÆKNABLAÐIÐ 83 I um frá meltingarvegi og legi. .Gefur útsæði þetta stundum f jrrstu einkenni um sjúkdóminn. Einkenni. Flestir höfundar telja, að stækkun á kvið sé oftast fyrsta einkenni sjúkdómsins. Það er augljóst, að þetta einkenni getur ekki talizt frumeinkenni, þar sem sjúkdómurinn er í mörgum tilfellum kominn á hátt stig, þegar fyrirferðaraukning kem- ur fram. Það eru í rauninni engin einkenni til, sem sérkenna þennan sjúkdóm á fyrstu stig- um hans, og er þar að leita or- sakar þess, hve slæmar horfur eru á bata. í hinni ágætu bók dr. Stanley Way’s í Newcastle um illkvnja sjúkdóma i genitalia hjá kon- um, telur hann fyrstu einkenni sjúkdómsins sem hér segir: TAFLA I. First symptom (Way, 1951). Abdominal swelling............ 62 Abdominal pain ............... 31 Pain due to rupture (no pre- vious symptom) ............... 2 Vaginal bleeding .............. 9 Lump (as distinctfrom swelling) 8 Dysuria ....................... 4 Constipation .................. 2 Vomiting ...................... 2 Malaise ....................... 1 Anorexia ...................... 1 Swollen leg ................... 1 Diarrhea ...................... i No symptoms (discovered acci- dentally) .................... 3 No history recorded ........... 3 Eins og sjá má á töflunni, er stækkun á kvið helmingi tíðara einkenni en það, sem næst kem- ur í röðinni — verkir i kviðar- holi. Önnur einkenni eru siðan miklum mun sjaldgæfari en þessi tvö fyrstu. Hann tekur þó fram, að sennilega séu óljós óþægindi og vægar meltingar- truflanir fyrstu einkenni sjúk- dómsins. 1 grein i Am. J. of Obst. & Gyn. 1949 eftir Allan and Her- tig, er getið þessara einkenna: TAFLA II. Symptoms (Allan and Hertig 191)9). Low abdominal pain 143 —- 53,9% Abdom. enlargement 142 — 53,5% Gastroenterological complaints........ 57 —■ 21,5% Genitourinal com- plaints........... 53 — 20,0% Abnormal vaginal bleeding ......... 49 — 18,5% Pelvic pressure ..... 46 — 17,4% Backache............. 36 —- 13,5% Árið 1951 hélt dr. Gorton, yf- irlæknir á kvensjúkdómadeild Radiumdeildarinnar í Lundi, mjög athyglisvert erindi á læknafundi þar. Birtist það síð- an í sænska læknablaðinu sama ár. Niðurstöður hans eru byggð- ar á rannsókn á öllum þeim sjúklingum með krabbamein í eggjastokkum, sem komu á deild lians árin 1947—1950, eða 140 sjúklinga alls. Siðan 1950 hefur sömu atliugunum verið haldið áfrain á þessari deild, að meðaltali á um það bil 35 nýj- Total 130

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.