Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 13
T.ÆKNABLAÐIÐ
85
Önnur einkenni, sem um get-
ur i töflunni, eru almennt kunn
og umrædd í bókum um þessi
efni, og mun ég þvi ekki ræða
þau nánar hér.
Greining.
Þegar sjúkdómurinn er kom-
inn á svo hátt stig, að stækkun
finnst á kvið, eða jafnvel sjúk-
lingurinn sjálfur finnur fyrir-
ferðaraukningu gegnum kviðar-
vegginn, er greining í flestum
tilfellum létt. Skal tekið fram,
að vitaskuld er í fleiri tilfellum
um góðkynja æxli að ræða, en
aðeins uppskurður getur leitt í
ljós, hverrar tegundar æxlið er.
í öðrum tilfellum, þegar verk-
ir eða blæðingar eru aðalein-
kenni, er höfuðatriði að gerð
sé nákvæm „gynekologisk“
rannsókn, svo að sj úkdómurinn
verði greindur. Er þetta rann-
sólcn, sem ekki má vanrækja að
gera. Leiði slik rannsókn ekkert
í ljós, verður samt að hafa þessa
greiningu í huga, og endurtalca
rannsóknina með nokkurra
mánaða millibili, ef engin önn-
ur skýring fæst á einkennum
sjúklingsins. Gildir þetta eink-
um um konur, sem konmar eru
yfir fertugt.
Þegar „gynekologisk“ rann-
sókn er framkvæmd, og fyrir-
ferðaraukning finnst til hliðar
við legið, má á 5fmsan hátt
marka, livort um illkynja vöxt
sé að ræða eða ekki.
Skal ég þá geta nokkurra at-
riða, sem til hj álpar mega verða
við þá greiningu. Ef um mjög
stórt æxli er að ræða, eru meiri
líkur til, að það sé góðkynja.
Ef æxli finnst i báðum eggja-
stokkum, eru auknar líkur til,
að þau séu illkynja. Hrej'fan-
leiki æxlisins getur einnig lijálp-
að til við greiningu. Sé æxlið
vaxið fast við nærliggjandi vefi,
eru líkur til, að það sé illkynja,
þó ber þá einnig að liafa í liuga
greininguna endometriosis,
bólgu eða ígerð. Smáhnútar í
fossa Douglasii, sem finnast við
rannsóknina, auka líkur fyrir,
að æxlið sé illkynja, einkum ef
hnútar þessir eru eymslalausir.
Séu þeir liins vegar mjög aumir
viðkomu, er sennilegra, að um
endometriosis sé að ræða. Ef
ascites finnst einnig, er í flest-
um tilfellum krahbamein á ferð-
inni.
Meðferð.
Meðferðin við þennan sjúk-
dóm er, sem við aðrar tegundir
krahhameins, uppslcurður og
geislalækning. Flestir munu
fylgja þeirri reglu, að skera
sjúklinginn upp, jafnvel þótt
sjúkdómurinn sé kominn á all-
liátt stig, og nema þá eins mikið
hurt af æxlinu og fært er, því
að geislalækning, eftir slika
aðgerð getur gefið ágætan ár-
angur. Dæmi eru til um það, að
langt gengin tilfelli með útsæði
um allt kviðarhol hafi læknazt
með slíkri meðferð, þótt því