Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 15
L Æ K N A B L A Ð I Ð
TAFLA IV.
(Gorton, 1951).
87
Fullst. op. Fullst. op. med kvarlámn. till synes friskt andra ovarium Ofullst. op. Inop. Summa
43 23 65 9 140
Döda 11 6 58 6 81
Leva 32 17 7 3 59
Þeim er skipt niður í fjóra
flokka, við rannsókn, sem gerð
er við fyrstu komu sjúklings-
ins í deildina.
Þessir flokkar eru:
1) Uppskorin á fullnægjandi
hátt.
2) Uppskorin, en annar eggja-
stokkur skilinn eftir.
3) Uppskorin á ófullnæggjandi
hátt.
4) Ekki skurðtæk tilfelli.
Heildarárangur er sá, að af
þessum 140 sjúklingum lifa 59,
eða 42,2 af hundraði, eftir 2ja
ára athugunartíma. Því miður
hef ég ekki nákvæmar tölur fyr-
ir hendi um 5 ára atliugunar-
tíma, en liann mun vera tæpir
30 af hundraði.
I Newcastle var árangur 11
af hundraði, aðrir höfundar
geta um nokkru betri árangur
eftir 5 ára athugunartima. Hen-
derson og Bear, 18,1% frá há-
skólasjúkrahúsinu i Toronto.
Montgomery 20,5% og Allan og
Hertig 34,7%.
Yfirleitt er árangur lækninga
ákaflega misjafn við sjúkdóm
þennan, og fer liann vitaskuld
eingöngu eftir því, hve snemma
sjúklingar koma til meðferðar,
og árvekni er mikil við að
greina sjúkdóminn.
Lokaorð.
Ég vil að lokum endurtaka i
fáum orðurn þau atriði, sem
mér finnst mestu máli skipta
í sambandi við sjúkdóm þenn-
an.
Algengustu frumeinkenni
hans eru verki'r i kviðarholi, sem
sjaldan eru sérkennandi teg-
undar, og óreglulegar hlæðingar.
Ef þessi einkenni koma fyrir
hjá konum eftir 35 ára aldur,
skal þessi sj úkdómsgreining
höfð í huga, ef ekki finnst aug-
ljós skýring á uppruna þeirra.
Til þess að ganga úr skugga um
þetta atriði, skal ávallt gerð ná-
kvæm „gynekologisk“ rannsókn
á konum þessum. Verði það gert
að reglu, hæði á sjúkrahúsum
og hjá læknum almennt, að
framkvæma slika rannsókn í
öllum vafatilfellum, mun milcið
vinnast. Sjúkdómurinn greinist