Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1958, Side 39

Læknablaðið - 15.11.1958, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 107 þykir þó, að hvort tveggja sé. En sé toxinið komið til mæn- unnar, þá er það fastbundið og eyðist aðeins við efnaskipti frumanna þar. Eigi antitoxin- gjöf að bera árangur, þarf hún að neutralisera toxinið áður en það berst til mænunnar. Talið er, að það taki um 4 vikur fyr- ir líkamann að „evða“ toxin- inu úr mænunni, en að sjálf- sögðu er það misjafnt eftir því, hve mikið hefur horizt þangað. Það er því mjög mikil- vægt, að gefa antitoxin strax eftir öll slvs, sem gætu valdið tetanus-sýkingu, og svo aftur í mjög stórum skömmtum, komi einkenni fram. Önæmisaðgerðir og tíðni. Það hefur verið venja viða um lönd, að gefa tetanus- antitoxin (TAT), 1500 ein. sub- cutant um leið og fvrsta aðgerð fer fram, en síðan aftur eftir eina viku, sé sárið ekki gróið. Má það kallast passiv ónæmis- aðgerð. Fvrir síðustu styrjöld, og þó mest i henni, var tekið að nota Tetanus-toxoid (TT) til aktívra ónæmisaðgerða. — Gefinn var 0,5—1 ml. með 6—12 vikna millibili 3svar sinnum, en síðar var gefinn viðbótar („booster") skammtur af toxoid, ef slys bar að liöndum. — Þetta gefur miklu hærri titer af serum- anti-toxini og varanlegri, held- ur en passiv antitoxingjöf, sem oft hefur ln'ugðizt að nokkru leyti. Frá því í fyrri heimsstyrjöld hefur 0,1 ein. af antitoxini i ml. i serum verið talinn gefa full- nægjandi vörn. Eftir innspýt- ingu á 1500 ein. antitoxins, fengu Stafford el al. eftirfarandi titer: eftir 24 klst. 0,1 ein./ml. — 7 — 0,1 ein./ml. — 4 daga 0,15-0,25 ein./ml. Eftir „booster“skammt af TT. 0,5 ml. fengu þeir hjá aktívt ó- næniu fólki 0,05 ein./ml. í byrj- un, sem hækkaði upp í 0,1—0,3 ein./ml. á 4—5 dögum og siðan hratt upp í 10 ein./ml. á 14 dög- um. Hið síðarnefnda gefur því miklu hetri vörn. Og tíðni sjúk- dómsins er sláandi sönnun á- hrifa ónæmisaðgerða. f síðasta striði komu aðeins 5 tilfelli af tetanus fyrir í Bandaríkjaher á fólki, sem hafði fengið ónæm- isaðgerðir og svo „booster“- skammt, en i 1914—1918 strið- inu var tiðnin í hrezka hernum: 9 tilfelli af hverjum 1000 særð- um, sem lækkaði niður í 1%0, þegar farið var að gefa antitox- in. Þá voru 2385 tilfelli í hrezka liernum með 1011 dauðsföllum. Þýzku hermennirnir voru ekki varðir svona og var mikið um tetanus hjá þeim, t. d. komu 53 þýzkir hermenn úr einumfanga- búðum með tetanus á einum mánuði. í Bandaríkjunum deyja ár- lega milli 5—600 manns af tet-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.