Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 111 Haraldur Jónsson, héraðslæknir í Vík í Mýrdal, var settur til þess að gegna ásamt sinu héraði Kirkju- bæjarhéraði frá 1. jan. 1959, þar til öðruvísi yrði ákveðið. Guömundur Guömundsson, cand. med., hefur hinn 31. des. 1958 feng- ið leyfi til þess að mega stunda al- mennar lækningar hér á landi. Geir Jónsson, læknir, var skipað- ur héraðslæknir í Reykhólahéraði frá 30. des. 1958. Björn Önundarson, læknir, var skipaður héraðslæknir í Flateyrar- héraði frá 30. des. 1958. Jón Guögeirsson, læknir, var skip- aður héraðslæknir í Kópaskershér- aði frá 30. des. 1958. Þing sérfræöinga í meltingarsjúkdómum Dagana 20. til 24. apríl 1960 verð- ur haldið í Hollandi alþjóðaþing sérfræðinga í meltingarsjúkdómum (International Congress of Gastro- enterology). Aðalumræðuefni þings- ins verða: 1. Meinafræði smáþarm- anna. 2. Hepatitis, Cirrhosis hepatis og hugsanlegt samband þeirra sjúk- dóma. Þeir læknar, sem áhuga kynnu að hafa fyrir þingi þessu, geta fengið nánari upplýsingar hjá prófessor Sigurði Samúelssyni,, lyflæknisdeild ,Landspítalans. Einnig má skrifa beint til forstöðumanna þingsins, þ.e.a.s.: Congress Office of the 6th Meeting of the Association of the National European and Mediterra- nean Societies of Gastroenterology, Department of Gastroenterology, University Hospital, Leiden, the Netherlands. Úr erlendnm læknaritisne: Landlæknir, Vilmundur Jóns- son, hefur bent ritstjórninni á greinarkorn um sullaveiki, sem nýlega birtist í enska vikuritinu Lancet (Lancet, 13. sept. 1958, bls. 568). í grein þessari segir, að sulla- veiki liafi verið mjög útbreidd í eftirtöldum löndum: tslandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Suð- ur-Ameríku. Þá er og tekið fram, að mikill árangur hafi náðst í baráttunni við sullaveiki í mönnum bæði á tslandi og í Astraliu. Sá árangur er þakk- aður tvennu: eyðingu sollinna líffæra sláturdýra og breinsun liunda. Sullaveiki i mönnum og hús- dýrum er talin sjaldgæf í Bret- landi, þó að þekkt sé og þá aðallega í Suður-Wales. Lögð er áberzla á, að nauðsyn beri til að halda sjúkdómi þessum í skefjum. Það vekur því ugg og furðu, að vitnazt befur innflutn- ingur á nautalifur í allstórum stíl (3000 pakkar á viku) frá Nýja-Sjálandi til Bretlands, og var allt að 20% af lifrinni soll- ið. Enn alvarlegra var, að farið var að selja nokkuð af lifrinni, án þess að getið væri um sýk- inguna. Uppbaflega mun lifur þessi bafa átt að fara til Ivfja- framleiðslu eða seljast sem djTafóður og þá meðal annars

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.