Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 89 um, hélt nákvæmar skýrslur o. fl., sem liefur svo orðið öðrum til eftirbreytni og fyrirmyndar. Hann var í mörg ár læknir íþróttamanna og lögregluþjóna og vann þau störf af alúð og samvizkusemi, eins og önnur störf sín. Hann kappkostaði að fylgjast vel með öllum nýjungum í læknisfræðinni, sérstaklega í sínu fagi, og dvaldi því erlendis á sjúkrahúsum öðru hvoru í lengri eða skemmri tíma til framhaldsmenntunar. Öskar læknir átti þá eigin- leika, sem nauðsynlegir eru til þess að vera góður læknir; framkoman fáguð og prúð, stilltur og rólegur, nærgætinn og glaðlegur, ekki sízt við litlu sjúklingana, börnin, sem þarfn- ast svo nákvæmrar umönnunar og traustvekjandi framkomu læknisins, sem kemur til að hjálpa og hugga eins og mildur faðir eða ástrík móðir. Skyldurækni og velvild til allra einkenndu hans líf og starf, hann var því mjög ástsæll og vel látinn af sjúklingum sínum, og þeim þess vegna liarmdauði. Hann var hár vexti og vel vaxinn, bjartur vfirlitum, liárið ljóst og augun hlá, svipurinn lireinn og mildur, framkoman öll har vott um fágaðan per- sónuleika. Óskar læknir var góðum gáf- um gæddur, ákveðinn í skoðun- um, trygglyndur og vinfastur. Hann kvæntist 1928 Guðrúnu Sveinsdóttur frá Hrauni á Skaga, ágætri konu, sem bjó honum lilýtt og bjart fyrir- myndarheimili, þar sem hin gamla, góða íslenzka gestrisni naut sín í ríkum mæli, enda var oft gestkvæmt á heimilinu, hjónin hæði samvalin í því að gera gestunum stundina skemmtilega og endurminning- una hlýja; á slík heimili er gott að koma. Þau eignuðust eina dóttur, Auði Helgu. Af okkur skólabræðrum lians er hans sárt saknað sem góðs félaga og læknis, en endurminn- ingin um góðan drengskapar- mann mun geymast hjá okkur meðan ævin endist. Kr. Sveinsson. Lækning á lepra rneð sulfonlyf jum 1 grein um lepra, sem nýlega birtist í Lancet eftir Sir Leonard Roger, segir, að notkun sulfonlyfja sé hin merkasta framför sem orð- ið hafi lækningu þessa sjúkdóms. 1 austur Nígeríu hefur sulfonlyfið dapsone, sem er tiltölulega ódýrt og gefið per os í töflum, gefið jafn- góða raun og önnur dýrari lyf. Helztu kostir suulfonlyfjanna eru hve fljótt þau græða slímhúðarsár í nefi, koki og barkakýli og hnúta- sár á húð og draga á þann hátt fljótt úr smithættu. Því miður virðast lyfin aftur á móti vinna seint og illa á þeirri sýklagerð, sem er innilukt í lokuð- um leprahnútum. Rannsóknir, sem gerðar voru 1955 á 800 leprasjúk-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.