Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.11.1958, Blaðsíða 44
112 L Æ K N A B L A Ð I Ð sem fóður handa kjölturökkum. Hefði slíkt auðvitað getað liaft í för með sér mikla útbreiðslu sullaveiki, svo algengt sem kjölturakkahald er i Bretlandi. Að lokum er lögð álierzla á nauðsyn þess að setja laga- fyrirmæli eða reglugerðir um eftirlit með sölu á sláturúrgangi til dýrafóðurs. Ofangreind viðskipti munu hafa ýtt við heilbrigðisyfirvöld- um brezkum, sem nú hafa skipulagt ýtarlega rannsókn á útbreiðslu sullaveiki i Suður- Wales og efnt til upplýsinga- starfsemi varðandi sullaveiki meðal almennings. Þannig eru á þessu ári ráðgerðar fræðslu- sýningar um sullaveiki í Edin- borg og Cardiff, og hefur m. a. verið aflað til þeirra gagna liéð- an frá íslandi. Ó. B. Höfuðverkur eftfr hryggstungu Margt hefur verið ráðlagt, til þess að lækna eða fyrirbyggja höf- uðverk eftir hryggstungu (lumbal- punctio), en hann hefur þó reynzt alltíður eða um 40% fengið meiri og minni höfuðverk. Algengt hefur verið að láta sjúklingana liggja á bakinu, á jafnsléttu, hreyfingar- lausa klukkustundum saman, eða jafnvel heilan sólarhring. Leka á mænuvökva hefur einkum verið kennt um höfuðverkinn. Robert J. Brocker, Pittsburgh, ráðleggur nú eftirfarandi aðferð: Sjúklingurinn liggur á hlið með hné kreppt að kvið. Hlaðið undir mittið, svo að hryggurinn verði sembeinast- ur. Notuð grönn nál (höf.tiltekur nr. 18). Egginni á nálinni er beitt þann- ig. að hún fari gegnum mænubast- ið samsíða þráðunum í því, en þeir liggja flestir langsum, og aðskilji þá fremur en að þverskera. Þegar í stað, að lokinni vökvatöku, er sjúklingnum hvolft á grúfu og lát- inn liggja þannig í 3 klst., en má svo fara á fætur, ef ástand hans að öðru leyti leyfir. Venjulega voru teknir 12—14 ml af vökva. Með þessari aðferð var gerð hryggstunga á 894 sjúklingum og fengu aðeins 4 höfuðverk, þ. e. inn- an við %%. Sama tækni var not- uð á 200 sjúkl. að öðru en þvi, að þeir voru látnir liggja á bakinu í 3 klst. eftir stunguna, og fengu 36,5% þeirra höfuðverk. Þessar töi- ur virðast svo sannfærandi, að rétt væri að reyna þessa aðferð. Robert J. Brocker, J.A.M.A. 20. sept. 1958, bls. 263. Orðið hryggsUmga er hér notað af ásettu ráði, í staðinn fyrir mœnu- stungu, sem þó hefur fengið nokkra festu í málinu. En ég hef orðið þess var, að mænustungunafnið vek- ur ugg og kvíða og sjúklingar bíða þess i ofvæni, að rekinn verði fleinn alla leið inn i mænu, því að þannig skilja þeir orðið mænustungu. Ó. G. Leiðrétting. í greininni „Um hjartarit", eftir Snorra P. Snorrason, hefur slæðzt inn leið villa í frásögn af jöfnu til útreiknings á lengd Q-T bilsins. Sjá Læknabl. 41. árg., 5. og 6. tbl., bls. 96, fyrri dálkur, 18. og 19. 1. a. n. Rétt er jafnan þannig: Q-T = % RR + 0.28 ±0.05. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.